Leita í fréttum mbl.is

ESB = Sovétríki Evrópu, segir hún í Frakklandi. ESB er einveldi segir hún líka. Og dautt.

Borgin Przemysl

Borgin Przemysl á landakorti Austurrísk-ungverska heimsveldisins  

Marine Le Pen er formaður í franska stjórnmálaflokkinum "Front National". Hún segir að ekki sé lengur hægt að segja að flokkur hennar sé "protest-party" þ.e.a.s framboð þvermóðsku eða mótmæla. Nú sé flokkurinn orðinn alvöru flokkur. Það er rétt hjá henni því hún og flokkur hennar uppskar næstum því það sama og flokkur Nicoals Sarkozy - sem er forseti Frakklands eins og er - í fyrstu umferð forsetakosninganna í landinu sem Charles de Gaulle sagði að gæti ekki orðið stórveldi á meðan það þyrfti 430 tegundir osta sér til nauðþurfta. Front National fékk hvorki meira né minna en 18 prósent atkvæða. Herra G1 fékk 20 prósent. 

Marine Le Pen segir að Evrópusambandið sé orðið að Sovétríkjum Evrópu - og sé einveldi. Ég er næstum sammála henni. En þó finnst mér Evrópusambandið verða tönninni líkara Austurrísk-ungverska heimsveldinu, sem entist í 51 ár. Í fyrri heimsstyrjöldinni þegar Rússar réðust inn í borgina Przemysl sem þá tilheyrði þessu Austurrísk-ungverska veldi, þurfti að gefa varnarskipanirnar út á 15 tungumálum því þessi staður var svo kallað "fjölmenningar samfélag". Samfélag úr fjölum. Þær féllu allar í stafi og hver maður gekk auðvitað til síns heima, því kattasmölun er erfið í heimveldum á 15 tungum. Alveg eins og gerðist á evrusvæðinu haustið 2008, þegar innvortis fjármálaleg borgarastyrjöld geisaði á milli landanna. Hvet land reyndi að bjarga sér og einungis sér. 

Mér er líka sagt að flokkurinn "True-Finns" sé að verða næst stærsti stjórnmálaflokkur Finnlands. Þeim er afar illa við Evrópusambandið. Hvað er að gerast í ESB?

Það er eins og þetta nýja Peningaausturs-Brusselska heimsveldi, Evrópusambandið, fari illa með þær þjóðir sem lenda í klónum á því. En hér er viðtal við Marine Le Pen. Hún vill að Frakkland, Spánn, Grikkland og Portúgal hendi evrunni því myntin sú sé að eyðileggja löndin

 

Fyrri færsla

Rannsókn: Danmörk varla fullvalda ríki lengur. Lög og reglur í Danmörku koma að mestu leyti frá embættismönnum í Brussel, sem enginn Dani kaus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því, því ólík umhverfi hafa ólíkar þarfir.  Þess vegna verður vöruverð ólíkt á þessum svæðum.  Bæði til góðs og ills... taktu Svíþjóð sem dæmi, þar er innflutningur lítill og er minna hægt að fá af erlendum vörum þar en til dæmis á Íslandi.  Með tilvist Evrópusambandsins, varð til ódýrari verzlanir ... sem gerði mörgum fátækum auðveldara með lifnaðinn, og hefur haldið samfélaginu þannig að þeir ríku hafa getað orðið enn ríkari.  Nú er allt fengið frá kína fyrir slikk, og selt á uppreitnu verði í Svíþjóð.  Enginn iðnaður, en almenningur fer út í búð og kaupir "vafasamar" Evrópu vörur hjá "Euroshopper", sem er í afar vafasömum gæðaflokki.

Þú átt afskaplega erfitt með að stemma stigu við þessari þróun, því græðgi manna krefst þess að þeir fái stærri hagnað. 

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband