Leita í fréttum mbl.is

Frá hverju ætti að bjarga Portúgal? Sjálfsmorði?

Vaxtakostnaður evrulandsins Portúgals - 10 ára ríkisskuldabréf.
Mynd Bloomberg; Vaxtakostnaður evruríkisins Portúgals síðustu 12 mánuði. Meiri skuldir, lægri lánshæfni, verri vaxtakjör, meri áhætta. 10 ára ríkisbréf pr. 31. mars 2011.
 
Þegar ég las þessa grein á Bloomberg, vísað til hér að neðan, datt mér Icesave ósjálfrátt í hug. Að samþykkja Icesave fjárkröfurnar hér á Íslandi gæti hæglega leitt til greiðsluþrots ríkissjóðs; ríkisgjaldþrots. Þegar og ef það gerist; hvað munu þeir sem nú hræða þjóðina til að samþykkja þessa tröllvöxnu fjármálaáhættu ríkissjóðs okkar segja þá? Hvaða rök myndu þeir færa að samningaborðinu við gjaldþrot ríkissjóðs íslenska lýðveldisins? Að þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera? En þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Taka áhættu. Mikla áhættu. 
 
It is hard to conclude that the problem was anything other than the currency itself -- and the way it affects countries that aren’t able to stay competitive with Germany. After this bailout, it will be impossible to claim that the euro represents a functioning monetary system with just a couple of rogue members. Its flaws will be impossible to ignore. 

Þannig er það með Portúgal. Engin fjármálabóla, ekkert uppsvíng, ekkert falsað ríkisbókhald og engin byggingabóla. Það eina sem Portúgal gerði af sér var að taka upp evru, samkvæmt læknisráði elítu Evrópusambandsins. En evran drap hagvöxtinn hjá þeim og hefur sú fjarvera hagvaxtar aukið stórkostlega á skuldabyrði landsins. Svo litlir og fáir peningar koma frá atvinnu í ríkissjóð þjóðarinnar því vöxtur hefur verið svo lélegur og atvinnuleysi massíft. Ríkissjóður Portúgals er að verða þurrausinn og landinu er ekki lengur treyst til að taka á sig fleiri lán. Greiðslugeta portúgalska lýðveldisins er að þorna upp vegna evrunnar. Nú þarf því að bjarga Portúgal frá áhrifum evrunnar. Kostnaðurinn við evru Evrópusambandsins hefur reynst landinu því sem næst banvænn. 

Mun samþykkt Icesave fara eins með ríkissjóð Íslands? Verður það þá túlkað sem sjálfsmorð?

Ég stofnaði ekki til skulda Landsbankans. Það gerðu hins vegar þeir sem fengu himinháu launin greidd fyrir það. Ríkisstjórn Íslands er talsmaður þeirra.
 
Ég vel að berjast til síðasta lagabókstafs og til síðasta dropa af sæmd. Ég ætla ekki að kála mér. Ég segi því nei.  
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Gunnar Rögnvaldsson fyrir margt ágætt sem og þetta. 

En það sem snýr að Landannum er að JóGríma veit eins og allir aðrir þrælahaldarar að óttinn er besta hjálpartækið til að halda þrælunum við efnið. 

Ótann við hið óþekkta  hafa einræðisherrar og trúfélög notað í aldir sem stjórntæki og við erum ljóslega öldum á eftir núna. 

Hrólfur Þ Hraundal, 1.4.2011 kl. 11:24

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nokkur orð um Portúgal 1974, þegar 1/3 hluti Spánverja og Portúgals var ekki læs á Íslenska mælikvarða.  Þá var reiðufjárfátækur almenningur á Spáni ekki eins fátæku af reiðu fé og Í Portúgal. Fyrrverandi nýlendur Spánverja  en að skila meiru en þeirra Portúgala. Þá voru Portúgalar þó stoltir og sögðu að allan Salazar tíman frá fyrri heimstyrjöld  hefði Salazar safnað öllu gulli í varasjóði sem væri miklu stærri en sá Spænski. 

Það er alls ekki evran sem er aðalvandamálið fyrir Ríki sem falla betur fyrir freistingum, heldur sjálft regluverk EU.  Þar sem varasjóðir eru tæmdir eins á Íslandi í von um að hafa áhrif innan EU. Málið er að meðalgreindir einstaklingar hafa aldrei áhrif á þá sem er greindari. Þegar tekið var hér upp almennt fávita grunn menntunar kerfi hér um 1972 þá vissu Ríki eins og Þýskaland og Frakkland hvað myndi gerast 30 árum árum seinna.

Rökréttur skilningur á Regluverki EU er að lögbundin markmið eru að lækka stjórnsýslukostnað Meðlima-Ríkjanna  til að fjármagna kostnaðinn við volduga Miðstýringu í Brussel.   Keppnishæfa við Peking og Washington.

Meirihluti væntinga og hræðslu þjóðsagnanna um EU er örugglega komin úr herbúðum hæfs meiri hluta. Þjóðverjar og Frakkar og Englendingar hafa sameiginlega hagsmuni og sérstaka hagsmuni. Leyniþjónustu samvinna og Seðlabanka samvinna getur örugglega ekki skaðað. Regluverk EU brýtur niður allar efnahagslegar varnir Meðlima ríkja sem ekki búa við sterkan innri markað og yfirstéttar þjóðhollustu frá fornu fari. 

Einkavæðing á samfélgsfyrirtækum hækkar launa kostnað Skattmans. Alli í þroskuðum Ríkjum EU vita  að launaskattar er lagðir ofan á tekjur opinberra starfsmanna til að veita þeim hærri heildar laun og virðingu og renna strax aftur til baka til Ríkisins.  Hálfvitar á Íslandi halda öðru fram.  Portúgalar voru með sjálfbæra efnahagsstjórnun,  og stórhluti karlmanna sendi peninga frá heim öðrum ríkjum um 1974.  Hagvöxtur  mjög hægur. Enda er það lengri tíma raun hagvöxtur sem höfðar til  hinna þroskaðri. EU freistaði með sameiginlegu flutninga dreifingar neti, sem búið er að klára, búið er að eyða nánast öllum sjálfþurftar bændum og flytja í ódýr ný fjölbýli og jafna miðalda hreysin niður við jörðu.  Þetta verður ekki gert aftur fyrr en eftir heila öld að mínu mati.

Júlíus Björnsson, 2.4.2011 kl. 08:52

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Meðan Ísland á raddir eins og þig Gunnar,þá er enn von. Þú sagðir það:

"Ég vel að berjast til síðasta lagabókstafs og til síðasta dropa af sæmd. Ég ætla ekki að kála mér. Ég segi því nei."

Halldór Jónsson, 2.4.2011 kl. 09:51

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jæja, loksins komst maður að tölvunni aftur. Þakka ykkur fyrir innlitið og góðar kveðjur.

Sendi baráttukveðjur!

Leyfi mér að benda á þessar línur hjá Evrópuvaktinni:

Krækja - Nú má þjóðin fara að vara sig! "Í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu birtast í dag heilsíðuauglýsingar þar sem 20 fyrrverandi ráðherrar úr ríkisstjórnum fyrri tíðar hvetja fólk til þess að kjósa Icesave III. Þetta boðar ekkert gott!" . . .

Gunnar Rögnvaldsson, 3.4.2011 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband