Leita í fréttum mbl.is

Árabátur Evrópusambandsins

Fullveldi, peningastefna og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita ekki Þýskaland né Frakkland
Peningavopn myntbandalags Evrópusambandsins 
 
Í þessum bát líða árin. Lítt sækist róðurinn og fúl er legan orðin um borð. Svo lítið hefur fiskast. Árin eru liðin, orðin að áratugum og lítið sem ekkert gerist. Ennþá 30 árum á eftir Bandaríkjunum og lífslangt massíft atvinnuleysið orðið fastgróið við kynslóðirnar. Allir í OECD nema Japan hafa siglt fram úr evrusvæði Evrópusambandsins.  

Verið er reyna að afhenda Þýskalandi þetta fagra vopn, sem dýrkað er á RÚV og sem dýrkað var á BBC árum saman. Rjúkandi fullveldis vopninu hefur áður verið beitt á krummaskuð á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Um gikkinn þarf sjálfur kanslari Þýskalands, og nokkrir fleiri þar á bát, helst að halda - og hleypa af. Helst á meðan Frakkland, Ítalía og Spánn horfa spennt á. Þau falast eftir bæði fullveldi og greiðslukorti Þýskalands. Án þessa tveggja eru þau varanlega föst í suður-evrópskri sælu.
 
Verið er að afhenda kanslaranum og Þýskalandi hattinn.
 
Frú Angela Merkel hittir herra Haddon
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Allur þessi farsi í ESB og heiminum er farinn að líkjast "Samsærið mikla" það er rit sem þýtt var á íslensku og gefið út hérna á Íslandi árið 1958.  Þetta rit er þýðing af riti sem fyrst var birt rétt eftir frönsku byltinguna 1792-3.

Í þessu riti er nákvæm lýsing á hvernig á að ná yfirráðum og skipta heiminum upp. 

Þetta rit hefur farið inn í réttarhöld hjá ríkjum, þar sem reynt hefur verið að gera það tortryggilegt og  sverja það af sér.

Það eitt  sér, er sérstakt.

Eggert Guðmundsson, 27.9.2011 kl. 01:06

2 identicon

HA,HA,helviti snidug byssa verdur sennilega mikid notid tegar isl,,,,,,,,,

einar axel gustavsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband