Leita í fréttum mbl.is

Lilja vígvallar og Atli

Hér með er hattur sem ég vildi að væri til, en er það ekki, tekinn ofan og ég hneigi mig fyrir Lilju og Atla.

Átakanlegt var að hlusta á Árna Þór Sigurðsson, 5. þingmann Reykjavíkurkjördæmis nú norður og niðurs. Hann talaði um lýðræði. Ég er ennþá að reyna að príla upp á stólinn eftir erfitt 16 tíma hláturskast sem hófst þegar Árni lýsti því yfir að allt væri mjög "lýðræðislegt" í ríkisstjórninni.

Þessi þingmaður skilur hvorki upp né niður í neinu enda ekki nema von því hvaðan ætti skilningur Kremlar-komma á lýðræði að koma. Nei Árni:

ÞINGMENN SÆKJA UMBOÐ SITT TIL KJÓSENDA en EKKI TIL FORINGJARÁÐSINS

Lilju og Atla ofbauð það umboðsleysi sem flokksforystan hefur skapað sér frá kjósendum flokksins, eftir að hafa hirt atkvæði þeirra fyrst. Flokksforystan hefur svo gaumgæfilega svikið það umboð sem þingmenn flokksins sóttu sér til kjósenda í síðustu kosningum til Alþingis Íslendinga, að þingflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu við sjálfan sig eins og flokkurinn var þegar kjósendur köstuðu atkvæðum sínum á alla þingmenn flokksins. Þetta er verk flokksforystunnar. Hún hefir svikið þá stefnu flokksins sem lokkaði til sín öll en nú greinilega of mörg atkvæðin frá kjósendum. Þegar VG sigraði í kosningunum óskaði ég þeim til hamingju með sigurinn og bað þá um að fara vel með valdið. Það hafa þeir ekki gert.  

Lýðræðisleg kosningasvik pólitískra innherjaviðskipta á milli þröngs hóps of valdasjúkra manna á ekkert skylt við það sem átt er við þegar orðið lýðræði er notað í munni. Þar er átt við að flokkurinn starfi með og samkvæmt því leyfi sem hann sótti sér hjá venjulegum Íslendingum á kjörskrá. Þeir heita kjósendur. Og kosningasvik heita kosningasvik. Það er það sem forysta Vinstri grænna í samvinnu við Samfylkinguna kallar lýðræði. Að taka atkvæði kjósenda og breyta þeim í andhverfu sína og hlægja síðan alla leiðina í bankann þar sem atkvæðin eru seld á slikk og dottið í það. Réttnefnið hér er hins vegar kosningasvik einræðis.

Lilja og Atli axla áfram það umboð sem þau fengu frá kjósendum sínum. Það gerir flokksforysta Vinstri grænna ekki, og þar með er talinn Ögmundur hinn heilagi tvítungull. Flokksforystan heldur áfram að svíkja kjósendur gegn límsetum í nokkrum valdastólum.
 
Á meðan siglir lýð- og fullveldi okkar allra að feigðarósi. Við eigum öll á hættu að tapa lýðveldi lands okkar vegna kosningasvika flokksforystu Vinstri grænna. Lýðveldið Ísland er gjöfin frá forfeðrum okkar. Þessi gjöf byggði þann stökkpall sem stjórnmálamenn Íslands standa á núna. Þeir eru því miður, sumir hverjir, þegar byrjaðir að brjóta hann niður á ný. Þeir lifa og nærast á stökkpallinum, en ekki samkvæmt honum.    

Nú þarf formaður Sjálfstæðisflokksins að gera það sama og Lilja og Alti gerðu. Spýta fast í lófana og hætta bardagavirki sínu gegn þeim sem kusu hann sem höfuð og herðar flokksins. Þetta þarf hann að gera immed, og áður en hann annúllerar sig sjálfur niður í minna en ekki neitt. Hann er að verða andefni flokksins.
 
Framsóknarflokkurinn er svo sannarlega orðinn áhugaverður flokkur eftir að BB tók til hendinni við niðurrif xD. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er líklega maður. Hann á að leggja stund á fósturjörðina, þing lýðveldisins, þjóðkirkjuna og fullveldið. Þá fer allt vel. 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þar kom loks að því Gunnar minn að við yrðum loks ósamála. Með
hina tækifærasinnuðu sósíalista Atla og Lilju. Sbr. blogg mitt í dag.
Var til fjölda ára í Framsókn, en sagði mig úr þeim flokki er ESB-óværan fékk þar að grassera, eins og enn sem og í Sjálfstæðisflokknum í dag. Er nú í HÆGRI GRÆNUM sem ég bind miklar vonir við í næstu kosningum. Sannkallaður ÞJÓÐHOLLUR HÆGRIFLOKKUR sem 100% er hægt að treysta! Ekki síst í ÞJÓÐFRELSISMÁLUM!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2011 kl. 00:52

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Guðmundur Jónas. 

Ég fylgist grannt með Framsókn og ég sagði líklega, Guðmundur.

Sama þó menn mættu vera ósammála Lilju og Atla í pólitík, þá verðum við að virða góðar gjörðir. Og að virða umboð kjósenda er afar mikilvægt. Þetta var ekki auðvelt fyrir þau. Hefði öll flokksforystan gert þetta frá byrjun þá hefði þessari ríkisstjórn farnast betur frá byrjun.

Við verðum að muna það að hámarks sársauki (max pain) fyrir okkur sem erum ósammála VG eða öðrum flokkum í pólitík er alltaf bara 4 ár, ef svo ber undir. Þá er kosið upp á nýtt í lýðveldi okkar.

Gangi Ísland hins vegar í Evrópusambandið þá verður þessu lýðræði rænt frá okkur og max pain getur hæglega orðið að þúsund ára kvöl og Ísland vel hugsanlega lagt niður. Lýðveldinu og lýðræði þess yrði rænt frá okkur í smá bitum. 

Við erum því í raun ekki ósammála minn kæri Guðmundur.

Kerfis-skipti eru holl lýðræðisríkjum. En núverandi kerfisskipti eru hörmuleg og sviksöm.

Góðar kveðjur til þín

Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2011 kl. 01:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar tek hér undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2011 kl. 09:17

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þau nýta sinn rétt sem Stjórnarskráin veitir, að þingmenn séu bundnir af lögum annars vegar og hins vegar að eigin samvisku.

Þráinn hætti í Hreyfingunni á sínum tíma eigin samvisku vegna.

Nú hættir Atli í VG eigin samvisku vegna.

Báðar ávkarðanir eru fullkomlega lögum skv.

Ef þeirri reglu væri breytt, að þingmenn teljast persónulega kjörnir - þannig að þeir væru þess í stað kjörnir fyrir þann flokk sem þeir starfa fyrir, þá myndi brottreskstur úr flokki einnig þíða brottrekstur af þingi.

Þá væri endnalega bundinn endir á málfrelsi einstakra þingmanna á Alþingi. Þá yrðu allir þingmenn alla sína tíð, að fylgja línu eigin foringja af fullkominni nákvæmni.

Ég held að ekki einungis Davíð Oddson eða Halldósr Ásgríms. hefði dreymt um að innleiða slíka breytingu. 

Það væri merkileg "legacy" ef Steingrímur og Jóhanna, gjörbreyttu þessari grunnreglu sem hefur gilt a.m.k. síðan 1918. Mikil kaldhæðni í reynd, að flokkar sem gagnrýna DO og HÁ hástöfum, kjósi að ganga miklu lengra en þeir sjálfir nokkru sinni fóru, í því að innleiða svokallað foringjaræði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.3.2011 kl. 12:37

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fjandi langar mig til að trúa því að Framsóknarflokkurinn eigi eftir að endurnýjast í átt til þess þegar við Jónas frá Hriflu stofnuðum hann. (eða er mig eitthvað að misminna?) Sammála þér með Árna Þór S.

Undarlegt að mér fer að líða eitthvað óþægilega þegar ég heyri róminn og sjái þó ekki nema í hnakkann á honum.

Lilja og Atli standa dálítið uppúr í dag Guðmundur minn.

Árni Gunnarsson, 23.3.2011 kl. 18:14

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir

Kæri Árni, þú gerir mig forvitinn. Getum við ekki fengið að vita aðeins meira um langt líf þitt og hvernig það spannst með Framsóknarflokknum? Það væri svo sannarlega áhugavert. Og hvað heldur þú um flokkinn í dag?

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2011 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband