Leita í fréttum mbl.is

Naglasúpan orðin borðliggjandi hjá Evrópusamtökunum og Ragnheiði Ríkharðsdóttur?

USSE 
ESB-samtökin — heiðniskýrð Evrópusamtökin — sem virðast að mestu leyti vera mönnuð kjánum sem lítið eða ekkert þekkja til neinna mála Evrópu né Íslands, eru þessa dagana, sem og flesta aðra daga ársins, með opið súpueldhús sitt fyrir alla þá á vefnum sem vilja. Erlent útbú ESB-samtakanna er svo rekið í Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Þar setja þau bæði út á það að sum íslensk fyrirtæki færi bókhald eða skili inn til skattayfirvalda ársreikningum sínum í erlendri mynt. Og svo tengja þau þetta mál við fjallið Mont-Evrurest, þar sem yfirfjallgöngumenn Evrópusambandsins hafast nú við á klettasyllum í heljargaddi án þess að vita hvort hrynur á undan þeim niður, fjallið sjálft eða freðnir fuglar þess.

Því fleiri íslensk fyrirtæki sem gera upp rekstur sinn í erlendri mynt ætti jú að sýna okkur landvinninga íslenskra fyrirtækja, nútíma- og alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs og enn fremur sýna okkur hvernig stjórnvöld standa sig í skattamálum atvinnulífsins og skattasamningum við önnur ríki heimsins.

Ó nei. Þetta viðhorf er ekki löngu ströngu rökin í röksemdafærslu þessa fólks. Í stað þess að gleðjast þá segja þau okkur að "bakdyr" hafi verið opnaðar og spyrja svo hvenær þessi "bakdyra möguleiki" verði "opnaður" almenningi. Hér er spurt svo heimskulega að allir ættu samstundis að sjá að við ofurefli er að etja, og því best að ganga strax af fjöllum fram.

En svona líta Danir ekki á málin. Þar færa um það bil 32 þúsund DÖNSK fyrirtæki daglegt bókhald sitt í erlendri mynt. Um er að ræða fyrirtæki sem starfrækja erlend dótturfélög í erlendri mynt eða stunda atvinnurekstur þar sem mestur hluti hans fer fram í erlendri mynt. Og hér er auðvitað átt við að annað hvort eða bæði tekjur og kostnaður þeirra séu að mestu leyti í erlendri mynt. Af þessum 32 þúsund fyrirtækjum landsins sem færa daglegt bókhald sitt í erlendri mynt og eru skattkýld í Danmörku, þá ganga um það bil 3-6 þúsund þeirra alla leið og skila skattauppgjöri sínu alfarið í erlendri mynt inn til danskra skattayfirvalda - sem virðast eiga eina reiknivél og hurðarhún annan að "bakdyrum" þessum.

Spurning mín til ESB-samtakanna og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur er þessi: hve margir óbreyttir íslenskir ríkisborgarar gera upp bókhald sitt og færa það allt alla leið inn til skattayfirvalda í erlendri mynt? Hve margir? Svar; allir vinnandi sem óvinnandi Íslendingar búsettir erlendis. Um það bil tugir þúsunda Íslendinga. Hve margir þeirra færa einnig yfirvöldum á Íslandi þennan glaðning sinn í erlendri mynt í íslenskum krónum hér heima? Svar: Þeir sem eru skattkýldir í meira en einu landi. 

Þegar menn eru bara hamrar þá halda þeir sjálfkrafa að öll vandamál séu naglar. ESB-samtökin og Ragnheiður falla í þann flokk. Þau gera upp og niður um sig í nöglum. ESB-naglasúpu Evrópusambandsins er neytt þar daglega - og bragðið svo gert upp í evrum.  

Svona fer þegar sjálfstæðishugsunin og Sjálfstæðiflokkurinn hefur verið rekinn út úr sumu fólki hans

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Flest sem Evrópusamtökin birta á vef sínum er copy/paste af öðrum vefjum. Stöku sinnum skrifa síðuhaldarar eitthvað sjálfir. Því verður seint haldið fram að þeir pistlar geisli af þekkingu á Sambandinu sem þeir vilja komast í.

Ég held að skrifarar hljóti að vera valdir eftir einhverjum reglum. Líklega fá áhugasamir fjórar skítléttar spurningar um ESB. Svo fá þeir að skrifa á vefinn sem geta svarað þeim öllum vitlaust.

En þeim til varnar. Ég held að þeir trúi því í hjartans einlægni að til verði pakki að kíkja í (annar en sá sem alltaf hefur legið fyrir). Og að innganga snúist um að lækka vexti eins og gerðist í Portúgal með svo glæsilegum árangri að Svavar hefði orðið stoltur.  

Haraldur Hansson, 30.9.2011 kl. 00:59

2 identicon

Er ekki meirihluti landsmanna á móti þessu.Og hvaö segja þeir í Brussel þegar Íslendingar koma. Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig ef þú meinar ekki neitt með þvi

ingo skulason (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 02:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Skrif ykkar eru ómetanleg og upplýsingarnar um ESB,veitt að minnsta kosti mér ,fávísri, innýn, í þennan heim.Ég kýs að fylgjast með hér, þótt gæti hæglega fengið allar upplysingar hjá afkomendum. Svona að endingu ,,pakkinn,, títtnefndi á að innihalda einhverjar krásir til okkar,sem allar eru skilyrtar,þau (skilyrðin) eru mér þyrnir í augum og mér líður betur að fá að dæsa hér með ykkur vitringum. Áfram Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2011 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband