Leita í fréttum mbl.is

Á þjóðin fulltrúa á Alþingi?

30. apríl 2011 Málmey
Laugardagur 30. apríl 2011; Málmey í blíðu við Þórðarhöfða í Skagafirði  
 
Til að byrja með. Tökum tvo flokka. 

Vinstri grænir: Þetta er orðin nokkurs konar valdamafía fárra prívat persóna sem allar götur frá stjórnarmyndun situr án nokkurs umboðs frá kjósendum. Flokkur sem virkar eins og handrukkari Samfylkingarinnar. Hér á þjóðin varla neinn fulltrúa lengur. Það verður að segjast eins og er. 

Sjálfstæðisflokkurinn: góðar sterkar samþykktir flokksmanna liggja þarna að baki og sem ég aðhyllist, en forystan aðhefst annað hvort með nó komment policy eða í trássi við samþykktir flokksins. Forystan virðist vera veik á vafasömu svelli sem er að bráðna og þorir ekki að aðhafast og framkvæma í samræmi við yfirgnæfandi vilja flokksmanna. Fælni. 
 
Forystan segist ætla að virkja ánna sem rennur í flokkinn, en hefur, samkvæmt sinni prívat skoðun, líklega ákveðið byggja virkjunina á sínu eigin landi í von um að vatnið fyrir slysni leiti þangað þegar stormflóð geisa næst. Flokksmenn borga kannski og kannski ekki. Þeir báðu um afgerandi grænt gras í garðinn Ísland, en fá líklega malbikað lyftuhús sem flestir hafa lúmskan grun um á hvaða stigi og á hvaða hæð hurðir þess munu opnast - þetta virðist vera svo. 

Er þetta pólitík? Á þjóðin fulltrúa þarna?
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er huggun að vita til þess að landið o miðin geta verið svona falleg eins og myndin þín sýnir.Kreppan sést ekki né heldur heimska eða snilld mannfólksins.Eigum við ekki að reyna að hanga á þessu Gunnar og "gefa ekki kóngi Grímsey" nú frekar en í fyrra skiptið?

Halldór Jónsson, 8.5.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sammála og þakka þér innlitið Halldór minn kæri. Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband