Leita í fréttum mbl.is

Grikkland gengur í myntbandalag Evrópusambandsins og tekur upp evru [u]

Drachma traded for the last time. Really? 
Mynd; Púðaupptaka 
 
Í tilefni af evruupptöku landsins sagði Costas Simitis forsætisráðherra í sjónvarpsútsendingu að Grikkland fyndi þegar fyrir evruaðildinni. "Við vitum það öll að aðild Grikklands að myntbandalaginu og upptaka evru tryggir stöðugleika í landinu okkar og opnar nýjar víddir fyrir þjóðina".
 
Þetta var í fréttum breska ríkisútvarpsins, BBC, þann 1. janúar 2001. 

Já, við vitum það "öll"

Særðir þjóðfélagsþegnar í Evruríkinu Grikklandi; Mynd; Kathimerini
Evruupptaka Grikklands batt enda á hinn efnahagslega raunveruleika í landinu. Frá og með þá fluttist stjórn peningamála og peningapólitískra vaxta í Grikklandi til Frankfurt í Þýskalandi. Frá og með þá missti Grikkland allt fullveldi landsins í peninga- vaxta- og myntmálum. Þarna hringdu bjöllur Brussels Grikki inn í hið Evrópusambandslega krataverk. Stöðugleikann . . og nýjar víddir fyrir þjóðina, auðvitað . .  
 
Mynd; Grikkland á leið í ríkisgjaldþrot eftir 30 ár í Evrópusambandinu og tíu ára evruaðild. 
 
Svona er að taka upp á því að ganga með púða. 
 
Vestar í myntbandalaginu í dag
 
Spænska blaðið El Pais segir í dag að birgðir óseldra íbúða og fasteigna á Spáni hafi verið um 700.000 talsins árið 2010. Þessi tala hefur aðeins lækkað um 521 eign á milli ára. Sem sagt; ekkert hefur gerst.
 
Samkvæmt áliti fróðra manna þarf að eiga sér stað 2-3 prósent hagvöxtur á ári á Spáni næstu mörg árin til þess að Spánverjar og fjármálastofnanir þeirra geti komist af með nokkuð af þessum hrikalegu óseldu birgðum fasteigna. Seðlabanki Spánar segir að fasteignaverðin hafi og muni falla um 25,5 prósent frá 2007-2012.
 
Þessi 2-3 prósent hagvöxtur á ári mun aldrei geta átt sér stað á meðan Spánn er í myntbandalagi Evrópusambandsins. Því mun fasteignaverð þurfa að falla um 50-60 prósent, bankar landsins verða enn frekar gjaldþrota og Spánn sprengja restarnar af myntbandalagi Evrópusambandsins í loft upp, ellegar gjaldþrjóta Þýskaland um leið og Ítalía tæmir þar ríkiskassann neðan frá.
 
Þessi stærsta byggingabóla sögunnar síðan byggingabóla varð á pyramýdamarkaðinum í Egyptalandi löngu fyrir Krists burð, er bein afleiðing af þáttöku Spánar í myntbandalagi Evrópusambandsins og upptöku hættulegustu myntar veraldar; evru - sem leggur efnahag og lýðræði landa í rúst. 

Varla er hægt að segja að bankakreppan í ESB og þrumugnýr hruns myntbandalags Evrópusambandsins sé hafinn enn. Við eigum þann hrylling til góða. Ísland þarf að búa sig undir og verja landið gegn þessum ragnarökum sem munu verða í Evrópu. Klippa þarf villta strengi og burtflogin mosavaxin hænsni.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband