Leita í fréttum mbl.is

MAF; retorískur svikahrappurinn Barosso

Hlutabréf franska stórbankans Societe Generale: Paris CAC 40 París, síðustu 6 mánuði

Þann fimmta febrúar 2009; Manuel Barosso aðalforingi Evrópusambandsins í viðtali við þýska blaðið Die Zeit;
 
"Evran er í engri hættu. Ástandið er miklu verra fyrir utan evrusvæðið en innan þess. Evran er mikilvægt varnarkerfi. Berið bara saman Ísland og Írland. 

Eftir aðeins 20 mánuði er evrubárujárnið dottið ofan í plakatdreng seðlabanka Evrópusambandsins, Írland. Bankana vantar þar 50 miljarða evrur í viðbót. Þeir hafa verið ryksugaðir innan frá. Allt er þar ónýtt. Fjárlaghalli Írlands er 32 prósent af landsframleiðslu. Brussel stingur evrusprautunni djúpt í æð Írlands. Þrýstir á og dælir inn svo sjúklinginn fari nú ekki í fráhvarf og ógni "stöðugleikanum" á öllu dópsvæði myntbandalagsins. Alls ekki er óhætt að láta renna af sjúklingnum, þó svo að það sé honum fyrir bestu. Hann má ekki fara í fráhvörf.

Should We Expect Another Round Of Bailouts
Trojkan Brussel, AGS og ECB tekur völdin á Írlandi. Heimtar hrikalegan niðurskurð ríkisins, snarhækkar skatta, og lækkar laun.

Írland var fyrirmyndin fallega sem Brussel veifaði í mörg ár sem "tígrisdýri" og stillti því út sem glansmyndagínu í útstillingargluggum seðlabanka Evrópusambandsins. 

Og þegar þarna er komið var Grikklandi algerlega þrotið gjaldið. Og svo kom Portúgal. Þrjú evruríki á skallanum. Mölvuð og mulin undir myntinni frægu. 

Og svo er það Ítalía, Kýpur og Spánn. Og Frakkland kannski líka. Allt þetta á 20 mánuðum. Geri aðrir betur.
 
"Evran er í engri hættu. Ástandið er miklu verra fyrir utan evrusvæðið en innan þess. Evran er mikilvægt varnarkerfi. Berið bara saman Ísland og Írland." 
 
Allt er hugmyndafræðilega hrunið í myntbandalagi Evrópusambandsins. Fimm lönd myntsvæðisins hafa ekkert aðgengi að peningamörkuðum heimsins. Ekkert. Þetta er öryggi evrunnar.
 
Á meðan hefur íslenska krónuhagkerfið sótt sér fé á alþjólegum fjármálamörkuðum á vöxtum sem þessum löndum getur bara dreymt um að fá.  
 
 
Tengt

 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Elvira Méndez, doktor í Evrópurétti, sagði í Silfri Egils að Barroso hefði gleymt fólkinu en bara unnið fyrir fyrirtækin. Hann lofaði að muna eftir fólkinu ef hann héldi djobbinu.

Barroso tókst að tryggja sér endur"kjör" (eða útnefningu) með því að taka stöðu gegn Íslandi í Icesave deilunni og ná þannig stuðningi Breta.

Núna er Barroso á sínu öðru "kjör"tímabili og búinn að gleyma bæði fólkinu og fyrirtækjunum. Öll vinna þessa maóista gengur út á að reyna að bjarga evrunni.

Haraldur Hansson, 13.8.2011 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband