Leita í fréttum mbl.is

Fyrst mátti AGS ekki að koma nálægt Evrusvæðinu: En nú heimtar þetta sama evrusvæði að stýra sjóðnum

Day of Days
PK um björgunina 6. júní 1944.
 
Simon Jonhson, fyrrverandi yfirhagfræðingur AGS, skrifar beitta og bitra grein um hræsni evrusvæðisins.
 
Simon Johnson
Fyrir aðeins nokkrum árum sögðu frammámenn evrusvæðisins að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn ætti að halda sig algerlega frá málefnum þessa evrusvæðis. Hann hefði misst tilverurétt sinn og þyrfti að fara í megrun. Og einnig, að sjóðurinn ætti að halda sig langt frá því að gagnrýna evrusvæðið fyrir hinn tröllvaxna innri viðskiptaójöfnuð á milli landa myntsvæðisins.
 
Why does this make sense? It doesn’t – unless you understand that the goal of these various bailouts is to ensure that German and French taxpayers do not realize the full extent of their losses or the ways in which their banks have been completely mismanaged.
 
Þegar í ljós kom að evra evrusvæðisins, sem upphaflega átti að lækna misræmið í innbyrðis efnahagsþróun á milli landa myntsvæðisins, hafði hins vegar bara stórkostlega aukið þetta misræmi - og reyndar gert það margfalt verra en það hefði verið án evrunnar - já, þá var sjóðnum skipað að halda kjafti og að hann mætti alls ekki koma að neinum málum myntbandalags Evrópusambandsins. Því bara hið minnsta hvísl um aðkomu sjóðsins myndi gefa umheiminum - en þó sérstaklega innheiminum á evrusvæðinu - til kynna að þetta væri ekki öruggt mannvirki, þessi evra; að evrusvæðið væri gallað. 

En nú krefjast þessir sömu evrusvæðismenn - sem áður hentu stórgrýti úr glerhúsum skjaldborga evrusvæðsins - þess að fá að stjórna sjóðnum svo þeir geti nýtt hann við að nota annarra manna peninga til að halda áfram leiknum við að fela hið sanna ástand eigin gjaldþrota. Áfram munu framámenn evrusvæðisins - fyrir annarra manna peninga - reyna að fela gjaldþrot bankakerfa sinna, gjaldþrot ríkissjóða sinna, og reiða sig svo í lokin á - en þegar allt er um seinan - á hjálp frá alþjóðasamfélaginu og fátækum ríkjum úti í heimi. Að hjálpin berist þeim þá fljótandi inn á næfurþunna eggjaskurn peningagólfs myntbandalagsins - frá ríkjum utan myntbrandaralagsins. Og þá helst í dollurum.
 
The French want to sway decision-making at the IMF in order to use US, Japanese, and poorer countries’ money to conceal from their own electorate that the eurozone structure has led all its members into serious fiscal jeopardy – some borrowed heavily, while others let their banks lend irresponsibly and thus created a large contingent liability.

Aldrei í sögu mannkyns hefur nokkurn tíma verið fundið upp eins lélegt og illa hugsað efnahagslegt fyrirbæri eins og evra myntbandalags Evrópusambandsins.
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Enn tala menn um "evrusvæðið". Það hlýtur að styttast í að menn tali um "evrusvaðið" í staðinn. Það er meira lýsandi, a.m.k. fyrir jaðarríkin sem kikna undan töframyntinni hvert á fætur öðru.

Haraldur Hansson, 6.6.2011 kl. 17:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

" Their argument was that the IMF was not concerned with payments imbalances between US states (all using the dollar), and we should likewise back away from discussing the fact that some eurozone countries, like Germany and the Netherlands, had large surpluses on their current account while others, like Greece and Spain, had big deficits."

------------------

Ég man einmitt eftir því að Evrusinnar beittu þessari samlíkingu við fylki Bandaríkjanna óspart. 

Það umtal hefur þagnað í seinni tíð :)

KV.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2011 kl. 22:54

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Já, Einar Björn, þetta eru Egils Helgasonar og RÚV vísindi dagsins. Þar er ekki hugsað mikið niður fyrir endursýndar pönnukökur afnotagjaldsins - sjálf þungamiðja Evrusvaðs Haralds. 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2011 kl. 23:35

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bendi á þessa frétt!

Der Spiegel: Greece Back on the Brink

Eins sem ég sakna, er frétta í ísl. fjölmiðlum af núverandi Grikklandskrýsu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.6.2011 kl. 00:12

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Einar.

Þetta passar ekki málstað DDRÚV. Ef ríkissjóður evrulandsins Grikklands er lækkaður í lánshæfnismati niður í "near default" mat, þá túlkar RÚV það sem "nálægt ruslflokki". En Grikkland hefur fyrir löngu farið niður og í gengum þann flokk og er að komast niður á botninn í "default rate" fjárskuldbindingar. Þetta hentar málstað DDRÚV betur. Svona er nú liðið á þeim bæ.  

Gunnar Rögnvaldsson, 7.6.2011 kl. 00:46

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góður punktur að beilátin séu ekki beinlínis humanitarian bleeding heart aðgerðir fyrir aumingja litlu jaðarlöndin í kreppu, heldur til að dulbúa og fela tab skattgreiðenda hjá herraþjóðunum.  Míga í skóinn. Auðvitað mun sá skítur fljóta eins og allur annar skítur gerir.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2011 kl. 03:06

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

...tap...

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2011 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband