Leita í fréttum mbl.is

Helsinki Times; Finnlandi væri best að yfirgefa evrusvæðið

Finland would be best to leave euroland
 
Sjaldséður hvítur hrafn sést nú koma fljúgandi út úr finnskri dagspressu. Loksins má segja það sem þó allir vissu í Finnlandi.  

Þarna er evrunni líkt við kassabíl sem einungis kemst áfram með því að leka niður brekkur. Kassabíl sem kyrrsetur hagkerfin sem í honum eru, strax og á jafnssléttu er komið. Bröttubrekkur voru ekki teiknaðar á vegakort evrunnar.

Prófessor í Finnlandi segir evruna hafa skaðað finnska hagkerfið það mikið að nú sé landið ósamkeppnishæft miðað við Þýskaland. 

"Evrusinnaðir kjánar blekktu sjálfa sig sem aðra með óskhyggju. Þeir héldu því fram að evruaðildin hefði gagnast finnska hagkerfinu og þar með okkur öllum. Staðreyndin er hins vega sú að fram til ársins 2008 var ekkert gagn af evrunni fyrir okkur. En frá og með því ári hefur hún skaðað okkur."
 
Finnska leið Jóhönnu niður brekkur í kassabíl
 
Því miður fyrir prófessorinn í finnska kassabílnum á evrunúmerum; Það er ekki hægt að yfirgefa evruna. Sama hversu brennandi heitt allir þegnar landsins vildu það. 
 
Fyrrverandi seðlabankastjóri belgíska seðlabankans, Alfons Verplaetse, hefur sem aðeins einn af mörgum getið þess opinberlega að við hönnun myntbandalags Evrópusambandsins var því ekki veitt nein athygli að lönd gætu sagt sig úr myntbandalaginu - þ.e. að ríkin sem einu sinni ganga í myntbandalagið gætu skilað evrunni sem gjaldmiðli ef þeim líkaði hún illa sem gjaldmiðill þjóðar sinnar. "Þetta var einfaldlega ekki rætt því allir vissu að það eitt að segja sig úr myntbandalaginu myndi þýða "þjóðfélagslegt og efnahagslegt sjálfsmorð" fyrir ríkin" (socio- economic suicide). Þetta var samhljóða skoðun allra þeirra sem stóðu að stofnun og hönnun myntbandalagsins", sagði Verplaetse.
 
Þess er hægt að geta hér að landsframleiðsla Finnlands féll um hvorki meira né minna en 7,8% (leiðréttar tölur hagstofunnar segja nú 8 prósent) á árinu 2009 í heild. Þetta er mesta hrun í landsframleiðslu Finnlands á einu ári frá því að mælingar hófust árið 1975. Í frægu finnsku kreppunni 1991-1993, þegar Finnland upplifði erfiða bankakreppu samhliða hruni Sovétríkjanna, þá féll landsframleiðsla Finnlands "aðeins" um 6% á árinu 1991, þegar verst lét. Til að fá fram tölur um svipað hrun og varð á árinu 2008-2009, þá þurfa Finnar að leita aftur til áranna 1917-1918. Það er víst óþarft að segja frá því hér að mynt Finnlands heitir og er því miður evra myntbandalags Evrópusambandsins. En ég segi það samt, já einu sinni enn.

Útflutningur Finnlands hrundi alls um 24% frá 2008-2009, fjárfestingar hrundu um 13%, innflutningur hrundi um 22% og einkaneysla féll um 2,1%. Rekstrarafkoma fyrirtækja hrundi um 39%. Þau greiddu því 44% minna í skatta og greiddu út 34% minna í arð.
 
Krækjur
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eftir því sem ég kemst næst, þá hefur verið hagvöxtur í Evrópu s.l. ár. Undanteknar eru þó þjóðirnar í Bandalaginu. Það er álfan sem átt er við.

Jú ég lýg því...Svíþjóð skilar í plús, þótt minni sé en margra annarra. Gæfa þeirra er væntanlega sú að þeir eru ekki með Evruna. Eða kannski er það bara einskær tilviljun.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 03:09

2 identicon

Svíþjóð skilar í plús, með því að skera burt vörturnar ... sama gildir um Evrópu alla, í sjálfu sér.  Evrópubandalagið var, og er, góð hugmynd.  En, það átak að taka inn austur evrópu, suður evrópu, var of mikið.  Grundvallar þjóðirnar höfðu ekki skipað sig þannig í sessi, að fjárhagskerfið þar væri tryggt, en síður var hægt að tryggja hagkerfi annarra þjóða.  Á sama tíma, rennur inn miljónir útlendinga, sem eru í raun og veru að draga niður hagkerfið.  Því flestir þessara aðila, eru "innrásar lið" og ekki fólk sem er að flytja búferlum.  Þessi þjóðarbrot ganga inn í landið, setja þar á fót nýtt land inni í landinu, og þar með draga úr stöðugleika þjóðarinnar.

Evrópa mistókst.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 15:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég setti inn eftirfarandi athugasemd við: ESB reiðubúið að hefja eiginlegar aðildarviðræður við Ísland

------------------

Ég myndi ekki nota orðalagið trú, né sannfæringu.

Þetta er sára einfalt prinsipp. Örhagkerfi eru einfaldlega ekki eins og milljóna-hagkerfi.

Vandinn er sá, að þú ert með svo lítinn heima-markað, að hann í reynd skiptir ekki máli.

Þannig að Ísland - eins og það virkar í reynd; er eins og fyrirtæki. Þ.e. innkoma - sbr. gjaldeyristekjur. Kostnaður, þ.e. allt þ.s. gjaldeyririnn borgar fyrir þ.e. uppihaldið á hagkerfinu.

Ísland er því mun viðkvæmara fyrir viðskiptahalla en t.d. land með stórann innri markað eins og Þýskaland, þá á ég við þ.s. utanríkisviðskipti eru sjálfur grundvöllur hagkerfisins; þá vegur halli mjög þungt í heildardæminu hér.

Þannig, að Ísland verður mjög - mjög hratt, gjaldþrota; ef ástand langvarandi halla skapast.

Þetta er einföld útlegging þannig að þú ættir að skilja hana einnig.

Málið er, að fljótlegasta leiðin til að forða slíkri óheillaþróun í átt að greiðsluþroti, er gengisfelling.

Þetta snýst ekkert um að vera vondur við almenning, því almenningur kemst auðvitað ekki hjá því að verða fyrir því, ef hagkerfið hrynur alveg um koll. Heldur, er í reynd, gengisfelling björgun á hagsmunum almennings, því hún kemur í veg fyrir algert hrun og gjaldþrot, snýr hagkerfinu aftur til baka inn í sjálfbærann farveg - hlutir bjargast. Almenningur tapar ekki á því að hlutir bjargist.

Nú, ef ekki er unnt að fella gengi, þá þarf að vera unnt að setja innflutningshöft eins og milli 1947-1959. Það getur verið plan B.

Plan C, er iffy - en þ.e. að almenningur samþykki beina launalækkun um 20% eða jafnvel 30%; ef tekjur hagkerfisins hafa allt í einu skroppið saman um þau hlutföll. En, vandinn er sá - að þ.e. hreint ekki öruggt að sú leið virki. En plan C er eini möguleikinn í boði innan Evru. Og ef hann virkar ekki, en ég bendi á að nú 3. árum eftir hrun berum saman hrunlöndin 3. innan Evru þá hefur 1. þeirra tekist að framkalla sambærilega aðlögun með launalækkunum en hinum 2. hefur ekki tekist það; og 1/3 líkur eru líkur sem mér líst hreint ekkert á - þess vegna kalla ég Plan C "iffy".

Því, ef við lendum þá í svarta pétri að planið virki ekki, þá lendum við í algeru hagkerfishruni - greiðsluþroti með 100% öryggi, margra tuga prósenta atvinnuleysi og lífskjarahruni langt umfram þ.s. almenningur hefur nokkru sinni séð á sjálfstæðistímanum; þetta er áhættan af því að taka upp Evru fyrir okkur.

--------------------

Þess vegna - nafni - hef ég tekið svo sterkt til orða, að ekki sé líklega mögulegt að láta Evruaðild ganga upp. Að nær öruggt sé, að afleiðingin yrði söguleg hagkerfisósköp; nema og aðeins nema að björgunarpakki myndi taka okkur yfir. En, þá þyrfti lánsfé nánast að vera frítt sem það sannarlega er ekki, eins og sjá má af björgunarpökkum Grikklands og flr.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.4.2011 kl. 18:40

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, 29.4.2011 kl. 15:48

Fjárhagslega standa A-Evrópulöndin utan við Evru, betur en aðildarlönd Evru í efnahagsvanda.

Áhugaverð þróun hefur átt sér stað, þegar skoðað er þróun skuldatrygginga. En, A-Evrópa hefur farið lækkandi meðan álag Evrusvæðis að meðalatali hefur hækkað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.4.2011 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband