Leita í fréttum mbl.is

Evran missir restina af jarðsambandinu. Fylgir nú hrísgrjónum og málmum.

Mynd, Financial Times: euro-commodity-fundamentals
Mynd; Financial Times / Alphaville 
 
Financial Times bendir á nokkuð athyglisvert í dag. Evran, eftir aðeins 10 ár í umferð, hefur algerlega rofið allt það litla samband sem hún hafði við raunveruleikann í ESB frá byrjun. 

Hún er hefur misst sambandið við heildarþróun efnahagsmála á því myntsvæði sem hún á að þjóna. Hún er orðin meira háð frammistöðu mynt Bandaríkjamanna á gjaldeyrismörkuðum og áhættusamri spákaupmennsku með áhættusamar eignir og vörur.
 
Rather than moving on the back of its own steam, the direction of the single currency is determined by the performance of other risky assets, notably commodity prices and also the performance of the dollar. 

Verð evru, gengið, hefur misst tengslin við þá stýrivexti sem myntinni eru settir hjá þeim seðlabanka sem gefur hana út. Með öðrum orðum: Stýrivaxtavopn seðlabanka hennar er orðið bitlaust.

Hún er orðin að leiksoppi spilavíta og verð hennar stjórnast nú meira af verðsveiflum og þróun í áhættusókn og áhættufælni spilamanna á mörkuðum hrávöru og vegna spákaupmennsku

Þetta er greinilega myntin sem Grikkir þurfa á að halda til að hárið á lotnum höfðum þjóðarinnar haldist stanslaust standandi þráðbeint upp í loftið.  
 
Svo eru menn að kvarta undan gengi krónu, sem þó lifir í raunveruleikanum. 
 
Einhver hér sem man eftir því að það geisar banka- og ríkisgjaldþrotakreppa á myntsvæði evrunnar?
 
Þetta er svo góð mynt. Hún gengur fyrir kakó og er hrísgrjónatengd. Henni er nú stýrt með andaglasi á miðilsfundum ECB í aðalstöðvum seðlabankans í Frankfurt. 
 
Gríska ríkið - nema kraftaverk gerist - mun stöðva allar greiðslur sínar í júlí næstkomandi og er hagkerfi landsins afskorið frá fjármálamörkuðum heimsins. 
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband