Leita í fréttum mbl.is

Óttast að atvinnuleysi tvöfaldist í ESB-löndum

Fjármálaráðherra Póllands, Jacek Rostowski, sagði í ræðu á ESB þinginu — sem lítið annað gerir en að afgreiða óskalista ráðstjórnar Evrópusambandsins og eyða peningum skattgreiðenda í ekki neitt — að hann óttist að atvinnuleysi í löndum Evrópusambandsins muni tvöfaldast á næstunni. Sennnilega vegna þess að evran virkar svo framar öllum vonum að hún hefur lagt meginlandi Evrópu til efnahagslegan og pólitískan kjarnakljúf, sem gangsettur verður um leið og hann kemur fullbúinn út úr hinum pólitísku fallbyssuhreiðrum Brusselveldisins.  

Til glöggvunar á liðsafla þeim er á ESB-þinginu situr, er gott að minnast ummæla Martins Schulz, sem er Þjóðverji og leiðtogi sósíalista á þessu þingi Evrópusambandsins. Hann lýsti því yfir að frá og með þá væru 184 þingmenn þessa hóps sósíalista orðnir "hreyfing and-kapítalista" sem munu ráðast gegn "hagkerfi sem byggist á peningum eða sem er peningaknúið"

Bíðið nú hæg. Ef atvinnuleysi á Spáni tvöfaldast þá yrði það 42 prósent. Hér er nýjasta tvisvar sinnum taflan frá hagstofu Evrópusambandsins; Euro area unemployment rate at 10.0%

2 x 0 = 0 evra
2 x 1 x 0 = 0 evrur
2 x Frakkland = núll
2 x Þýskaland = sameinað núll
2 x 10 = 20 

Hver vill vera bara Frakkland? Fyrrverandi af öllu fyrrverandi. Eða Þýskaland, fyrrverandi af öllu fyrrverandi fyrrverandi. Ó hve við elskum ESB heitt, það veitir okkur fjarvistarsönnun frá fortíðinni og frá því að vera bara ekki neitt.
 
Krækjur
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband