Leita í fréttum mbl.is

Verstu ríkisskuldir heimsins; evuskuldir gríska lýðveldisins [u]

 

Paul Krumgan; The Economic Consequences of Mr. Trichet

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996

Brusseldagar 1996

 

Hinar efnahagslegu afleiðingar evruaðildar Grikklands hafa nú breyst í samfélagslega martröð. Grikkir kíktu í pakkann. Þeir eru í pakkanum. 

Kontra News: The Greek Government has hired Foreign Workers to Clean out the Underground Tunnel Leading from the Parliament to the Sea Port of Piraeus in Preparation for an Evacuation of all MPs

Nú eru flest góð ráð & rán farin á taugum. Nú eru góð ráð uppurinn og ekkert fyrir neðan grískar ríkisskuldir nema ríkisgjaldþrotið. Lánshæðnismat ríkisjóðs evruríkis Grikklands er nú aðeins einu þrepi fyrir ofan D, sem þýðir ríkisgjaldþrot; D=DEFAULT. Það versta í heiminum samkvæmt Financial Times í dag. Þetta er verra en lánshæfnismat hins dollaravædda Ekvador er, og verra en matið er á Jamaica, Pakistan og Grenada.

Ástæðan fyrir því að lánshæfnismat Grikklands var um helgina lækkað niður í næsta þrep ofan við D er ekki sú að Grikkland sé Grikkland. Nei, ástæðan er sú að Grikkland er evruland. Það notar gjaldmiðil sem er ónýtanlegur. Notar gjaldmiðil sem landið á ekki og sem það hefur enga stjórn á og getur ekki notað til neins nema eins; til að fremja efnahagslegt sjálfsmorð í. Grikkland er í sömu aðstöðu og dópistinn á sprautunni; það bíður eftir næsta fixi frá hinum þremur stóru dópsölum; ECB, Brussel og Þýskalandi. The Big Three. Og svo AGS.  

Það gleðilega er svo það að ríkisskuldir Írlands í norðri eru beintengdar við ástandið í grískum ríkisskuldum. Þær svitna og bíða eftir að þeim komi. Svona er þetta pakkasamband. Það virkar.

Svona væri þetta hér heima hjá okkur ef við værum í myntbrandaralalgi Evrópusambandsins. Við værum vissulega á leiðinni í ríkisgjaldþrot, þ.e.a.s ef við værum ekki þegar orðin ríkisgjaldþrota. Atvinnuleysi hjá okkur væri 25 prósent, vaxtakjör ríkissjóðs væru 26 prósent VISA-vextir eins og hjá Grikklandi, útlánsvextir í evrubankakerfi okkar væru plús 25 prósent og allir fjármundir landsins væru flúnir úr landi. Landið væri á brunaútsölu. Landhelgin farin.

Krónan kúgar þjóðina Morgunblaðið 21 júní 2009

En verðbólgan í hausamótum 101 væri farin og væri nú mínus 25 prósent verðhjöðnun. Þetta væri þá allt svo voðalega gott. Eignir almenning væru fallnar um 50 prósent i verði, en skuldirnar stæðu í plús 25 prósent miðað laun fyrir kreppu, því launin væru 25 prósent lægri miðað við skuldir. Þetta getum við verið alveg handviss um því hér á landi situr ríkisstjórn Evrópusambands Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Ríkisstjórn einkasambandsins.  

Bæði ríkisstjórnin og Kolbrún Weimarpennadúllari hafa jú sagt þetta margoft; að krónan okkar sé ónýt. Þeir sem tala svona í ríkisstjórn og á þingi eru pakk. Hinir bara fávísir.

Í vikunni sem leið fjármagnaði ríkissjóður krónuhagkerfis Íslands sig á 5 prósent vöxtum til fimm ára á meðan evruríkin Grikkland, Írland og Portúgal þurftu að greiða 19, 12 og 12,3 prósent vexti fyrir að taka sömu peninga hjá sömu fjárfestum að láni á alþjóðlegum peningamörkuðum. Þetta var og er krónunni okkar að þakka. Takið hana því upp, berið hana að vanga, og kyssið. Það á hún skilið.

Látum ekki kúga okkur

Krækjur

 

 

Fyrri færsla

Ríkisstjórn Íslands hefur sótt um inngöngu í þjóðfélags- og efnahagslegt svarthol 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Grikkir flýja EUR og taka einhliða upp ISK

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.6.2011 kl. 14:43

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vertyggingar fjárfestingar til hagræðingar [skerðininga á eiginfé] í verðandi skuldunauta ríkjum er ekki ný af nálininn.  Hæðni einkennir bæði Franska og Þýska og Enska yfirsétt. Hætta með eru gefur Þjóðverjum og Frökkum kost á að vera einir með evru í framtiðinn, eða jafnvel Þjóðverjum að taka aftur upp markið.  Fjárfestinga lán voru mjög hagstæð í hagvaxta uppgangi í hagræðingar í þessum ríkjum. Raunvaxta laus í samanburði og skiluðu mörgum ráðherrastólum. Hinvegar er núna hægt að hóta veðköluum bak við tjöldin eftir þörfum, og minna á [eins og kemur fram í viðauka Lissbon samningsins]  hvað eldri ríkin voru elskulega á sínum tíma.  Evra er líka fjáfesting úthugsuð af höfundum. Þjóðverjar geta aldrei tapað hvort sem evran hættir að seljast í hinum Meðlima ríkjun eða ekki. Þeirra verðtyggingar veðskuldir tengjast hlutfalli af þjóðartekjum þessara ríkja í meðalári.   Sé farið á túrista staðinna í S-EU, kemur á óvart að bæði þjónarnir og eigendur á bestu stöðum eru ekki innfæddir. Í upphafi skildi endi skoða. Sá sem lánar í 30 ár gerir ráð fyrir öllu á næstum 30 árum, það gera allir þjóðverjar t.d. Einnig þeir sem taka veltulán til 30 ára.

Júlíus Björnsson, 14.6.2011 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband