Leita í fréttum mbl.is

Vextir á tveggja ára lánum til gríska esb-lýðveldisins nálgast nú 27 prósent

VISA VEXTIR EVRURÍKIS 

Vextir á tveggja ára lánum til gríska esb-lýðveldisins nálgast 27 prósent

Mynd; Bloomberg. Vaxtakrafan á ríkissjóð Grikklands; tveggja ára lán pr. í gær 

Grikkland hefur verið í Evrópusambandinu í 29 ár. Lýðveldi Grikkja er nú gangandi gjaldþrota. Því þraut gjaldið. Grikkland hefur engan lánveitanda til þrautavarna og á enga mynt. Fjárfestar krefjast nú um það bil 27 prósent ársvaxta fyrir að lána gríska ríkinu einn túkall til tveggja ára, skyldi slíkt lán finnast. Skuldatryggingaálagið á þennan ríkissjóð evrulands var 1433 punktar í gær.

Evran herðist um háls grísku þjóðarinnar. Fjárfestar vita nú að Grikkland verður ríkisgjaldþrota á evrusvæðinu inni í Evrópusambandinu innan næstu tveggja ára. Þetta er að gerast eftir 29 ára samfellda aðild Grikklands að Evrópusambandinu. 

Ekkert land evrusvæðisins hefur lánveitanda til þratuavarna. Þess vegna er nú öskrað á stofnun Bandaríkja Evrópu.

Evran var og er enn eins vanhugsuð og innrás Þjóðverja út um allt í Evrópu var á síðustu öld. ESB einkennin eru vanvirðing við landamæri þjóðmenninga, siða, þjóðhátta og efnahagslegs raunveruleika. Ásamt algerri vanvirðingu við lýðræði og siðferði. Ofan í þetta eitur er hellt úr tunnum management by terror, sem er hin stjórnarfarslega stígvélaaðferð valdasjúkra manna sem fá sitt daglega dóp skammtað frá Brussel.

Þeir sem vilja verða hluti af Bandaríkjum Evrópu til bjargar gjaldþrota evru-bönkum, rétti vinsamlegast upp hönd - ef kraftar leyfa.

Evra ESB er óðs manns æði til friðarins í Evrópu. Rúgbrauðssymfóninan sú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, nú megum við vera þakklát fyrir að hafa ekki gegnist undir evruokið. Og þá ekki síður að hafa vísað þessum dónum út í hafsauga með sitt Icesave.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2011 kl. 14:06

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sæll Gunnar.

Ég hef verið að reyna að fá fram upplýsingar um beinan kostnað (fjárhagslega skulldbindingu þjóðarinnar) við inngöngu í Evrópubandalagið annarsvegar og við upptöku Evru hinsvegar.

Sendi Fjármálaráðuneytinu fyrirspurnirnar og ítrekaði þær. Þær voru þá sendar til Utanríkisráðuneytisins,(sem enn hefur ekki svarað) og til Seðlabankans, sem svaraði mér í dag á eftirfarandi máta:

"Sæll Jón Steinar.

Fjármálaráðuneytið vísaði B-lið fyrirspurnar þinnar hingað til Seðlabankans.

Við höfum ekki sem stendur hér í Seðlabankanum áætlanir eða útreikninga á því hver heildarkostnaður gæti orðið við upptöku og innleiðingu evru hér á landi.

Hugsanlegt er að upplýsingar af því tagi gætu komið fram í skýrslu sem er í undirbúningi um evru og Efnahags- og myntbandalagið. Sú skýrsla kemur þó ekki út alveg á næstunni. Bestu kveðjur / Best regards

Stefán Jóhann Stefánsson Ritstjóri / Editor"

Það er á þessu að skilja að þeir hafi ekki hugmynd um þessa skuldbindingu og umfang hennar og jafnvel sýnist mér að þeir hafi vægast sagt takmarkaðan áhuga á því.

Eftir að hafa verið að velkjast með þessi mál frá 2004, meira og minna, þá er það himinhrópandi skandall að ekki skuli vera til neitt yfir þetta.  

Kannski hafa þeir einhverja hugmynd af samanburði annarstaðar frá, en telja okkur ekki koma þetta við.  Ég man allavega eftir ví að Gylfi MAgg talaði u það í fyrirlestir um myntkosti árið 2008 að upptaka evru væri lílega of kostnaðarsöm fyrir okkur eins og ástandið horfði við. Ylti á einhverjum hundruðum milljarða með öllum kerfisbreytingum og fuckuppi.  Hann var síðar hljóður sem gröfin eftir að hann fékk ráðherrastól, sem þrengdi svo að honum að hann kom ekki upp sönnu orði allan þann tíma.

Mér finnst þetta alvarlegt rannsóknarefni.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 20:28

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Undirstrikanir í svari seðlabanka eru mínar.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 20:29

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og þér Ragnhildur fyrir grein þína í Morgunblaðinu.

Jón Steinar: svar starfsmanna Seðlabankans er gott. Flestir sem starfa í Seðlabankanum, þó með vissum undantekningum, vita að evran er fyrst og fremst pólitískt verkfæri. Hún er ekki efnahagslegt fyrirbæri. Því er svar þeirra mjög nákvæmt. Enginn veit hvað efnahagslegt sjálfsmorð íslenska hagkerfisins kostar. Og enginn hagfræðingur Seðlabankans með fullu viti kærir sig um að sannprófa þá hugmynd.

En Anrór Sighvatsson gerði fyrir nokkrum árum vissa útreikninga sem sýndu hvað gámur af evrum myndi kosta til að einhliða skipta út krónum í umferð. Því miður hefur skipið með gámnum farist í millitíðinni og evran sokkið eins og steinn. Hún lifur nú sem botnfiskur.

Það er ekkert mál að kaupa setja hjólbörudekk undir srt8. En hvort þau haldi nema í kyrrstöðu er annað mál. Eða að skipta út þessu hér með MS Windows.

Þó svo að skriðdreki æki fyrir íslensku krónuna þá mun hún alltaf koma upp aftur. Og aftur. Svona hlut er ekki hægt að meta til fjár. She's the real thing.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2011 kl. 21:10

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir ætla sér þau með hausinn á undan inn í þetta sjálfsmorð og eru búnir að vera að vinna að því hörðum höndum.

Ég hef áhuga á að vita þetta, þótt ekki væri nema fyrir það að hið rétta komi fram, þ.e. að þetta sé pólitískt verkfæri til valdatöku en ekki mynt. 

Ég ætla að halda áfram að klifa á þessu þar til eitthvað áþreifanlegt dúkkar upp. 

Hefur þú séð einhverja útreikninga á þessu? Þekkirðu einhvern samanburð frá öðrum evrulöndum?  Það væri vel þegið að fá að sjá slíkt.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 22:58

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeim sem hafa viljað losna undan evrunni hefur verið gert það dagljóst að það er ekki hægt, einmitt vegna gríðarlegs kostnaðar við myntskipti. Hún er svona eins og syfillis. Once you got it your're stuck with it.

Eina leiðin til að losna við hausverkinn er að taka af hausinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 23:02

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Heh, já einmitt. ;).

Ef þú átt við kostnað við myntbreytingu þá þekkjum við hana best sjálf, - stöðumælar, sjálfsmorðssalar og slíkt. En eins og Bastiat sagði, þá er ekki allt sem sýnist. Það sem þú ekki sérð er yfirleitt ekki talað um; Bastiat og það sem ekki sést 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2011 kl. 23:17

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...það mætti byrja hvern morgun á RUV með sögunni hans Bastiat. Ég man að bæði ISG og Jóhanna tuggðu það ofan í landann að með hruninu hafi opnast ný tækifæri og nýir möguleikar.

Lausnin vr svo bara að skuldsetja sig út úr kreppunni og skattleggja ófæddar kynslóðir. Fallast á Icesave til að geta haldið áfram að fá lán og skuldsetja sig út úr afleiðingum skuldsetningarinnar.

Stórfengleg hagfræði.  

Frábær grein sem þú vísar þarna á. 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband