Leita í fréttum mbl.is

Aðeins um fullveldi og svissneska frankann

Þetta er dýpra og flottara mál en mér virtist í fyrstu. Svissneski seðlabankinn (SNB) sýnir hér ófullvalda evruríkjum hvar bankinn keypti dýrmætt og fullvalda ölið. Í myntbandalagi Evrópusambandsins verða lönd í álíka aðstæðum að deyja drottni sínum og leggjast sem örkumla sjúklingar í öndunarvél uppgjafar og sjálfspyntinga í Brussel. Grikkland, Portúgal og Írland eru með ca. 50-60 prósent of hátt gengi fyrir hagkerfi sín. En þau geta ekkert aðhafst sér til sjálfshjálpar. Þau eiga enga mynt og engan prenthæfan seðlabanka. Þau deyja bara. 

SNB er í reynd að stunda það sem seðlabanki Bandaríkjanna hefur verið að gera, en samt á annan hátt. Aðferð SNB er þessi; seðlabankinn sjósetur peningastefnu sem fyrir opnum tjöldum hótar að prenta alla þá peninga sem til þarf til þess að halda gengi frankans neðan vissra marka gagnvart umheiminum. Næstum öruggt er að bankinn verður að gera alvöru úr hótunum sínum. Aðstæðurnar í tímarúmi sögunnar eru þannig innréttaðar því this is now! Hvað mun bankinn kaupa fyrir þessa nýprentuðu peninga, sem þó eru ekki líkamlega prentaðir heldur verða FX-skiptalínur bankans notaðar til samstundis peningasköpunar? Jú hann mun kaupa evrur, dali og annað. En hvernig ætlar hann að losna við þessa peninga og hvað ætlar hann að gera við allar verðlitlu evrurnar sem hann á á hættu að sitja uppi með þegar evran lendir á nýja Berlínarmúrnum. Jú hann mun jafnt og þétt kaupa ríkisskuldabréf fyrir evrurnar og losa sig þannig út úr því birgðahaldi. En hvaða ríkisskuldabréf? Sannarlega ekki þeirra evrulanda sem heita ekki Þýskaland eða álíka. En hvað mun SNB gera við þessi ríkisskuldabréf? Jú, það sama og Norðmenn. Búa til þjóðarsjóð. Voila. 

Fallegt og fullvalda!
 
Hugskot 

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á Íslandi ætti að ráða heilabú til þess að búa til tilbrigði í ISK-moll af þessu. Hún ein væri fær um og treystandi til þess að búa til íslenskt tilbrigði af CHF. Krónan okkar dælir upphaflega í sjóðskassann því á bak við hana standa öll auðæfi og náttúruauðlindir fullvalda lýðveldis okkar. Hún verður síðan notuð sem tvídrangur (dual interlink) á milli sjóðsins sem verður alfarið viðmót (interface) lands okkar við umheiminn. Í því viðmóti mun allur alþjóðlegi hluti fjármálakerfis okkar vinna og lifa. Krónan til spari og fullveldis en alþjóðlegur armur tvídrangsins utanlands. Þetta yrði eins og tveggja gíra greiðslukort í veskinu og með tímanum mjög eftirsótt sjálfstætt tæki. Þannig - og í þessu viðmóti - gæti ný og edrú útgáfa af alþjóðlegri fjámálamiðstöð Íslands orðið afar farsæl, sé lýðræðislegur pólitískur vilji fyrir því. Tilvalið væri að framkvæma fyrstu skref þessa í kjölfar hruns okkar í bankamálum og þeim uppgjafar sjálfseyðingar-stjórnmálum sem hér eru algerlega að þrotum komin. Ný ríkisstjórn verður að koma. Og svo þarf að segja EES upp.
 
Lykilorð
 
But that was then. This is now! 
 
Tvær krækjur
 
 
Tvær fyrri færslur
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Athyglisvert er að fylgjast með vaxtakjörum gríska evruríkisins sem og margra annarra evruríkja. Þau eru að verða aldeilis hryllilega slæm. Samfylkingarmenn, allir sem einn, forseti Alþýðusambands Íslands, ýmsir fjármálamenn og bankamenn héldu því fram hér heima að evran veitti skjól og færði ríkjum öryggi og velsæld. 

Það fáránlega við þetta er það að ekkert af þessu fólki vissi í raun hvað það var að segja. Það apaði einungis beint upp þann áróður sem samsinna veruleikafirrt fólk í Evrópu hefur fært þar fyrir glötuðum málstað sínum síðustu tvo áratugi. Þetta er sárt, því þarna sjáum við hreina heimsku og fávísi stunda vinnu sína við ríkisstjórnun og hagsmunagæslu. Fólk sem vissi ekki hvað það vara að tala um og hve boðskapur þeirra var og er enn skaðlegur Íslandi. 

Nú er svo komið að Grikkland þarf að greiða 55 prósent í ársvexti ef einhver óviti vildi lána því túkall til tveggja ára. Vaxtaprósentan er orðin hærri hlutfallstala en það verð sem fæst fyrir svona skuldabréf á mörkuðum (GGGB2YR:IND). Og á 10 ára lánum er krafist yfir 20 prósent ársvaxta af gríska ríkinu. Og Grikkland er evruland (GGGB10YR:IND). 

Mér er spurn. Sitja virkilega heimskingjar við völd á Íslandi? Eru Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon greindarskert og hættuleg umhverfi sínu? Mér finnst það. Ég get bara ekki ályktað annað. Þetta er aldeilis voðalegt fyrr landið okkar. Skelfilegt!

Ekki undraðist ég tölur hagstofunnar í dag yfir landsframleiðsluna. Samdráttur varð miðað við fyrri fjórðung og endurskoðaðar tölur hagstofunnar yfir landsframleiðsluna á síðasta ári sýna enn meiri samdrátt en upp hafði verið gefið þá. Þetta er allt á leiðinni til helvítis hjá ríkisstjórninni; 
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2011 kl. 14:28

2 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Hann er aldeilis sorglegur skitmoksturinn hans Steingrims.

Tad er eins og hann se ad reyna ad grafa alla Islendinga med tar sem hann sekkur dypra i florinn.

(Selur opinber orkufyrirtæki, og bjargar spilltum smakongum i geira fjarmala fyrir utan nu øll hin oskøpin.)

Tad er veruleg skitalykt af teim Steingrimi og Johønnu. ..Og tvi sem tau fa aorkad.

Meira ad segja eftir storkreppu og nokkud hagstædum ytri adstædum tekst teim svona til.

Jón Ásgeir Bjarnason, 8.9.2011 kl. 18:53

3 Smámynd: Haraldur Hansson

"Ný ríkisstjórn verður að koma" segir þú Gunnar.

Þegar ég horfði á Strákana okkar spila við Kýpur hélt ég að landsliðið hefði verið hneppt í álög og sett undir vinstri stjórn. Enda ekki unnið leik eftir að Norræna velferðarstjórnin dundi á okkur.

Ágætir leikmenn en lélegt lið. Spilar vinstri-taktík, sem er vörn en engin sókn (eins og að verja velferðina, verja menntakerfið, verja lítilmagnann en gleyma að blása til sóknar í atvinnumálum). Lið sem spila slaka vörn en sækir aldrei vinnur ekki leik. 

En viti menn. Það tókst loksins að vinna 1:0 heimasigur gegn slakasta mótherjanum í riðlinum. Þökk sé markmanni sem kom óvænt inn í lið Strákanna okkar og hélt hreinu. Það var fyrir öllu að stöðva taphrinuna.

Eigum við ekki að segja að þetta sé góður fyrirboði?

Hver veit, kannski er Hanna Birna markmaðurinn sem kemur óvænt inn í liðið og heldur hreinu! Það er fyrir öllu að stöðva taphrinuna.

Haraldur Hansson, 8.9.2011 kl. 20:12

4 identicon

Má til með að koma aðeins inn á þessa knattspyrnu samlíkingu.

Það er félag sem okkur þykir afskaplega vænt um Haraldur sem fyrir nokkrum árum var stjórnað þannig að menn héldu að allt væri í blóma og framtíðin björt.

Þeir sem héldu um stjórnartaumana ýttu undir eyðslu sem byggð var á lánum og engin innistæða var fyrir. Ekkert aðhald var og eytt langt um efni fram. Afleiðingarnar há þessu merkilega liði enn.

Ekki dettur mér í hug að óska þess að þessir aðilar haldi um stjórnartaumana aftur hjá okkar ástkæra félagi, jafnvel þó að ég sé ekki allskostar sáttur við núverandi eiganda og finnist hann ekki sækja nægilega fram.

Þetta þýðir samt ekki að ég sé að öllu leyti ósammála orðum þínum um varnarleik og sóknarleik en ég held að við þurfum að fá nýtt og ferskt frjálslynt afl til starfa, sem því miður virðist ekki vera sjáanlegt. 

Er ástæðan etv sú að menn halda allt of mikilli tryggð við sína?

Ingimundur H Hannesson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 20:49

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk kærlega fyrir innlitið

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2011 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband