Leita í fréttum mbl.is

Það er ekkert að hér dagatal Samfylkingarinnar og Vinstri grænna

2. maí 2010
ESB og AGS gefa út 110 miljarða björgunarlánapakka til handa Grikklandi sem er evruland. Grikkland er við það að fara í ríkisgjaldþrot vegna lána sem landið getur ekki greitt.  
Það er ekkert að hér

28. nóvember 2010
ESB ákveður á neyðarfundi í Brussel að Írlandi skuli bjargað með 85 miljarða láni ofaní öll lánin sem eru að koma landinu á hvolf. Írland er evruland.
Það er ekkert að hér

17. maí 2011
ESB ákveður að Portúgal skuli bjargað með 78 miljarða láni ofaní öll lánin sem eru að koma landinu á hvolf. Portúgal er evruland.
Það er ekkert að hér

21 júlí 2011
ESB ákveður nýjan 109 miljarða björgunarlánapakka handa Grikklandi.  
Það er ekkert að hér

Um 17 súra söfnunarfundi í foringjaráði Evrópuneyðarsambandsins, frá byrjun ársins 2010, má lesa um hér; À la recherche du temps perdu
 
Í dag er svo einn enn neyðarfundurinn í Brussel, aftur!
 
Nei, það er ekkert að þar
 
Skyldu menn rekast á fljúgandi plastpoka á víðavangi, þá ættu þeir ekki að láta sér bregða. Og alls ekki freistast til að halda að þeir séu af Samfylkingunni foknir, því þar sitja þeir allir tryggt niður njörvaðir, svo himinnblámann ber af.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Komdu sæll,eg vil nu taka fram ad eg er hvorki Samfilkingar madur eda politiskur a annan hatt.En langar ad spyrja hvernig atti ad hindra tessi lønd i ad safna skuldum??og hvernig heldurdu ad væri komid yrir teim ef taug EKKI hefdu verid i sambandinu??,ekki hefdu tessi lønd komid teim til hjalpar ta  hefdu taug getad felt geingid seigir madur,en er tad ekki einmitt tad sem vid prufudum a sinum tima med skiftandi Rikisstjornum og odaverdbolgu sem afrakstur,hitt er svo annad mal ad eg er a moti tvi ad vid førum knekrjupandi ad sækja um adild ad EU

Kv

Thorsteinn

Þorsteinn J Þorsteinsson, 16.8.2011 kl. 09:25

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við fáum víst að heyra í hádeginu hvort leitin að glötuðum tíma hafi borið árangur. En kannski verður niðurstaðan bara sú að ekkert hafi glatast og því sé ekkert að.

Ragnhildur Kolka, 16.8.2011 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband