Leita í fréttum mbl.is

Utanríkisráðherra Bretlands; "evran er brennandi bygging án útgönguleiða". Portúgal komið á nýlendustig

Össur Skarphéðinssson
 
"Evra myntbandalags Evrópusambandsins er sögulegt minnismerki um heimsku hjarðarinnar sem ritað verður um næstu aldir. Hún er brennandi bygging með engum útgönguleiðum" (fanga- eða útrýmingarbúðir??, GR). Þetta segir utanríkisráðherra Bretlands. 

Í viðtali sem á að birtast í dag, fimmtudag, segir William Hague utanríkisráðherra Bretlands að myntbandalag Evrópusambandsins og evra þess séu minnismerki heimskunnar. Allar aðvaranir Hague um þetta minnismerki hjarðarelítu Evrópu voru að engu hafðar, en allar hafa þær ræst.
 
William Hague has said a prediction he made in 1998 that the euro area would be “a burning building with no exits” has been proved right and that eurozone member states would have to live with the consequences for decades. 

Já, utanríkisráðherra Bretlands, en sem sagt, ekki Íslands. 


Evruskjól Portúgals
 
Jóhanna Sigurðardóttir
Landið er á niðurleið sinni niður Mount Evrurestir og að nálgast lífsgæði fyrrverandi nýlenda sinna. Enga góða vinnu er að hafa í Portúgal segir verkfræðingurinn Paulo Almeida, sem er 28 ára. Íbúar landsins flýja þetta evruskjól Jóhönnu og Össurar og fara yfir til Afríku eða Suður-Ameríku.  
 
Það eru ekki bara fjárfestar sem yfirgefa evrukrísulöndin. Aldrei hafa fleiri Portúgalir yfirgefið landið sitt síðan stjórnartíð Estado Novo lauk árið 1974.
 
Antonio Barreto fyrrverandi menntamálaráðherra Portúgals segir "að þegar við misstum nýlendur okkar, þá fór fólkið að halda að Evrópa væri lausnin. En nú eru vandamál okkar þannig að portúgalsaka fólkið lítur á fyrrum nýlendur okkar sem leiðina út úr vandamálunum". Atvinnuleysi landsins er það mesta síðan 1983 eða 12,3 prósent.
 
Fjórtán af tuttugu stærstu fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði Portúgal eru að að flytja fjáfestingar sínar frá evrusvæðinu og yfir til fyrrum nýlenda landsins; Angóla, Mozambik og Brasilíu.
 
Emigration is currently running at about 40,000 citizens per year, in addition to non-nationals who are leaving the country - The rate was last that high in the 1960s through the mid- 1970s when Portugal sent troops to try to retain its African colonies
 
Evrusvæðið ber nú af sem helstu útrýmingarbúðir velmegunar í veröldinni. Hvergi gengur eins illa í heiminum og hefur ekki gert það í samtals 30 ár
 
Þrjár krækjur:
 
 
Fyrri færsla:
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Maður skammast sín fyrir að vera ríkisborgari þar sem þau tvö þarna á svart-hvítu ljósmyndunum eru í ríkisstjórn.  Varðstu endilega að stilla þeim þarna, Gunnar?  Þau trufla lesturinn. 

Elle_, 29.9.2011 kl. 11:29

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Örlög ESB landanna er skelfileg. Gárurnar sem Evruhrunið á eftir að valda lægjast seint.

Haraldur Baldursson, 29.9.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband