Leita í fréttum mbl.is

Merkel sparkað úr baðinu

WSJ; Bring Back the D-Mark 
 
Innkeyrslan við Bundesbank 
 
Þetta átti ekki að verða svona. En varð það samt. Og ástæðurnar fyrir því eru flestum sem þekkja Evrópu, orðnar nokkuð ljósar. Jólasveinar Evrópu eru og verða alltaf áfram þar sem þeir sjaldnast þurfa að sinna strompum sínum. 

Hér er lausnin á vandamálum þeim sem fengu markaði heimsins til sjá rautt í byrjun vikunnar: en þau sýndu loksins hið sanna andlit sitt sem verandi gríðarleg kerfisleg áhætta (e. systemic risk) í Evrópu. Þessi áhætta er skyndilega að opinberast þeim sem farnir voru að trúa því að myntbandalagið sem hinn suðrænni stofn lúðrasveita evrópskra jólasveina var að leika, væri hin rétta útgáfa úr nótnabókum Þýkslands. 

Til að bjarga málunum hefur seðlabankastjóri hinnar kerfislega hættulegu myntar Evrópu, verið að sparka, ekki dósum, heldur baðkeri Angelu Merkel niður eftir hraðbrautinni. Í átt að aðalstöðvum jólahóla sunnan hárra fjalla. Einhverra dulra hluta vegna vilja sunnanmenn endilega ná tangarhaldi á baðkari frú Merkel.

Hér er lausn á þessu vandamáli. Kanslarinn hoppar úr baðkarinu og ýtir á hnappinn sem gangsetur vélar þýska seðlabankans á ný. Þá geta hinir, sem er svo annt um evruna sína, gert hvað sem þeim dettur í hug með einmitt hana. Bjargað hvor öðrum, drekkt hvor örðum, gefið gjafir, sinnt ósýnilegum strompum og þar fram eftir götum. Forseti þeirra, Jean Claude Triceht, myndi taka sig vel út í jólasveinabúningi peningamála suðursins. En þau mál eru órjúfanlega tengd tómatsósu og makkarónum, að sögn norðanmanna. Þá getur Triceht sýnt öllum styrkinn sinn. 

Þegar ýtt verður á hnappinn í steinsteyptum aðalstöðvum þýska seðlabnaknas á ný — sem hetir Deutsche Bundesbank — mun hljómur peningastefnunnar verða þessi. Enginn þarf þá að efast um neitt lengur. Og frú Merkel getur aftur farið að sinna störfum sínum sem kanslari kjósenda sinna og ekki annarra.
 
Ordnung

Krækja: Wall Street Journal: Bring Back the D-Mark
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband