Leita í fréttum mbl.is

Evruríkinu Írlandi hent í ruslið. Íslensk króna ber af

Fullveldi, peningastefna og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita ekki Þýskaland né Frakkland

Mynd; evruupptakari stöðugleikans

Matsfyrirtækið Moody’s lækkaði lánshæfnismat evruríkisins Írlands niður í ruslflokk í gær. 

Nú er Írland komið í ruslflokkinn Ba1 (e. "High Yield" eða "Junk") ásamt evruríkjunum Grikklandi og Portúgal. Þessi lönd eiga enga mynt né fullveldi og því hefur hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður glatað traustinu á þessum ríkjum sem líkja má við nýlendur. Matsfyrirtækið segir að horfunar fyrir Írland séu neikvæðar, meðal annars vegna skorts á fullveldi í eigin málum.

Það kostar að gefast upp, ganga í Evrópusambandið, taka upp evru og leggja þar með niður allt fullveldi sitt í mynt- peninga - og vaxtamálum. Þegar fullveldinu er einu sinni kastað fyrir róða, þá er ekki hægt að fá það aftur.

Nú sitja þessi lönd hjálparlaus og tannlaus í pyntingastól Brusselveldisins þar sem sovésku sogröri Evrópusambandsins er troðið upp í heilabú þeirra, innihaldið sogað út og hent. Einu sinni var til land sem hét Írland.

Evruríkið Grikkland  = hent í RUSL

Evruríkið Portúgal  = hent í RUSL

Evruríkið Írland  = hent í RUSL

Evruríkið Spánn  = á leiðinni í rusl

Evruríkið Ítalía  = á leiðinni í rusl (No, the ECB can’t prop up Italy)

ESB-ríkið Lettland = hjá AGS og fast í pyntingastól ERM

ESB-ríkið Rúmenía = í öndunarvél AGS

ESB-ríkið Ungverjaland = í öndunarvél AGS

Þegar evran var sett á flot þá féll hún um 30 prósent viðstöðulaust á næstu 18 mánuðum. Þá sögðu sérfræðingar að nýjar myndir þyrftu að sanna sig. Nú hefur evran sannað sig sem banvæn mynt. Efnahagslega banvæn. Og hún brennir fullveldi og sjálfstæði ríkja.

Teiknimynd; rústir evrunnar : ýta á hnappinn "afborganir" Ítalíu innan næstu 12 mánaða (e. debt maturity), sem eru 330 miljarðar evrur! Endurnýja ellegar greiða þarf innan árs 330 miljarða evra ríkisskulda á fjármálamarkaði sem er að lokast eða verða of dýr fyrir Ítalíu, sem er að verða eitt allsherjar elliheimili. Fólk sem bráðum þarf að fara að selja ítölsku ríkisskuldabréfin sín til að eiga fyrir ellinni. Þjóðin eldist á hraða sem aldrei hefur sést áður í mannkynssögunni. Um eitt heilt ár á hverju ári. Svo fátt ungt fólk eignast þar börn. Leitin að konum á frjósemisaldri á Ítalíu herðist. Vandamálið er beinlínis orðið líkamlegt. Hvaðan eiga innlendir kaupendur að ríkisskuldabréfum Ítalíu að koma? Úr kirkjugarðinum? Fáir erlendir fjárfestar hafa áhuga á að fjárfesta í deyjandi eignum (dying assets) í deyjandi skattagrunni. 

Íslenska krónan hefur sannað sig. Hún var ný á mörkuðum þegar henni var fleytt í mars mánuði árið 2001, rúmlega tveimur árum á eftir evrunni.

Þegar íslenska krónan verður frjáls á ný, eftir að hafa orðið fyrir glæpsamlegri EES og ESB misnotkun íslenskra sem erlendra bankstera í nokkur ár, þá munu allir viti bornir menn sjá að þarna fer mynt sem hefur sannað sig. Mynt sem hefur vaðið í gegnum eld og brennistein og komist lifandi og hert í gegnum eldvígsluna. Menn munu segja: "þarna fer nytsamleg ekta mynt fullvalda ríkis". 

Á bak við krónuna okkar stendur íslenska þjóðin með öll auðæfin sem hún hefur til umráða á 102 þúsund ferkílómetra landsvæði og 800 þúsund ferkílómetra hafsvæði. Við höfum allt í allt tæplega milljón ferkílómetra efnahagssvæði til að boltra okkur á. Til að skapa glæsilega framtíð fyrir okkur sjálf og alla afkomendur okkar. Lækningamáttur krónunnar er óumdeilanlegur. Hún er hetja.

Krækjur; 

Stöðugleiki; Ireland Cut to Junk Rating by Moody’s

Bendi vinsamlegast á; Sannleikann um efnahagsmál Írlands

Fyrri færsla

Vaxtakjör kratabombu Ítalíu orðin verri en íslenska ríkisins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar; jafnan !

Þakka þér fyrir; þessa merku samantekt.

Vel orðað - sem; hnitmiðað.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 01:49

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

ESB er ekkert annað en hringekja peninga. Nú fara peningar norðurríkjanna til suðurs og hverfa þar í botnlausa hít óráðsíu.

Aðildarsinnar á Íslandi sjá fyrir sér endalausar upphæðir styrkja frá sambandinu. En allt sem skeður er tilfærsla á styrkjum. Þeir sem nú njóta styrkja verða að sjá af þeim til einhverra annarra. Menntaelítan heldur að styrkirnir komi til sín en líklegra er að þeir endi þarna við Miðjarðarhafið.

Gangi Ísland í ESB tæki það við hlutverki Þýskalands sem brátt verður þurrausið og ekki aflögufært.

Ragnhildur Kolka, 13.7.2011 kl. 09:38

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Við Íslendingar hefðum getað hugsanlega farið í EU með Þýskalandi,Frakklandi,Italíu, Spáni, Bretlandi,Írlandi, Dönum, Finnum og Svíum. En með ruslararíkjunum úr A-Evrópu alls ekki. En ég var Evrópusinni í gamla daga þegar Uffe Elleman var ungur og glæsilegur og kom hingað að halda fund. Samt sannfærðist ég aldrei alveg um það, að það væri ekki betra að vera frjáls og eiga viðskipti við alla og stjórna auðlindunum sjálfir.

Nú ríður okkur mest á að hefta innflæðið af óþjóðum hingað til þess að við verðum ekki ofurliði bornir í eigin landi. Takmörkum innflæði fólks verulega. Við erum sjálfir í gjaldeyrisfjötrum, læstir inni með allt okkar í Alþýðulýðveldinu Íslandi. Allt í lagi að hægja aðeins á straumnum til landsins.

Halldór Jónsson, 13.7.2011 kl. 12:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef verið að velta því fyrir mér: hvað gerist þegar öll evruríkin hafa veitt hvoru öðru neyðarlán (bail-out)? Er þá ekki heildin samt nákvæmlega jafn gjaldþrota og hún var fyrir?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2011 kl. 15:56

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Það var einmitt þetta Ragnhildur sem Þýskaland óttaðist => að auðæfi Þýskalands myndu á einn eða annan hátt enda kistubotnum ríkja Suður-Evrópu. Þess vegna kröfðust þeir að sett yrði inn reglan um "no bail out (article 125) og svo reglur Maastricht sáttmálans um hámark þetta og lágmark hitt.

Article 125

1. The Union shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of any Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project. A Member State shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of another Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project. 

En núna er verið að brjóta þetta allt sundur og saman. Reynt er að leggja lag (layer) á milli þess sem fer raunverulega fram og þess sem regluverkið átti að gæta þ.e. að lögunum og anda laganna væri framfylgt. Þetta er eins konar intermediate-layer til að komast framhjá reglum, þessi svo kallaði björgunarsjóður. Hann er sagður vera "special purpose vehicle", en allir vita þó fyrir hverja hann er ætlaður og að hann verður "general purpose vehicle" smá saman. 

ESFS-björgunarsjóðurinn átti að vera AAA-rated fyrirbæri þar sem á bak við liggjandi lönd, með sem flestar AAA eða svipaðar einunnir, áttu að standa í ábyrgð? Og því gæti sjóðurinn gefið úr AAA-klassa-skuldabréf (govt.backed.bonds) sem markaðurinn væri sólginn í og sem kæmu í stað verðlítilla ríkispappíra stakra evrulands á leið í ríkisgjaldþrot?

Ef þessu (downgrades) heldur svona áfram þá munu skuldabréf EFSF missa AAA einkunnina, eða þá að færri og færri evrulönd geta komið að stuðningi við þennan sjóð og þannig þyngja og þyngja álagið á þau lönd sem enn eru með AAA eða svipaða lánshæfni og sem standa enn á bak við sjóðinn.

Á endanum munu þau öll þurfa lán úr sjóðnum, þ.e. nema þau forði sér úr evrusvælunni. 

Þetta er eins og menn sem ætla að koma skipi sínu af strandstað með því að henda vélinni fyrir borð. Eða að synda með björgunarbát fullan af fólki í bandi vegna þess að það var ekki pláss fyrir alla, en hoppa síðan um borð þegar hákarl kemur og þá sökkva allir. 

Já Halldór minn kæri: ég þekki þessa hugsun. Það var á sínum tíma freistandi að trúa á Uff & Ell auglýsingabæklingana skömmu eftir hrun Sovétríkjanna. En þetta hefur aldeilis orðið öðruvísi en lagt var upp í þegar Danir gengu í gamla EF á sínum tíma. Enda er Uffe orðinn stórhrukkaður Ellemann og sjaldnast Jensen. 

Guðmundur eldhugi Ásgeirsson; já þetta er rétt hjá þér. Það er engin leið út úr þessu. Þetta er eins og lekt skip. Það er alveg sama hvað þú reynir að millifæra fossandi sjóinn á milli lestarýma. Báturinn í heild þolir aðeins ákveðið magn af sjó innanborðs. Hann sekkur í heild á ákveðnum tímapunkti.

Sökk-hraðinn fer eftir snjóboltaáhrifunum í skuldastöðunni sem er háð vaxtakjörunum á nýjum lánum til að rúlla þeim gömlu áfram. Dósin þyngist og þyngist við hvert spark niður eftir götunni til glötunar.

Niðurskurðaraðgerðir yfirvalda myntbandalagsins sjá svo til þess að landsframleiðslan dregst ennþá meira saman og hlutfall skulda miðað við einmitt landsframleiðsluna eykst og eykst. 

Evrusvæði var þegar komið í þá stöðu að vera lélegasta hagvaxtarsvæði heimsins áður en kreppan skall á. Svo staðan var ömurleg frá upphafi.

Myntsvæðið er dauðadæmt. Því lengur sem dauðastríðið stendur yfir því mölbrotnari munu löndin koma út úr þessari misheppnaða pólitíska brjálsemisverki.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2011 kl. 16:40

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Menn geta svo ímyndað sér hvernig mun fara fyrir landhelgi Íslendinga, lýðræði og frelsi hér á landi. Þetta yrði þurrkað út á 10 árum.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.7.2011 kl. 17:01

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

U.þ.b. 18% af evrusvæðinu er núna í ruslflokki.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2011 kl. 15:03

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Grafískur ertu, Gunnar, í miskunnarlausri greiningu þinni – og bráðfyndinn með – en allur er þó pistill þinn sannur og og réttur, að mér sýnist.

Góðar þessar athugasemdir hans Guðmundar samherja okkar, að öðrum ólöstuðum.

Jón Valur Jensson, 16.7.2011 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband