Leita í fréttum mbl.is

ECB seðlabanki evru orðinn ríkisstjórn evrulanda

Undanfarin ár og misseri höfum við séð eins konar nýja einræðisstjórn fæðast í skúmaskotum Evrópusambandsins. Það sem er merkilegast við hana er sú staðreynd að hún er sú fyrsta heilsteypta á öllu meginlandi Evrópu síðan þjóðkjörinn Adolf Hitler lét þar skyndilega af síðar hrifsuðum völdum þann 30. apríl árið 1945.

Þessi nýja einræðisstjórn heitir seðlabanki Evrópusambandsins, ECB. Og hann er ekki kosinn af neinum sem hann skipar fyrir.
 
Þann fimmta ágúst síðastliðinn, eftir fæðingu Krists, sendu einræðisherrar seðlabankans bréf til forsætisráðherra Ítalíu, þar sem bankinn skipaði Silvio Berlusconi fyrir um hvernig hann ætti að innrétta innviði ítalska lýðveldisins — Repubblica Italiana — og einnig hvenær sú innréttingarvinna ætti að fara fram - og hvað hún má kosta.

Verði forsætisráðherra Ítalíu ekki við óskum seðlabankans þá mun bankinn hækka vaxta- og fjármögnunarkostnað ríkissjóðs landsins þangað til hann gefst upp og verður gjaldþrota, ellegar borgar í formi innréttingar ríkisins að ósk seðlabankans. 

Við vissum alltaf að þessu myndi koma. Það er að segja við ESB-efasemdarmenn vissum það. Við vissum að þegar búið er að taka fullveldi pólitískra- peninga- og vaxtamála af ríkjum, þá eru þau orðin auðveld fórnarlömb afkomenda þess stjórnarforms sem svo hógværlega er getið um hér í fyrstu málsgrein að ofan. Og alveg sérstaklega þegar ekkert hefur komið í stað þess sem fyrir róða var kastað, annað en elítufólk Brusselveldisins og seðlabanka þess, sem enginn kaus.

Á sama máli er Þjóðverjinn Wolfgang Proissl á Financial Times Deutschland. Wolfgang Munchau skrifar í dag:
 
The ECB is the eurozone’s economic government, Wolfgang Proissl argues. "The letter by Jean-Claude Trichet and Mario Draghi giving instructions to Silvio Berlusconi on how to reform Italy shows that the ECB has become the eurozone’s economic government, Wolfgang Proissl of Financial Times Deutschland writes."
 
Hollt er fyrir alla að lesa viðskiptahluta Morgunblaðsins í dag. Þar eru Bandaríki Norður Ameríku borin saman við Evrópusambandið. Og útkoman er ekki glæsileg - fyrir Evrópusambandið.
 
Umsókn Íslands inn í Evrópusambandið, sem nauðgað var ólýðræðislega í gegnum Alþingi — án umoðs frá kjósendum landsins og undir skammbyssustjórnmálum Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Össurar Skarphéðinssonar — á að draga til baka samstundis! Hún er með öllu ófyrirgefanleg og skammarblettur á lýðræði í landi okkar.
 
Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda - en ekki öfugt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ekki fer að milli mála að það er að verða til nýtt vald í Sambandinu, án lýðræðislegs umboðs.

Las fréttaskýringu Ásgeirs í Mogganum, sem þú bendir á. Mér finnst hann gera fullvel við ESB í kaflanum um lýðræðið, en greinin er samt mjög góð.

Haraldur Hansson, 6.10.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband