Leita í fréttum mbl.is

Af hverju var ekki haldin stefnuræða um botnlokur

Stefnuhræða Jóhönnu og Steingríms hefði —ef allt væri satt og rétt— átt að fjalla um lífið eftir dauðann. Þannig var röksemdafærslan þegar þau svikahjónin í tvígang hótuðu þjóðinni öllu illu ef hún samþykkti ekki Icesave dægurlagadundið hans Svavars DDR. Ef við dirfðumst að segja nei þá væri lífinu eins og við þekkjum það á Íslandi þar með lokið. Það sögðu þau. Tvisvar. Við yrðum þar að auki Norður-Kórea sagði fagmaðurinn í DDR-ríkisstjórn þeirra. 

En nei; Í stað stefnuræðu um botnlokur fengum við horfa í rauðar stefnuljósaræður Jóhönnu og Steingríms í allar áttir, nema áfram. Neyðarljósa blikkræður. Við fengum að vita að allt gengi svo svakalega Icesave-vel og að djúpfrystur ríkissjóður hefði snúið sér aftur í gröfinni til lánatekju úti á útlenskum peningamarkaði, sem átti að vera honum gaddfreðinn um aldur og æfi. Og lokast átti á fyrirtækin. Andríki skrifar um þá fluglygi ríkistjórnarinnar hér.
 
Mikil blessun var það fyrir þjóðina að svo vel skyldi vilja til að hún átti ektamanninn hann Davíð Oddsson á verði gegn þessu fólki í Seðlabankanum, þegar hrunið varð. Annars hefðum við og þjóðin öll heldur betur lent í skjaldborginni. 

Ég endurtek;

Í hundasleða ESB-aðlögunarferðar fimmtu herdeildar Íslands

Í fullkomlega löglausum hundasleða aðlögunarferðar Íslands inn í Evrópusambandið, standa menn við borðstokkinn á Alþingi og flytja hinar og þessar stefnuræður um ferðalagið sem þeir eru í.

Er þetta ekki stórkostlegt? Tryllitækið brunar áfram með hár þingmanna standandi svo þráðbeint upp í loftið að halda mætti að sjálf fimmta herdeildin væri þar á ferð.
 
Umsókn Íslands inn í Evrópusambandið var framkvæmd án umboðs frá þjóðinni. Umsóknina þarf að draga umsvifalaust til baka. Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda hér á Íslandi, en ekki öfugt.
 
Evrópusambandið önnum kafið í skjaldborginni
 
Francois Baroin fjármálaráðherra Frakklands þurfti skyndilega að yfirgefa skaldborgarakrísufund fjármálaráðherra evruríkja til að getað flýtt sér heim í öryggissvítu Frakklands á evrusvæðinu og bjargað stórbankanum Dexia frá gjaldþroti - og sem getur kostað Frakkland AAA lánshæfnismatið sem átti að bera uppi skuldabréfaútgáfu björgunarsjóðsins fræga. Þetta virkar allt svo vel þarna í draumalandi fimmtu herdeildar Íslands.
 
Lánshæfnismat Ítalíu lækkað á ný og nú um þrjú skjaldborgarþrep. Horfur neikvæðar
 
Moody’s skellti köldu mati sínu á framtíðarhorfum Ítalíu á borðið hans Össuar í yfirlánshæfnissvítu hans á evrusvæðinu. Össur Skarphéðinsson utanríkissráðherrra Íslands hefur immed gengist í persónulega ábyrgð fyrir öllum skuldum ríkissjóðs Ítalíu því Ítalía er með evrur og þar getur því ekkert hrun orðið frekar en neins annars staðar á evrusvæðinu sem liggur nú í rústum. Lánshæfnismat Ítalíu var lækkað vegna ríkisofurskulda, erfiðari fjármögnunar þeirra í mynt sem Ítalía ræður litlu sem engu yfir, aukinni peningalegri áhættu, - og svo vegna öngvra hagvaxtarhorfa (sem munu vara svo lengi sem landið er læst inni í myntfangabúðum Evrópusambandsins af Skjaldenburg).
 
Lánshæfnismat Moody's á ríkissjóði Ítalíu, sem er þriðji stærsti ríkisskuldari heimsins og þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins, er nú komið niður fyrir þá einkunn sem Moody's gefur ríkissjóðs Eistlands og er orðið það sama og hjá ríkissjóði Möltu. Moodys aðvarar um að til enn frekari lækkana geti komið ef fjármögnunarvandræði evruríkjanna haldi áfram að versna.  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband