Leita í fréttum mbl.is

Peninga- og fjármálamarkađur evrusvćđis steiktur á pönnu í ólífsolíu

Gengi evru gagnvart dollar 2 ár
Óstöđugleiki.
 
Í dag hefur vaxtamunurinn á milli Ţýskalands og Ítalíu galhoppađ upp yfir evruskjólveggi Samfylkingarinnar og hundskast nú međ ráđamenn evruríkja frá stađ til stađar í hengingaról myntvafningsins frćga. Allir eru ađ flýja hina óhjákvćmilegu upplausn sem bíđur evrusvćđisins.

Ekkert virkar á peningamörkuđum evrusvćđisins. Hvorki fjármálamarkađur fyrirtćkja né fjármálamarkađur heimilanna. Í Ţýskalandi hefur enginn vöxtur veriđ í útlánum til hvorki fyrirtćkja né heimila síđustu sjö árin. Allt er ţar flatt og steindautt. Aldrađir íbúar ţessa elliheimilis gátu vegna 20 ára stöđnunar hvergi ávaxtađ fé sitt nema í bólugröfnum löndum seđlabanka Evrópusambandsins, sem nú eru öll hvellsprungin. Sparifé Ţjóđverja var og er alveg óhult fyrir nokkrum ávexti, ţví allt myntsvćđiđ er ađ breytast í eitt allsherjar skuldafangelsi. Ţađ verđur gert upptćkt.
 
Valkostir á ríkisskuldabréfamarkađi. AAA einkunnir
Mynd, FT: Útistandandi ríkisskuldir á skuldabréfamarkađi heimsins. Alternatives to the USAAA – there’s not much. Valkostir á ríkisskuldabréfamarkađi. Bandaríkin eru um ţađ bil 28 prósent af efnahag heimsins. Ríkisskuldir ţar á hvern mann eru ekki miklar. Og skattagrundvöllurinn er ţar frekar lítiđ nýttur miđađ viđ lönd Evrópu.
 
Á međan fellur vaxtakrafan á 10 ára ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna ţví enginn mađur međ fullu viti hefur áhyggjur af ţví ađ ríkiđ ţar hćtti ađ greiđa laun og reikninga í nokkrar vikur eins og ţađ gerđi í stjórnartíđ Bill Clintons — reyndar í tvígang — frá 14. nóvember til 19. nóvember 1995 og frá 16. desember til 6. janúar 1996. Á međan héldu Dow og S&P áfram ađ hćkka: Ekkert gerđist. Ekkert, zero, núll.     
 
Krćkjur
 
Paul Krugman; Eurofail 
 
Fyrri fćrsla
 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég var ađ reikna ţađ út á excel hvađ vaxtagjöld Grikkland vćri mikiđ og til ađ skilja upphćđina ţá er ţađ best ađ taka öll útgjöld Íslenska ríkisins í vegamálum(fjárlög 2011) og margfaldađ ţađ međ 38,77.

Ţá fattar mađur ađ Grikkir geta ekki greitt ţessi lán og allt taliđ ađ endurlán, spurningin er hversu mikiđ af ţessu endurlánum fer í ađ greiđa fjármagnsgjöldin?

Ómar Gíslason, 28.7.2011 kl. 18:19

2 Smámynd: Eggert Guđmundsson

Ţađ er greinilega eitthvađ mikiđ á seyđi í skuldamálum Frakklands og Ţýskalands, ef marka má línuritiđ hér ađ ofan. Ég get ekki annađ en tekiđ undir međ ţér ađ eitt alherjarhrun mun eiga sér stađ í Evrópu. Einnig er ég sammála ţér um USA. Ţegar ég segi ţetta ţá er ég ađ tala um möguleikann á endurreisn m.t.t. hlutfalli af einkaneyslu ţessara landa. Einkaneysla í USA er nánast 9 föld á viđ Frakkland og einnig miđađ viđ Ţýskaland nú í dag. Neysla í ţyskalandi og Frakklandi mun dvína ískyggilega á komandi árum og međ ţví mun Evrópa međ Evru falla.

Eggert Guđmundsson, 28.7.2011 kl. 22:18

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka ykkur fyrir innlitiđ. 

Munurinn á ađstćđum núna og ţeim sem ríktu ţegar bandaríska ríkiđ á stjórnartímum Bill Clintons fór í greiđsluverkfall, er sá ađ ţá var almenn bjartsýni ríkjandi, atvinnuleysi í Bandaríkjunum var fallandi og ţađ ríkti bull-market ástand á DJI.

Núna erum viđ stödd í öđrum og mun verri ađstćđum. Viđ erum í stóru krísunni. En ţrátt fyrir ţessar erfiđu ađstćđur eru eru skammtímaskuldir ríkissjóđs Bandaríkjanna verslađar á stöđugt betra og hćrra gengi ţví nćr sem dregur ţeirri armageddon sem fjölmiđlar bođa á ljósatöflum sínum. Ţađ sama gildir um lengri tíma ríkisskuldir Bandaríkjanna.

Ég tel ađ ţađ versta sem muni gerast ef bandaríska ríkiđ fer í greiđsluverkfall er smá fall í nokkra daga á mörkuđum vestanhafs, ţ.e.a.s ef nokkuđ yfir höfđuđ gerist ţar. Og ég tel ađ ţađ sama gildi skyldi lánshćfnismatiđ á BNA-ríkissjóđi verđa lćkkađ. Ţađ kemur smá snjór á skerminn í nokkra daga, en svo gengur allt í sig sjálft aftur. 

Máliđ er einnig ţađ ađ allt annađ á Vesturlöndum er svo óendanlega miklu verra - til lengri tíma litiđ - en einmitt í Bandaríkjunum.

Ţađ er einnig athyglisvert ađ vera vitni ađ ţví ađ bandarískir stjórnmálamenn láta fjármálamarkađina ekki kúga sig til ákvörđunartöku. Ţeir, stjórnmálamennirnir, hafa völdin og frumkvćđiđ í málum lýđveldisins, og eru ekki hundar í bandi fjármálamarkađa eins viđ sjáum gerast í Evrópu. Bandaríska stjórnarandstađan er einnig afar virk og stendur fast á sínu. Lýđrćđi bandaríska lýđveldisins ţolir álagiđ.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.7.2011 kl. 23:10

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Óhjákvćmilega leitar ađ manni ađ einhver stór leikur bíđi á alţjóđasviđinun....ómögulegt ađ segja hver hann verđur, eđa hver á leikinn. USA menn ráđa viđ sinn vanda, ţó stór sé....ESB hins vegar, tja....jafnvel innganga Íslands í ţennan klúbb munu engu breyta ţar um.

Ráđgátan vćri sú...hvers vegna vilja sumir fara ţarna inn ? Hversu mikilvćgt er ţađ okkur ađ ná inn fyrir hrun Evrunnar ?

Viđ eins og USA munum sigla út úr kreppunni. Ástćđurnar eru ţćr sömu :

-frelsi

-auđlindir

-eigin gjaldmiđill

-mannauđur (ţó hér sé gríđarlega áhersla lögđ á ađ fćla hann burt)

-frelsi (varđ ađ tvítaka ţetta)

Haraldur Baldursson, 29.7.2011 kl. 22:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband