Leita í fréttum mbl.is

Markaðsknúin pólitík örvæntingarinnar

Markaðsknúin pólitík. Rekið í stjórnmálaréttir Evrópusambandsins

Undanfarna daga, vikur, mánuði og þrjú ár hefur myntbandalaf Evrópusambandsins verið hrakið út einum afréttinum í annan. Bandalagið á sér hvergi beitiland, afrétt né griðarstað. Og allra síst meðal þeirra sem þvingaðir eru til að lifa og anda undir því. Í byrjun var almenningi sagt að þetta furðufyrirbæri myntmála væri eins konar galdramynt sem hvíldi á svo sterku regluverki og svo sterkum seðlabanka, að ekkert gæti raskað þar neinu. 

Í gær þóttust Angela Merkel og Nicolas Sarkozy byggja enn eina regluna við regluverkið sem átti að halda myntinni uppi, en sem gerði það samt ekki. En þar með eru þau aðeins að taka enn eina skóflustunguna dýpra ofan í geislavirkan grafreit þann er Evrópusambandið er byggt á. Þau segjast hér með ætla að koma á fót enn einni stofnuninni í viðbót sem bjarga á Evrópu frá hamförum þeirra sjálfra, og sem heita skal "efnahagsleg ríkisstjórn" yfir 17 löndum evrusvæðisins. 

Í grein í Morgunblaðinu þann 5. apríl 2011, sagði ég frá fyrrum seðlabankastjóra Þýskalands. Sá var síðasti seðlabankastjóri Þýskalands sem gætti marksins sem þýsks gjaldmiðils Þýskalands. Hann sagði að myntbandalag Evópusambandsins yrði svona;
 
Myntbandalag ESB verður eins og lokaður hraðsuðuketill án útöndunar. Þegar gengið er farið og möguleikinn á að laga verð og vexti gjaldmiðilsins að þörfum hagkerfisins er horfinn, þá þarf að sjóða samfélagsleg og fagleg réttindi almennings og verkalýðshreyfinga í graut - og helst í mús. Svo þarf að auglýsa andlát lýðræðisins. Stjórnmálamenn ættu að skilja að frá og með nú eru þeir komnir algerlega undir vald, náð og miskunn fjármálamarkaða. 
 
Nú er myntbandalagið orðið svona. Þar reka fjármálamarkaðir stjórnmálamennina í réttir sínar. Pólitíkin er algerlega markaðsknúin. Og úr réttunum er ekið með þá til . . tja . .  þið vitið hvert. 
 
Hans Tietmeyer hafði ansi rétt fyrir sér. En nú er búið að binda fyrir munninn á honum sem öðrum. Hann þorir ekki lengur — af ótta við að myntbandalag Evrópusambandsins hrynji til grunna — að segja hlutina eins og þeir eru. Hér getum við Íslendingar sagt; been there, done that, seen it all.
 
Í myntbandalagi Evrópusambandsins ríkir sama ástand og ríkti á Íslandi árið 2007. Allir vita að allt er þar ónýtt. En næstum enginn þorir að rugga bátnum af ótta við drukknun þegar honum loksins hvolfir. 
 
No comment, no comment . .   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband