Leita í fréttum mbl.is

ESB bannar afnám verðtryggingar

USSE 

Fáir virðast hafa hugsað þá hugsun til enda að fari allt á versta mögulega veg fyrir landi okkar og þjóð, með því að íslenksa lýðveldið yrði innlimað í Evrópusambandið, þá mun Íslandi verða óheimlit að afnema eða banna verðtryggingu.

Verðtrygging fjárskuldbindinga er bara ein af mörgum vörum á hillum fjármálageirans. Hún þykir sjálfsögð og æskileg víða í ESB. Fjármálageirinn þar sér hana einungis sem enn eina leiðina til að bjóða upp á úrval af þjónustu. Og verðtygging fjárskuldbindinga í ESB er í örum vexti og alveg sérstakelga á heildsölumakraði fjármagns.

Það er fullkominn óvitaþvættinur hjá forsætisráðherraínu Íslands að ESB-aðild þýði afnám verðtryggingar á Íslandi. Staðreyndin er sú að ESB-aðild Íslands myndi þýða að bannað yrði að banna eða afnema verðtrygginu á Íslandi.

Svona er að missa fullveldið, löggjafarvaldið og pennastrik hvoru tveggja úr landi.  

Takk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er alveg á hreinu að ESB gerir ekkert sem kemur neytendum til góða á kosnað fjármagnsins spurning hvort þettað er óvitaþvættingur eða meðvituð lygi?

Örn Ægir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 23:33

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar má deila um það hvort reglur ESB leyfa verðtryggingu á neytendalánum. Um þau gilda aðrar reglur en á heildsölumarkaði. Hagsmunasamtök Heimilanna líta svo á að reglur á EES-svæðinu leyfi ekki neytendalán með ófyrirsjáanlega greiðslubyrði og samkvæmt íslenskum lögum teljast húsnæðislán til neytendalána.

Hagsmunasamtökin líta einnig svo á að ef húsnæðislánin teljist einhverra hluta vegna ekki til neytendalána hljóti þau að öðrum kosti að falla undir skilgreiningu afleiðuviðskipta samkvæmt EES-reglum um verðbréfaviðskipti og samkvæmt þeim bera fyrirtæki ábyrgð á því að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna, sem 3000 blaðsíðna metsólubók sýnir að íslensku bankarnir gerðu klárlega ekki við alla.

Að teknu tilliti til allra þessara sjónarmiða megi teljast hugsanlegt að umtalsverður hluti lánasamninga séu í raun ólöglegir samkvæmt lögum og reglum sem gilda nú þegar á Íslandi, meðal annars vegna EES-samningsins. Hvað það nákvæmlega þýðir er erfitt að segja.

Hagsmunasamtökin hafa tekið stóran þátt í að koma málum er varða evrópskan neytendarétt og fleira er tengist hagsmunum lántakenda, varðandi gengis- og verðtryggingu, til eftirlitsstofnunar EFTA.

Íslensk stjórnvöld hafa sýnt að þau eiga mjög erfitt með, og hafa jafnvel ekki vilja til að fara eftir þeim tilskipunum sem við erum nú þegar bundin af samkvæmt EES, og þess vegna skýtur skökku við hversu mikið sumum liggur á að ganga lengra í þá átt.

Rétt er að taka fram að það er reginfirra sem ESB-sinnar og nú síðast forsætisráðherra í Kastljósi kvöldsins, halda fram, að ESB-aðild sé leið til afnáms verðtryggingar. Með slíkum málflutningi er orsök og afleiðingu snúið á hvolf, því afnám verðtryggingar er nauðsynleg forsenda fyrir heilbrigðu hagkerfi, sem er svo aftur nauðsynleg forsenda fyrir aðild að myntbandalagi við aðrar þjóðir, í þeirri röð en ekki öfugt.

Heilbrigt hagkerfi er okkur jafn nauðsynlegt hvort sem við endum að lokum í auknum samruna við Evrópu eða höldum fullveldi okkar óskertu frá því sem nú er. Persónulega tel ég ekki málefnalegt að reyna að spyrða þessar tvær ólíku víddir saman, og aðeins til þess fallið að gera umræðuna ómarkvissa. Það er óháð afstöðu minni til ESB-aðildar, sem ég er mótfallinn af ýmsum öðrum ástæðum en þessum.

Staðreyndin er að við höfum íslensk lög og samkvæmt þeim ber okkur að virða EES-samninginn. Meira höfum við ekki skuldbundið okkur til á þessu stigi. Samt er langur vegur frá því að íslensk stjórnvöld fari í einu og öllu eftir því sem stendur í þessum laga og reglugerðafrumskógi. Við ættum að byrja á því að reyna að fara eftir lögum og reglum, áður en við förum að velta fyrir okkur hvort við eigum að breyta þeim eða taka upp fleiri og flóknari reglur.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2011 kl. 03:12

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Guðmundur 
 
Það eru ekki neinar reglur í ESB sem banna verðtryggingu fjárskuldbindinga. Það er einnig útbreiddur misskilningur að verðtryggð dönsk húsnæðislán hafi verið bönnuð á sínum tíma (1989). Það voru þau ekki. Þeim og eftir-markaði þeirra var slátrað vegna gagngerra breytinga á skattakerfinu í Danmörku og þau urðu þar með óhagstæð. Þau voru mest notuð í félagslega húsnæðisgeiranum. Urðu fórnarlömb stjórnvalda.
 
Fjármálafyrirtæki vinna stöðugt að því að finna upp nýjar lánategundir sem hægt er að bjóða upp á og sem geta aukið við öryggi lánveitenda og lántakaneda og bætt markaðinn í heild. 
 
Hér er um tvennt að velja;
 
1) að tryggja að botninn fari ekki reglulega úr húsnæðsmarkaðnum með óverðtryggðum lánum (verðhrun eigna => eignaleysi og nauðungaruppboð tap og afskriftir => gjaldþrot) eins og er að gerast í ESB núna og hefur gerst tvisvar sinnum í Danmörku síðan 1989. Framboð fjármangs þornar upp. 
 
2) Teygni neikvæðra verðbreytinga verði minnkuð með verðtryggingu lána. Verðtrygging tryggir lægri greiðslur í upphafi lánatímabils þannig að í erfiðum markaði getur ungt fólk jafnvel komist að þrátt fyrir erfiðar aðstæður (sem er ekki mögulegt þegar lán eru óverðtryggð því þá vill enginn lána ungu fólki = áhættufælni fjármagnseigenda).
 
Ef hinn stóri stofn lána í íslenku íbúðarhúnsæði væri ekki verðtryggður eins og hann er núna þá væri húsnæðisverð fallið um 60 prósent núna og markaðurinn í heild eitt stórt blóðbað sem enginn vildi líta við nema hrægammar. 
 
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 30.9.2011 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband