Leita í fréttum mbl.is

Er Finnland næsta evruríkið sem springur? Er Kanadadalur ónýt mynt?

a) Þetta er ansi áleitin spurning hjá þeim sem þekkja til skuldsetningar Finna og heimila landsins. Ég læt þessa spurningu standa hér í smá tíma áður en ég kem nánar inn á hana. 

b) Á allra síðustu árum síðustu aldar, eða þann 11. nóvember 1997, skrifaði einn - og seinna sammála af þrjátíu og tveim - íslenskur hagfræðingur eftirfarandi:

Kanada hefur frá 1987 verið með staðfasta peningastefnu og verðbólgu á svipuðu róli og gerist í Bandaríkjunum, en það gildir einu. Landið er lítið og fylgdi áður óstöðugri gengisstefnu og á gjaldeyrismarkaði er gjaldmiðli þess aldrei treyst, sama hversu góðri efnahagsstjórn er fylgt. Kanadamenn greiða nú um 1 % hærri í vexti en Bandaríkjamenn, sem er e.k. aukaálag fyrir þann munað að slá sína eigin mynt. Þannig er einungis sá ávinningur sem felst í lægri vöxtum um-talsverður fyrir utan það hagræði að fá gjaldmiðill sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar 

Þriðja og fjórða spurning mín er þessi: hvort á ég að hlægja eða gráta? 

Sem sagt: Allt unnið fyrir gíg. Kanada er lítið land með litla mynt, það er ekki í myntbandalagi við neinn og mun því sökkva. Það getur ekki staðið eitt.

Þetta passar upp á hár, því í dag er mynt Kanada talin vera með því allra besta sem gefið er út af útgefendum peninga í heiminum. Ein besta mynt heimsins. Hún hefur verið frjálst fljótandi síðan um 1950 og það þrátt fyrri andstöðu AGS sem leiddi til þess að Kanada var af yfirstjórn sjóðsins sett á ís um langan tíma.

Svona gæti hert íslensk króna verið, þ.e.a.s. ef klessumálarar hagfræðinnar gerðu okkur þann greiða að flytja sig verulega um set; annað hvort heim til Íslands, eða til eins eða allra landa myntbandalags Evrópusambandsins í einu. Hægt væri fyrir þá að fá sér far út með næstu flugeldum myntelítuhagfræði ESB-sinna. Þeir gætu hugsanlega náð því að mæta tímanlega í stærstu flugeldasýningu mannksynssögunnar þar.

En ekki er allt afgreitt með þessu. Því ef til vill stendur Kanada - þrátt fyrir núverandi góða, betri og bestu en áður ónýta mynt - næst í röðinn, sem aðeins seinkuð (delayed) útgáfa af hruninu sem gerðist því miður fyrir sunnan landamæri þess.  

Svo, hvað er klukkan? Gengur hún eins alls staðar? Nei, það gerir hún svo sannarlega ekki. Það góða við náttúrufyrirbærið tímann er það að hann hindrar að allt gerst samtímis alls staðar. Og hann er meira að segja afstæður.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Grikkland, Spánn, Portúgal, Írland, Ítalía, Finnland,... eru einhver lönd innan ESB sem eru að standa sig ? Jú kannski svíar...af því að þeir hafa sína eigin (sveigjanlegu) mynt.

Haraldur Baldursson, 5.7.2011 kl. 12:41

2 identicon

Kanada lítið land. Annað stærsta land heims í ferkílómetrum og 30 milljónir þegna.

Aðalbjörn Steinggímsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 13:11

3 identicon

Góði vinur, farðu nú ekki að rugla um geimfarann til Andromeda sem ferðast með ljóshraða og er bara tvítugur þegar hann kemur tilbaka.

Síðan vil ég benda á það, að Íslenskir hagfræðingar eru ekki pappírsins virði.  Hagfræði er pólitík, fyrst og fremst.  Þetta er enginn kúnst, og enginn stærðfræði yfir höfuð.  Að spá í hagfræði, er eins og að spá í stjörnurnar.

Spurningin er um það, hverjir stjórna auðlindum jarðarinnar, og hvernig þeim er deilt.  Afgangurinn, sem um er að ræða í dag, er þjófnaður sem hafinn er af ólikum aðilum, með ólíkum tiltektum.  Spurninginn er hvernig farið er að því að ná sér niðri á þessum aðilum, sem sett hafa efnahag Evrópu þjóðanna á hausinn ... 

Spurningin er, hvernig á að leiðrétta málin.  Þessar "skuldir" eru óraunverulegar.  Við erum að tala um ónýtar vörur, sem seldar voru Júgoslövum á uppsprengdu verði, á tímum stríðsins ... við erum að tala um, að það verði að endurmeta skuldirnar, og gengi þjóðanna.

Við erum að tala um, að allur Iðnaður Evrópu var seldur til Kína.  Og Kína og Bandaríkin halda niðri verði á gjaldmiðlinum, til að tryggja yfirráð þeirra yfir mörkuðum Evrópu.  Bandaríkin-Kína, eru fyrirfram ákveðið hlutfall, sem ekkert er hægt að hafast við.  Og niðurstaðan er, að lönd Evrópu hafa ekki það hlutfall af vörum, sem hægt er að haldi uppi þeim "gjaldeyris" viðmiðun, sem áður var. 

Hafðu frekar áhyggjur af því, hvað gerist, þegar Bandaríkin-Kína hrunið á sér stað.  Og reynið að stoppa upp í buxurnar á ykkur, áður en það hrun á sér stað.  Það er ófhjákvæmanlegt, því þjóðir geta ekki haldið uppi þessu ... nema að skjóta sjálfan sig í hausinn í leiðinni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 13:44

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll kæri Haraldur; Þú kemur að aumum punkti hér. Evrulandið Finnland lenti á árinu 2009 í versta efnahagslega samdrætti landsins síðan 1918. Hann var mun verri en á Íslandi eða 8,2 prósent. Finnland er á leið inn í ferli öldrunarhagkerfis.

Svo höfum við evrulandið Spán, sem er eins og það er, það berst upp á líf og dauða. Þó mest dauða því þar er 21 prósent atvinnuleysi og 45 prósent hjá ungu fólki. Öldrunarhagkerfi.

Svo höfum við evrulandið Grikkland sem er ríkisgjaldþþrota evruland eftir 29 ára veru landsins í ESB. Öldrunarhagkerfi

Svo höfum við evrulandið Ítalíu sem hefur ekki séð neinn hagvöxt síðastliðin 10 ár og er líklega á sömu, ef ekki verri, leið en Spánn. Stjórnsýsla mafíunnar blómstrar þar þrátt fyrir regluverkið. Framskriðið öldrunarhagkerfi

Svo höfum svarta spillingar evrulandið Frakkland, Þar hefur atvinnuleysi ekki farið undir 10 prósent síðan ég man eftir mér (Héraðsatvinnuleysi í ESB EES 1999 til 2008.pdf)

Svo er það Danmörk sem er að verða fátækasta Norðurlandið, að eigin sögn. Danmörk kastaði eigin mynt fyrir róða með því að binda hana við mynt Þýsklands árið 1985 og hefur því haft þriðja lélegasta hagvöxt í OECD síðastliðin 12 ár og og mun fá þann næst lélegasta í OECD næstu 10 árin. Danmörk er liðin tíð á meðan það er í ESB og stundar sjálfspyntingar í valdboði Brussels. 

Svo höfum við Þýskaland sem hefur í yfir 10 ár verið lélegasta hagvaxtarsvæði heimsins á eftir Japan og Ítalíu. Þjóðverjar hafa því ekki getað fengið kauphækkun í 13 ár. Landið eða þjóðin er þegar komið inn í vítahring óðaöldrunar (hyper-aiging)

Rúmenía er í faðmi AGS, framskriðið öldrunarhagkerfi. 

Ungverjaland er í faðmi AGS, framskriðið öldrunarhagkerfi

Írland er sprungið í loft upp er í faðmi AGS, vegna evruupptöku. 

Belgía er að liðast í sundur

Í Hollandi er svo lítil atvinna að 65 prósent vinnandi manna þurfa að láta sér nægja hlutastarf.

Kýpur er fasttengt við grísku tímasprengjuna

Lettland er nú kallað "a failed state". Fyrir botni Eystrasalts liggja löndin í dauðadái eins konar evru-vítenam styrjaldar. Öll eru þau framskriðin öldrunarhagkerfi

Allt þetta þrátt fyrir það að þarna varð ekki bankahrun. Bankar þessara landa eru enn á lífi en bara gangandi dauðir.

Evrópusambandið hefur eyðilagt Evrópu.  

Aðalbjörn, já ég hef komið auga á þetta. 

Gunnar Rögnvaldsson, 5.7.2011 kl. 13:55

5 identicon

Ég er algerlega ósammála að "Evruland" hefur eyðilaggt þetta.

Þetta eru Bandaríkin-Kína, sem hafa gert þetta.  Hver kaupir ekki vöru frá Kína, þegar hún er á niðursprengdu verði?  Hver hættir ekki að hafa saumastofu á Íslandi, þegar hægt er að hafa þessa saumastofu í Kína, fyrir 1/10 hluta?

Hér er um að ræða Kína er með gjaldmiðill sem festur er við Bandaríkjadollar, á þann hátt að allt frá Kína er ódýrt.  Og það hefur enga þýðingu að kaupa frá Íslandi.  Bandaríkin halda uppi þessari samvinnu, því þeir láta framleiða allt þar í stað Japans áður.  Þetta samstarf, er ekki bundið við hlutfall innaríkis og utanríkisviðskipta.  Hlutfallið er alltaf okkur hér í óhag ... dæmið er afskaplega einfallt í sjálfu sér.

Og Evrópu þjóðirnar, sem eftir síðari heimstyrjöld hafa þjáðst af meinleysingjum í pólitík.  Því það má ekki anda, þá verður fólk klagað fyrir að vera nasistar, eða anti-semitistar.  Með þeim afleiðingum að pólitík, Evrópu í hag, deyr af sjálfu sér.  Fólk hér er haldið, ósmekklegri sjálfseyðingarhvöt ... á meðan kaninn sjálfur gengur um og myrðir fólk í miljónatali, og kallar það "collateral damage".

Svona asnaskap, kallaðist að vera "fífl" þegar ég var ungur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 16:47

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjónn! Ég ætla að fá það sama og Bjarne Örn er að drekka.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2011 kl. 19:19

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Gunnar.

Þetta er svo athyglisverð upptalning að það væri óskandi að ESB sinnar læsu þetta.

Það sem syrgir mig svo í umræðunni er þessi blinda. Fólk þarf ekki að komast að sömu niðurstöðu, en að einu rökin með aðild séu Evran og einhver "við erum öll evrópubúar" finnst mér jaðra við fyrir-hruns-blinduna sem aldrei spurði neinnar gagnrýnna spurninga. Tiltrú fólks á að þjóðir séu vinir er svo ofvaxin. Þar er hver þjóð að berjast fyrir sínu á stórum vígvelli markaðsins. ESB þjóðir keppa ekkert minna hatrammlega við ESB þjóðir en aðrar.

Eins og þú hefur svo ítrekað bent á þá er brynja og skjöldur hverrar þjóðar sjálfstæð mynt. Þetta vissu stofnendur Bandaríkjanna, sem fundu á eigin skinni okið sem bretar og hollendingar lögðu á þá. Þeir vissu hvers virði sterkast vopnið var. Þetta vissi líka Abraham Lincoln sem ekki sætti sig við lán á ofurvöxtum frá evropu til að heyja Þrælastríðið. Sumir telja "Greenback" (sjálfstæð mynt sem Lincoln lét slá) hafi sigrað stríðið við vaxtaþjökuð suðurríkin.

Verjum okkar sjálfstæði, verjum okkar mynt, verjum okkar þjóð.

Haraldur Baldursson, 5.7.2011 kl. 20:00

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eruð þið ekki að fylgjast með heimspressunni?

Hversvegna talar enginn um að Bandaríkin ættu ef allt væri með réttu að fara í greiðsluþrot með haustinu líkt og bandaríkið Kalifornía gerði fyrir 2 árum.

Bandaríkin eru hins vegar "too big to fail" og þá ekki síst vegna hagsmuna Kínverjar og því verður "leyst úr þeirra skuldavanda".

Vandamálið er ekki "evrópskt" heldur "global" og byggjast einmitt á ráðgjöf snillinga úr fjármálageiranum. Sumir þeirra eru búsettir í Danmörku og ráðlögðu íslensku útrásarvíkingunum í bak og fyrir þar til þeir allir sem einn fóru á hausinn.

Ætla Íslendingar að hlusta á bullið í þessum sömu snillingum sem tjá sig á blogginu eins og þeir hafi höndlað stóra sannleika í öllum málum?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2011 kl. 20:47

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Guðbjörn tjáir sig um efnahagsmál á ný. Ætíð velkominn Guðbjörn.

Við erum ekki að sækja um inngöngu í Bandaríkin Guðbjörn.

Ástæðan fyrir því enginn hefur áhyggjur af greiðslufalli eins fylkis Bandaríkja Norður-Ameríku heitir ríkissjóður Bandaríkjanna. Hann hefur yfir að ráða tæplega 30 prósent af landsframleiðslu 50 fylkja Bandaríkjanna.

Svona ríkissjóði er Evrópusambandið að reyna að koma sér upp núna í formi m.a. EFSF og það í einum grænum hvelli, svo hindra megi einhvern veginn Stóra Smell í myntbandalagi ESB; sem skyndilega hefur breyst í efnahagslegt svarthol og fangelsi fyrir þau evruríki sem myntbandalagsaðildin er búin að eyðileggja á örskömmum tíma. En þetta þýðir þá að Evrópusambandið er að breytast í Bandaríki Evrópu, þ.e.a.s. ef þetta tekst hjá foringjaráðinu í Brussel. En það er bara eitt stórt vandamál hér. Fólkið er ekki með; Ísland sótti ekki um inngöngu í neitt slíkt og það gerðu heldur ekki nein af 27 ríkjum Evrópusambandsins. Þau heldu öll að þetta væri bara tollabandalag. En ef hins vegar þetta tekst ekki hjá ESB þá getur það þýtt endalok myntbandalagsins og jafnvel Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag. Við sóttum heldur ekki um inngöngu í brunarústir né verðandi einræðisríki. 

Viltu að við leggjum niður Ísland og sækjum um inngöngu í Bandaríkin Guðbjörn? Viltu það í raun og veru?

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið 

Gunnar Rögnvaldsson, 5.7.2011 kl. 21:18

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki grunnurinn undir velgengni Canada sá hversu áhrifamiklir Íslendingar eru þar? Fólk sem gat látið reisa styttu af Jóni Sívertsen í þinggarðinum í Winnipeg, sem aldrei koma þangað?

Héðan flutti tápmesta fólkið og lyddurnar urðu eftir?

Alveg eins og nú gerist.Og gerist í Þýskalandi þegar innfæddir eru að deyja út ena arabalýður tekur við sem ekki getur rekið hátækniiðnaðinn í landinu?Þýskaland sekkur aftur á steinöld múslímaríkjanna innan tíðar?

Fellur fyrir eigin hendi eins og Ísland er að gera undir núverandi ríkisstjórn?

Halldór Jónsson, 6.7.2011 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband