Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi í Þýskalandi lækkar eftir 12 ára samfellda gengisfellingu Þjóðverja

Fyrsta maí skilaboð.

 
Vísitala launakostnaðar evrulanda
Mynd BBC: vísitala launakostnaðar nokkurra evrulanda.
 
Í Þýskalandi er skálað í miði ófara þeirra ríkja evrusvæðisins sem nú ramba á barmi ríkisgjalþrots. Í samfleytt 12 ár hefur gengi þýska hagkerfisins gagnvart öðrum evruríkjum verið undir því sem markaðsöfl myndu stilla það á ef gegni gjaldmiðils landsins hefði verið frjálst fljótandi, samkvæmt markaðslögmálum. Þannig hefur þýskum tekist að lækka atvinnuleysi niður í 19 ára sögulegt lágmark, en sem þó er því sem næst óbærilegt á íslenskan mælikvarða; eða 6,3 prósent

Á þessu 12 ára tímabili - undir ECU og evru - hafa laun og kostnaður í Þýskalandi verið barin niður með handjárnuðum launþegum og endað með 5 prósenta stærðargráðu launahækkun á 12 árum, samtals. Fimm prósent á 12 árum. Þýskaland ræður ferð Evrópu niður á botn samfélaga - það keppir ekki - það svindlar sig áfram í heiminum og flýtur áfram á bökum annarra. Helstu fórnarlömbin eru nágrannar þeirra á evrusvæðinu og Bandaríki Norður-Ameríku sem þó björguðu landinu frá algeru hruni árin 2008-2009.

Bandaríkin gætu endurgoldið þetta með því að hleypa Suður-Ameríku inn í mynt sína og þannig riðið áfram á bökum minna þróaðri hagkerfa í suðri á lægra gengi en eðlilegt væri. Nágrannaþjóðir Þýskalands sem eru svo óheppnar að vera varanlega og örkumlandi læstar i fastfrosnu gengisfyrirkomulagi við Þýskaland, geta hins vegar ekkert að gert, nema verða ríkisgjaldþrota og uppsafna þrúgum reiðinnar á ný.

Þeir fjármunir sem vantar á kistubotna evruríkja í útrýmingarhættu eru læstir heima í hinum risavaxna viðskiptahagnaði Þýskalands við umheiminn, sem gerir ekkert gagn. Upphæð sem á aðeins áratug hefur orðið að 1000 miljörðum Bandaríkjadala. Þýskaland safnar til ellinnar miklu og kaupir lítið sem ekki neitt af öðrum löndum myntbandalagsins sem handjárnuð eru við þetta svarthol sem stýrir mynt og peningapólitískum vöxtum þeirra með skelfilegum afleiðingum.

Í Evrópu hafa verkalýðshreyfingar loksins komið auga á misferlið. En á meðan sleikja íslenskir verkalýðsbossar út um bæði munnvik hér heima. Þeir liggja fast og makindalega á bökum íslenskra launþega sem ríða á inn í evrusvælu launþega myntbandalagsins. 

Brýnasta verkefni ríkisstjórnar okkar er að eyðileggja sjávarútveg og landbúnað Íslands; sem er undirstaða velmegunar lands okkar - og hefur verið svo frá upphafi velmegunar á Íslandi. Í svaðið skal riðið, sama hvað það kostar. Þetta er jú paradís elítu Evrópu. En fyrst þarf að drepa undirstöðuatvinnuvegi landsins. Skiljanlega.

Ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil, er 100 prósent öruggt að hið sérstæða hagkerfi lands okkar myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum - og hætta þar með að geta selt svo mikið sem einn sporð af fisk til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra í gegnum sjálfstætt gengi gjaldmiðils okkar. 

Hér er ekki um að ræða 77 maltískar RÚV-sardínur í $28 dós á mann, eða 2000 tonn fiskjar á ári. Hér er um að ræða 1,3 milljón tonn á hverju ári. Þetta eru þeir fjármunir sem notaðir eru til að byggja restina af íslenska hagkerfinu með. Grunnur efnahagslegrar tilveru Íslendinga.
 
Eina leiðin til að nýta landhelgi og auðæfi sjávar Íslands væri þá að láta útlendinga um að veiða fiskinn okkar. Þeir einir gætu keppt á mörkuðunum með því að borga lág laun, lítinn kostnað, miklu lægri skatta og með því að sigla um í ryðhrúgudöllum. Öðru nafni: þrælakistum. Þetta yrði ekki skínandi falleg útgerð, heldur þrælakista.

Þá myndu Íslendingar þurfa að flytja inn fisk sér til matar. Einungis vegna ógæfulegrar útópíu vissra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka sem banna mun Íslendingum að aðlaga gengið eftir þörfum hagkerfisins, því þá væri ekki lengur til neitt gengi sem hægt væri að aðlaga. Það væri horfið. Horfið um alla eilífð til Þýskalands og kæmi þaðan aldrei aftur. 

Það er því virkilega mikið í húfi hér fyrir okkar góða land og þjóðina. Mjög mikið í húfi. Sjálf tilvera þjóðarinnar er hér í húfi. Var það þetta sem árið 1944 snérist um? Snérist það um afsal á framtíð fyrir Ísland? Afsal á nýfengnu fullveldi Íslands? Það er ekki svo langt síðan 1944 var dagurinn í dag. Margir muna þann dag mjög vel ennþá.
 
Fyrri færsla

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

...uber alles in der welt.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 22:38

2 identicon

Þvílíkt helvítis rugl, afsakaður orðbragðið ... ég veit ekki hver hefur veitt þér starf á Evrusvæðinu.  Heilabúið á þér er á við harða baun ... lítið, og innantómt.  Og gersamlega sneytt allri skynsemi, út fyrir blint hatur sem byggt er á skoðunum, og fávísum fræðum, svona á við Vilhjálm Örn.

Þjóðverjar eru uppþembnir monthanar, og hundleiðinlegir almennt.  En það eru þeir sem hafa þurft að borga fyrir nánast allan heimin, frá síðari heimstyrjöld.  Öll sú tækni sem við búum við, er frá þeim kominn að stóru leiti ... og það eru þeir sem þurfa að punga út af sínum gjaldeyri, fyrir hin ríki Evrópu.  Það er vel vitað, að þjóðverjar hafa hatað að þurfa að standa undir öllum hinum ríkjunum í Evrópu bandalaginu.

Þú, og Vilhjálmur eigið það sjálfsagt sameiginlegt, eins og margir aðrir.  Að halda að það séu Arabar, sem sprengdu World Trade center.  Gáfnafar þitt, sem er á við Georg Konung Bush, hin vitskerta og Davíð Konung, Hins vitmagra.  Er sjálfsagt, að með því að fara í stríð við ómaga í Afghanistan, og Írak, og drepa þar eina miljón leiðindagaura, þá sé allt gleimt.  Þið haldið sjálfsagt, að við hinir skjálfum á beinunum við að sjá ykkur mirða og murka lífið úr ósjálfbjargra manna í heiminum, og kenna þeim um á meðan verið er að rífa niður "Capitalisman" í hinum vestræna heimi.

Og með því að bölsótast í þjóðverja, og beina hatri almennings á gyðinga morðingjunum, að þá sé öllum málum bjargað.  Lýðskruma lýðurinn hleipur eftir flauti hunda atarans, og geltir að sauðunum.  En þú ættir að beina athygli þinni annað.  Opinbert atvinnuleysi í þýskalandi, er eins og í Svíþjóð, bara tala sem notuð er til að reyna að fá fjárfesta til að halda áfram að hafa sitt fé í landinu.  Svíþjóð er með miklu hærra atvinnuleysi en þau 7 prósent sem þeir gefa upp.  Og mun meira en þau 12% sem gefið er upp, sem dulið atvinnuleysi.  Það lætur nærri 20% og liggur mjög nærri "katastróf" markinu.

Sannleikurinn er alltaf sárastur, Hitler er lítill svikahrappur af Gyðingaættum, en Hindenburg er sá sem Skipulagði stríðið með það í huga að fullgera það sem Bizmark byrjaði á. Bandaríkjamenn eru stórbrotnir glæpamenn, sem komast upp með að setja börn og saklaus gamalmenni inn á Guantanamo, og pynta þá þar.  9/11 var ekki framið af blindum múslimum, sem lærðu að fljúga í Microsoft Flightsimulator.  Bankahrunið var bankarán, sem framið var af ríkisstjórnum fleiri ríkja, meðal annars Bandaríkjanna, sem rændu innistæðum eldri borgara og öryrkja í heiminum.  Og það eru Kínverjar sem standa uppi, að lokum, með allan tækni iðnað hins vestræna heims og eru nú með tangarhald á hreðkum Bandaríkjanna, svo um munar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 11:16

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Merkilegt að Svánverjar virðast ekkert hafa lært af Þjóðverjum, þrátt fyrir áratugalanga inlimun í ESB. Nýjustu tölur herma að þar sé nú atvinnuleysið komið í 21.3% sem merkir líklega yfir 50% fyrir fólk undir 30 ára aldri.

Og þetta er dýrðin sem Samfylkingin vill leiða yfir okkur. 

Ragnhildur Kolka, 30.4.2011 kl. 17:21

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Spánverjar átti það auðvita að vera.

Ragnhildur Kolka, 30.4.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband