Sunnudagur, 18. september 2011
Krækjur á sunnudegi; sólarlag evrunnar
Svipmyndir frá Evrópu (non-rúv-version): Aðlögunarferlið
Forsíða helgarútgáfu þýska Handelsblatt. Sólarlag evrunnar
Hér er mín eigin útgáfa sem birst hefur hér á bloggsíðu minni annað veifið
Hér er mynd frá forsíðu þýska Wirtschafts-Woche í síðustu viku
Á Evrópuvaktinni gæla menn við þá hugsun að Bandaríkin megi muna fífil sinn fegri. Sem er ekki alls kostar rétt. Því, kæru vinir, það er Kína sem sífellt þarf að muna að fífl landsins muni stanslaust eftir því að fífil Kínverja var mun fegurri í langri og strangri sögu tímans. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hafa þau verið eins efnuð og um þessar mundir, þrátt fyrir ófarir síðustu ára. Það sama má segja um mörg önnur lönd, en bara ekki um Kína. Skortur á frelsi og lýðræði mun halda Kína föstu í járnkrumlum fátæktar. Kommúnistalönd verða aldrei efnuð. Aðeins fámenn valdaklíka þeirra. Og hún ræður.
Það er því ekki nema von að stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, sem einn og sér skuldar meira en alla landsframleiðslu Þjóðverja, skuli koma út og segja mönnum að gulir Kínverjar á hvítum hestum geti ekki gert neitt fyrir Evrópu. Þeir eiga einfaldlega enga peninga. Og síst af öllu hafa þeir það stjarnfræðilega fjármagn sem þarf til þess að bjarga Evrópu frá myrkraverkum Evrópusambandins. Þegar Bretland og Frakkland settust niður til að koma Concorde verkefninu af stað, þá settust vestanhafsmenn í Boeing hins vegar niður með reiknivélar sínar. Og þeir reiknuðu sannleikann fljótlega út; slíkt verkefni myndi aldrei borga sig. 747 ræður því loftunum enn. Sömu niðurstöðu hafa Bandaríkjamenn komist að í dag. Það mun aldrei borga sig að bjarga evrusvæðinu. Það væri glötuð fjárfesting. Því ættu menn ekki að láta glepjast og halda að heimsókn fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, á fund fjármálaráðherra evrulanda hafi ekki verið neitt annað en svakaleg, alvarleg og mikilvæg aðvörun. DB-PDF | DB-HTTP (CSS gallað)
Staðreyndin er sú að enginn getur bjargað Evrópu. Vert er að minnast að í aðdraganda þess er Nýfundnaland misst sjálfstæði og fullveldi sitt, þá var því í fullri alvöru og edrúleika haldið fram að einræði (dictatorship) væri það stjórnarfyrirkomulag sem eitt gæti bjargað Nýfundnalandi undan skuldaklafa og því að leysast upp sem sjálfstætt ríki. Þannig voru tímarnir þá. PDF | HTTP
Á evrusvæðinu í Evrópusambandinu höfum við á innan við fjórum árum ferðast frá ímynd glæsihalla evrunnar í Brussel, og yfir í landslag örvæntingar, þar sem menn hýrast hrunhræddir innandyra í fyrirbæri efnahags- og peningamála sem smá saman er að taka á sig þá mynd er blasti við umheiminum þegar Sovétríkin féllu. Frá glæsihöllum áróðursins og yfir í rústir raunveruleikans. Þetta hægfara ferðalag hefur sljóvgað dómgreind mannanna, eins og gerðist á þeim tímum er einræði varð að fyrsta flokks stjórnarformi í hugarheimi manna á millistríðsárunum. Þetta er sá sami seigfljótandi hugarfarslegi mekanismi og fékk menn til að glápa með hægfara skilningssljóum skilningarvitum á bankakerfi Íslands og umhverfi þess, sem einstakan vitnisburð um glæsileika og snilli Íslands. Einn extra bita í einu á hverjum degi gleypti heilinn. Efir árið og árin ertu orðinn vanur raunveruleka hrunferlisins og manst ekki lengur eftir edrúleikanum. Þannig standa málin í Evrópusambandinu í dag. Hvítt er orðið svart eða öfugt án þess að menn hafi lagt rétta skilninginn í sjálfa litabreytinguna. Aðlögunarferlið.
Írlandi gengur ekki neitt við það sem átti að koma út úr "constructive ambiguity" tæknibrellum seðlabanka Evrópubananasambandsins, ECB: HTTP
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 134
- Sl. sólarhring: 212
- Sl. viku: 353
- Frá upphafi: 1390983
Annað
- Innlit í dag: 105
- Innlit sl. viku: 231
- Gestir í dag: 98
- IP-tölur í dag: 96
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Má bæta við einni sunnudagskrækju úr óvæntri átt?
Maður spyr sig í undran hvort RÚV - sameign okkar allra - sé loksins að rumska, eða var bara ein erlend frétt þýdd og birt óvart.
Þessi frétt á rúv.is er alla veganna úr takti við esb-fréttirnar til þessa. Ekki síst lokaorðin.
Haraldur Hansson, 18.9.2011 kl. 19:05
Mikið erum við sammála þarna /kveðja
Haraldur Haraldsson, 18.9.2011 kl. 19:18
Þakka ykkur
Mig svimar. Hvað gerðist? Þetta hljóta að vera tæknileg mistök hjá RÚV. Nema þá að ég hafi gengið í svefni og brotist inn í tölvukerfi þeirra síðustu nótt?
Eftir á að hyggja held ég að þetta sé einföld tæknileg bilun í eldvegg RÚV gegn raunveruleikanum í ESB. Straumrof.
Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2011 kl. 21:32
Já þetta hljóta að vera mistök hjá Rúffinu að birta þetta. Hefur sennilega átt að fara í ruslakörfuna á skjáborðinu en lent í út möppunni. Það er örugglega búið að kalla einhvern á teppið fyrir þetta. Marteinn Mosdal hefur orðið æfur. Þetta er sko ekki ríks...
Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2011 kl. 00:11
Já, það er ekki auðvelt að trúa því að þetta hafi verið viljandi hjá RÚV.
En það er annað. Bendi á grein eftir sjálfan George Soros í Sunnudags Mogganum á síðu 13.
Hér eru nokkrir punktar úr grein Soros:
Það sem ég les út úr þessu er í stuttu máli: Evran er búin að vera, Lissabon sáttmálinn er úreltur, Evrópusambandið stenst ekki.
Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum (sem fróðlegt væri að fá komment á frá Gunnari):
Haraldur Hansson, 19.9.2011 kl. 01:26
Tja. Sjálfur hærðist ég meira veikt Þýskaland en sterkt Þýskaland.
Ég held ekki að Þjóðverjar hafi hinn minnsta áhuga á að leika neitt svona hlutverk. Held að það sé gamall vani (hjá t.d. Soros) að hugsa svona.
Þjóðverjar hafa mestan áhuga á því að vera loksins þjóð sem gerir eins og venjulegar þjóðir gera; þ.e. að hugsa um sína eigin hagsmuni á eigin spýtur (pursue normal self interest). Ef þeir fá það ekki þá mun þýska þjóðin á endanum gera uppreisn.
Ég er hreint ekki viss um að það sé yfirhöfðuð hægt að fá Þjóðverja til að leika neitt í áttina að "wannabe dictator" í Evrópu. Það yrði of erfitt fyrir þá, þó ekki væri nema innanlands.
Þýskaland er búið að fá nóg af því að borga og halda ESB-samstarfinu uppi sem lítinn árangur hefur borið. Þeir hafa borið þungann af þessari ESB-tilraunastarfsemi í gegnum beinar greiðslur til landa ESB-sambandsins.
Sameinað Þýskaland verður loksins að fá að njóta sín á eigin forsendum. Fái það það ekki þá mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir alla Evrópu.
En auðvitað; ef þeir eiga að fara halda EMU-löndum uppi í transfer-union þá verða þeir að fá að drottna yfir þeim. Annað væri jú óútfylltur víxill, ef svo mætti komast að orði. Nema að ESB-menn vilji nota þýskan almenning áfram sem þræla í transfer-union númer tvö.
Mín tilfinning er sú að Þýskaland vilji bara fá að vera Þýskaland í friði. Þeir þurfa nauðsynlega að fá sinn eigin gjaldmiðil aftur því aðeins þannig verður hægt að halda Þýskalandi á eðlilegri braut. Og þannig munu þeir miklu frekar kaupa af hinum löndunum sem eru með veikari gjaldmiðil. Það voru regin mistök að þvinga Þýskaland í myntbandalagið. Tímanum eftir fall múrsins hefur verið illa varið og mest er hér við Frakkland að sakast því það hefur notað Þýskaland sem nokkurs konar magnara fyrir sínu mikilvægi innan ESB.
Það þýðir ekkert fyrir hin löndin að keppa við Þýskaland í sameiginlegum gjaldmiðli. Þau hafa ekki séns. Og skyldu þau ná Þýskalandi þá mun Þýskaland bara spara enn meira og lækka laun og kostnað enn meira þar til jafnvægið er farið og þeir aftur komnir í plús (jákvæðan viskiptajöfnuð sem Þjóðvrerjar halda að eigi alltaf að vera einungis í plús = móralskur viðskiptajöfnuður þeirra er alltaf bara í plús).
Þýska þjóðin veit einnig að hún er að eldast mjög hratt - og það hraðar og hraðar - og að þjóðin mun ekki hafa svo mikil efni í framtíðinni. Hún treystir sér betur til að mæta þeirri framtíð á eigin spýur en í myntbandalagi við hin löndin (og sem nú er að þróast yfir í skuldabandalag). Þjóðin veit að það eru erfið árhunduð framundan (öldrunarhagkerfið er þegar komið þar á stjá).
Þýskur almennignur vill ekki drottna - nema yfir eigin málefnum. Hann vill ekki að ríkissjóðir annarra landa verði þýskt innanríkismál. Svo hér ættu menn ekki að þvinga landið til að taka á sig stöðu drottnara yfir öðrum löndum ESB. Og enn síður vill landið að ESB dottni fyrir því.
Rúlla þarf ESB saman. EEC gat gengið.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.9.2011 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.