Leita í fréttum mbl.is

"Magtudredningen"; pópenklíkusamfélagið

Ég var að lesa Moggann minn, helgarblaðið.
 
Reykjavíkurbréfið er satt. Svo mikið er víst. 

Í "af innlendum vettvangi" minnir Styrmir Gunnarsson mig á minn innlenda en nú erlenda vettvang í 25 ár. Það var — og er enn — þannig, að í fimm komma fjögurra milljóna sála samfélagi Danmerkur stóðu athugulir menn fast á því að lítil klíka "réði öllu" í Danmörku. Þetta beit sig fast í "umræðunni". Svo fast að ekki var hægt að horfa fram hjá staðhæfingunum. 

Hvað gerðu Danir þá? Jú, danska þingið veitti 30 milljón dönskum krónum í "rannsókn" á málinu. Hún var kölluð d. "magtudredningen" eða "valdarannsóknin". Nefndin vann og vann, starfaði og starfaði í sex ár og eyddi 50 miljónum dönskum krónum. Niðurstaða hennar kom. Og hver var hún? Jú, hún var meðal annars sú að 120 einstaklingar "réðu öllu" í Danmörku og að lýðræðislegur halli væri fastur fylgifiskur aðildar að Evrópusambandinu. Og hverjir voru þeir, þessir 120, ef ég mætti spyrja? Það færð þú ekki að vita væni minn, því lagt var lögbann á birtingu listans. Svona fór um sjóferð þá. Listinn var aldrei birtur.

Spurningin er sú hvort listahneigð vissra — sem hér skulu eigi nefndir á nafn — yfir "sekt" fólk í öðrum löndum hafi ekki verið listi ömmu andskotans, en þó í þeirri öfugu merkingu, að líklega er um og yfir svo margt hægt að gera lista með tölulegum upplýsingum og nöfnum sem byggist á regluverki hins hlutfallslega en sjúka stöðugleika - þ.e. hið stöðuga og hlutfallslega pólitíska klíkusamfélag allra landa; pópenklíkusamfélagið. Þetta virðist eiga við hér. Hlutfallslegur stöðugleiki. Kannski er hann úniversal. Eðli mannsins er að minnsta kosti úniversalt.  

Hundrað og tuttugu deilt með sautján eru sjö. Við erum ekki eins slæm og mætti halda. Því fer fjarri. Sjö menn ráða ekki flestu hér. No way. Við erum ekki Evrópa. Og höfum aldrei verið það. Blóð Íslendinga hefur alltaf verið rautt og aldrei blátt. 
 
Hárrétt, umræða er oft betri en rannsóknir og réttir þeirra. 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja tad er ta lika LIU klika i denmark

tad var ta ekki nog ad flyja klakann teir eru alstadar musteris riddararnir

einar (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband