Leita í fréttum mbl.is

Evran lifir - einn dag í einu

5 apríl 2011: Vaxtakostnaður ríkissjóðs Portúgals 5 ára lán
Mynd Bloomberg * 
 
Það er kannski ekki furða þó Mário Soares fyrrverandi forsætisráðherra og forseti Portúgals spyrji hvort þriðja heimsumból Þýskalands yfir Evrópu sé nokkuð í undirbúningi. Þó svo að sameining Þýskalands hafi gerst með aðstoð nágranna Þjóðverja í Evrópu þá var tilgangur aðstoðarinnar ekki sá að gera Þýskaland að herra yfir Evrópu, braust út úr gamla manninum, sem greinlega er ofboðið þessa Brusseldagana þar sem strengjabrúður fjármála ESB þeysa með svip og svipur sínar um kirkjugarða fullveldis landa Evrópusambandsins.

Reyndar er ástandið svo slæmt í evruríkinu Portúgal að nú er krafist meira en 10 prósent ársvaxta af ríkissjóði landsins fyrir að fá tíkall að láni til fimm ára í fjármálaparadís Samfylkingarinnar í mynthálsbandi Evrópusambandsins um evrulöndin. Rúmlega 10 prósent, takk. Evran virkar!
 
Þetta eru rúmlega fjórum komma þrem sinnum hærri vextir en Svíþjóð þarf að greiða fyrir að fá sama lán hjá fjárfestum. En Svíar hafa jú sína eign mynt, sænsku krónuna, og það vita fjárfestar. Þeir óttast því ekki að tekjur sænska ríkisins og þar með greiðslugeta þess þorni upp sökum þess að allir verði atvinnulausir í sænska hagkerfinu vegna glataðrar samkeppnisaðstöðu þess. En það óttast þeir að gerist og sé reyndar að gerast í Portúgal og sem í síðasta enda mun þýða gjaldþrot fyrir ríkissjóð þessa evrulands án eigin myntar og fullveldis í peningamálum.    

Portúgalska bankakerfið sem hefur verið afskorið frá umheiminum í meira en heilt ár hótar nú að hætta að kaupa skuldabréf portúgalska ríkisins nema það leiti sér aðstoðar gegn afleiðingum evrunnar hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og ríkisþrotasjóði myntbandalags Evrópusambandsins. Fjármálageirinn í Portúgal væntir líklega þess sama og snillingar atvinnulífsins og ASÍ-baráttusamtök verkalýðsins gegn sjálfum sér væntir af mynthálsbandi Evrópusambandsins um háls Íslendinga - að sjá 27 stjörnur.

Næst stærsti banki Portúgals, Banco Espirito Santo, segir að atburðarásin sé nú svo hröð og landið sigli svo hratt inn í ríkisgjaldþrot að ekki sé nægur tími til að sækja um aðstoð gegn evrunni hjá ESB-þrotasjóði evruríkja gegn afleiðingum evrunnar. Yfirvöld ættu því að biðja sjálfa framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um skammtímalán til að brúa bilið inn í eilífð Portúgals handan myntbandalagsins. En það er staðurinn sem Írland og Grikkland eru stödd á núna.

Eina von Evrópu nú virðist vera að lífið eftir evrudauðann komi sem fyrst. Komi áður en þriðja rúgbrauðssymfónían sem Mário Soares nefndi verður leikin sem eina lagið við vinnuna við atvinnuleysið í Evrópu á ný.
 
* Mynd: Vaxtakostnaður ríkissjóðs Portúgals, 5 ára lán. Á 10 ára lánum er hann tæplega 9 prósent. Skuldatryggingaálag Portúgals er nú tæplega þrefalt hærra en á ríkissjóð Íslands, eða 585 punktar. 
 
Krækjur; Jornal de Negocios I II
 
Tengt
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er nú ekki svona hjá okkur. Ef við tökum Iceave "lánið" þá lækkar skuldatryggingarálagið og lánshæfismatið rýkur upp í 2007 aftur.

Frábær áminning. Keep up the good work Gunnar. Það er nefnilega ekki auðsótt að fá óbjagaðar upplýsingar um eurogeddon.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband