Leita í fréttum mbl.is

Krækjur á sunnudegi; sólarlag evrunnar

Svipmyndir frá Evrópu (non-rúv-version): Aðlögunarferlið
 
Handelsblatt forsíða 16:17 sept 2011
 
Forsíða helgarútgáfu þýska Handelsblatt. Sólarlag evrunnar
 
Myntbandalagið sekkur
 
Hér er mín eigin útgáfa sem birst hefur hér á bloggsíðu minni annað veifið
 
Wirtschafts Woche sept 2011
 
Hér er mynd frá forsíðu þýska Wirtschafts-Woche í síðustu viku

Á Evrópuvaktinni gæla menn við þá hugsun að Bandaríkin megi muna fífil sinn fegri. Sem er ekki alls kostar rétt. Því, kæru vinir, það er Kína sem sífellt þarf að muna að fífl landsins muni stanslaust eftir því að fífil Kínverja var mun fegurri í langri og strangri sögu tímans. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hafa þau verið eins efnuð og um þessar mundir, þrátt fyrir ófarir síðustu ára. Það sama má segja um mörg önnur lönd, en bara ekki um Kína. Skortur á frelsi og lýðræði mun halda Kína föstu í járnkrumlum fátæktar. Kommúnistalönd verða aldrei efnuð. Aðeins fámenn valdaklíka þeirra. Og hún ræður.
 
DB Research; China – Not really a white knight for the eurozone 

Það er því ekki nema von að stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, sem einn og sér skuldar meira en alla landsframleiðslu Þjóðverja, skuli koma út og segja mönnum að gulir Kínverjar á hvítum hestum geti ekki gert neitt fyrir Evrópu. Þeir eiga einfaldlega enga peninga. Og síst af öllu hafa þeir það stjarnfræðilega fjármagn sem þarf til þess að bjarga Evrópu frá myrkraverkum Evrópusambandins. Þegar Bretland og Frakkland settust niður til að koma Concorde verkefninu af stað, þá settust vestanhafsmenn í Boeing hins vegar niður með reiknivélar sínar. Og þeir reiknuðu sannleikann fljótlega út; slíkt verkefni myndi aldrei borga sig. 747 ræður því loftunum enn. Sömu niðurstöðu hafa Bandaríkjamenn komist að í dag. Það mun aldrei borga sig að bjarga evrusvæðinu. Það væri glötuð fjárfesting. Því ættu menn ekki að láta glepjast og halda að heimsókn fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, á fund fjármálaráðherra evrulanda hafi ekki verið neitt annað en svakaleg, alvarleg og mikilvæg aðvörun. DB-PDF | DB-HTTP (CSS gallað)
 
The Newfoundland political history of the 1930s III
 
Staðreyndin er sú að enginn getur bjargað Evrópu. Vert er að minnast að í aðdraganda þess er Nýfundnaland misst sjálfstæði og fullveldi sitt, þá var því í fullri alvöru og edrúleika haldið fram að einræði (dictatorship) væri það stjórnarfyrirkomulag sem eitt gæti bjargað Nýfundnalandi undan skuldaklafa og því að leysast upp sem sjálfstætt ríki. Þannig voru tímarnir þá. PDF | HTTP

Á evrusvæðinu í Evrópusambandinu höfum við á innan við fjórum árum ferðast frá ímynd glæsihalla evrunnar í Brussel, og yfir í landslag örvæntingar, þar sem menn hýrast hrunhræddir innandyra í fyrirbæri efnahags- og peningamála sem smá saman er að taka á sig þá mynd er blasti við umheiminum þegar Sovétríkin féllu. Frá glæsihöllum áróðursins og yfir í rústir raunveruleikans. Þetta hægfara ferðalag hefur sljóvgað dómgreind mannanna, eins og gerðist á þeim tímum er einræði varð að fyrsta flokks stjórnarformi í hugarheimi manna á millistríðsárunum. Þetta er sá sami seigfljótandi hugarfarslegi mekanismi og fékk menn til að glápa með hægfara skilningssljóum skilningarvitum á bankakerfi Íslands og umhverfi þess, sem einstakan vitnisburð um glæsileika og snilli Íslands. Einn extra bita í einu á hverjum degi gleypti heilinn. Efir árið og árin ertu orðinn vanur raunveruleka hrunferlisins og manst ekki lengur eftir edrúleikanum. Þannig standa málin í Evrópusambandinu í dag. Hvítt er orðið svart — eða öfugt — án þess að menn hafi lagt rétta skilninginn í sjálfa litabreytinguna. Aðlögunarferlið.

Írlandi gengur ekki neitt við það sem átti að koma út úr "constructive ambiguity" tæknibrellum seðlabanka Evrópubananasambandsins, ECB: HTTP
 
 
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Má bæta við einni sunnudagskrækju úr óvæntri átt?

Maður spyr sig í undran hvort RÚV - sameign okkar allra - sé loksins að rumska, eða var bara ein erlend frétt þýdd og birt óvart.

Þessi frétt á rúv.is er alla veganna úr takti við esb-fréttirnar til þessa. Ekki síst lokaorðin.

Haraldur Hansson, 18.9.2011 kl. 19:05

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið erum við sammála þarna /kveðja

Haraldur Haraldsson, 18.9.2011 kl. 19:18

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur 

Mig svimar. Hvað gerðist? Þetta hljóta að vera  tæknileg mistök hjá RÚV. Nema þá að ég hafi gengið í svefni og brotist inn í tölvukerfi þeirra síðustu nótt?

Eftir á að hyggja held ég að þetta sé einföld tæknileg bilun í eldvegg RÚV gegn raunveruleikanum í ESB. Straumrof.  

Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2011 kl. 21:32

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já þetta hljóta að vera mistök hjá Rúffinu að birta þetta.  Hefur sennilega átt að fara í ruslakörfuna á skjáborðinu en lent í út möppunni.  Það er örugglega búið að kalla einhvern á teppið fyrir þetta. Marteinn Mosdal hefur orðið æfur.  Þetta er sko ekki ríks...

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2011 kl. 00:11

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Já, það er ekki auðvelt að trúa því að þetta hafi verið viljandi hjá RÚV.

En það er annað. Bendi á grein eftir sjálfan George Soros í Sunnudags Mogganum á síðu 13.  

Hér eru nokkrir punktar úr grein Soros:

  • Enginn annar kostur en að stofna "evrópskt fjármálaráðuneyti sem hefur vald til skattlagningar ..."
     
  • Útganga af evrusvæðinu myndi gera ríkjum sem eru í mestum erfiðleikum auðveldara að verða á ný samkeppnishæf ...
     
  • ... verða að horfast í augu við að það þarf að gera nýjan stofnsáttmála til að bjarga evrunni.

Það sem ég les út úr þessu er í stuttu máli: Evran er búin að vera, Lissabon sáttmálinn er úreltur, Evrópusambandið stenst ekki.

Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum (sem fróðlegt væri að fá komment á frá Gunnari):

  • " ... þar sem ákvæði nýs sáttmála yrðu óhjákvæmilega ákveðin af Þýskalandi, er nánast öruggt að mikil efnahagslægð er yfirvofandi."

Haraldur Hansson, 19.9.2011 kl. 01:26

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tja. Sjálfur hærðist ég meira veikt Þýskaland en sterkt Þýskaland.

Ég held ekki að Þjóðverjar hafi hinn minnsta áhuga á að leika neitt svona hlutverk. Held að það sé gamall vani (hjá t.d. Soros) að hugsa svona.

Þjóðverjar hafa mestan áhuga á því að vera loksins þjóð sem gerir eins og venjulegar þjóðir gera; þ.e. að hugsa um sína eigin hagsmuni á eigin spýtur (pursue normal self interest). Ef þeir fá það ekki þá mun þýska þjóðin á endanum gera uppreisn.

Ég er hreint ekki viss um að það sé yfirhöfðuð hægt að fá Þjóðverja til að leika neitt í áttina að "wannabe dictator" í Evrópu. Það yrði of erfitt fyrir þá, þó ekki væri nema innanlands.

Þýskaland er búið að fá nóg af því að borga og halda ESB-samstarfinu uppi sem lítinn árangur hefur borið. Þeir hafa borið þungann af þessari ESB-tilraunastarfsemi í gegnum beinar greiðslur til landa ESB-sambandsins.

Sameinað Þýskaland verður loksins að fá að njóta sín á eigin forsendum. Fái það það ekki þá mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir alla Evrópu. 

En auðvitað; ef þeir eiga að fara halda EMU-löndum uppi í transfer-union þá verða þeir að fá að drottna yfir þeim. Annað væri jú óútfylltur víxill, ef svo mætti komast að orði. Nema að ESB-menn vilji nota þýskan almenning áfram sem þræla í transfer-union númer tvö. 

Mín tilfinning er sú að Þýskaland vilji bara fá að vera Þýskaland í friði. Þeir þurfa nauðsynlega að fá sinn eigin gjaldmiðil aftur því aðeins þannig verður hægt að halda Þýskalandi á eðlilegri braut. Og þannig munu þeir miklu frekar kaupa af hinum löndunum sem eru með veikari gjaldmiðil. Það voru regin mistök að þvinga Þýskaland í myntbandalagið. Tímanum eftir fall múrsins hefur verið illa varið og mest er hér við Frakkland að sakast því það hefur notað Þýskaland sem nokkurs konar magnara fyrir sínu mikilvægi innan ESB.

Það þýðir ekkert fyrir hin löndin að keppa við Þýskaland í sameiginlegum gjaldmiðli. Þau hafa ekki séns. Og skyldu þau ná Þýskalandi þá mun Þýskaland bara spara enn meira og lækka laun og kostnað enn meira þar til jafnvægið er farið og þeir aftur komnir í plús (jákvæðan viskiptajöfnuð sem Þjóðvrerjar halda að eigi alltaf að vera einungis í plús = móralskur viðskiptajöfnuður þeirra er alltaf bara í plús).

Þýska þjóðin veit einnig að hún er að eldast mjög hratt - og það hraðar og hraðar - og að þjóðin mun ekki hafa svo mikil efni í framtíðinni. Hún treystir sér betur til að mæta þeirri framtíð á eigin spýur en í myntbandalagi við hin löndin (og sem nú er að þróast yfir í skuldabandalag). Þjóðin veit að það eru erfið árhunduð framundan (öldrunarhagkerfið er þegar komið þar á stjá).

Þýskur almennignur vill ekki drottna - nema yfir eigin málefnum. Hann vill ekki að ríkissjóðir annarra landa verði þýskt innanríkismál. Svo hér ættu menn ekki að þvinga landið til að taka á sig stöðu drottnara yfir öðrum löndum ESB. Og enn síður vill landið að ESB dottni fyrir því.

Rúlla þarf ESB saman. EEC gat gengið. 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.9.2011 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband