Leita í fréttum mbl.is

Danske dager, geta innihaldið geðveiki

Mér til hryllings sá ég heilsíðu auglýsingu frá Haglkaupum . . nei nei. . . frá Hagkaupum . . já þarna kom það. Auglýsingin birtist . . merkilegt nokk . . í Morgunblaðinu. 

Hryllingur minn varð ekki til við að sjá auglýsingu frá Hagkaupum í blaðinu mínu, þvert á móti. Nei hann varð til við að lesa yfirskrift eða slagorð auglýsingarinnar. Þar stóð að það væru danske sager . . nei nei nei . .  hvað er þetta . . aftur . . að það væru "danske dager" í verslunum Hagkaups. Hvað er að gerast hér?  

Ég spyr; hvað er "danske dager"? Hvað er það? Orðið dager er ekki til í danskri tungu. Ef þetta hefði átt að vera rétt - korrket og með ordnung ja! - þá hefði átt að standa "danske dage". 

Den dag, mange dage, nogle dage, lange dage, sorte dage, modbydelige dage, hvelveds dage, vilde dage, danske dage, islandske dage, svenske dage osv. 

Þeir sem gerðu auglýsinguna vissu ekki hvað þeir voru að gera en tóku sér líklega vel borgað fyrir verkið. 

En þetta er svo sem hægt að fyrirgefa og er ekkert miðað við sumar málfarsvillur stærstu fyrirtækja Íslands í dönskum blöðum og tímaritum.
 
Hollenskur sælgætisframleiðandi hóf markaðsfærslu á nammi sínu í Danmörku. Á umbúðunum varð innihaldslýsingin auðvitað að vera á dönsku. Þar varð að koma fram hvaða efnum maðurinn hafði blandað út í nammið. Og eins gott var að lesa vörulýsingu mannsins vandlega áður en dottið yrði í það. Nammið innihélt nefnilega geðveiki. Já, ekta geðveiki - "kan indeholde sindsyge" - sem þýðir - "getur innihaldið geðveiki".
 
Eftir smá stund skildi maður hvað gerst hafði. Framleiðandinn hafði tekið enska textann og þýtt hann yfir á dönsku með annað hvort Google Translate eða orðabók. Textinn "could/can contain nuts" varð allt í einu að "kan indeholde sindsyge". Allir sem þekkja ensku vita að fólk sem er nuts er annaðhvort geðveikt eða hnetur. Rétt hefði því verið að skrifa "kan indeholde nødder", "getur innihaldið hnetur",  sem er alls ekki geðveikt. Men så be'r de fandme også selv om det!
 
Og kæru Hagkaup. Ekki reyna að telja Íslendingum trú um að Jakabov sé næstum því matur. Það er hann svo sannarlega ekki. Að minnsta kosti ekki í augum Dana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geðveiki á dönsku er stafað sindsyge. Með i. En kemur málinu kannski ekki við. Það er furðulegt með Google, að það velur yfirleitt röngu þýðinguna á orðum sem hafa tvær merkingar. Annars undarlegt að í þessu tilviki sem þú nefndir að slanguryrðið var valið fram yfir hefðbundna orðið.

En það sem mér finnst verst við danske dage í Hagkaupum er þessi hræðilega danska poppmuzak sem spiluð er, viðskiptavinum til mikils ama. Dönsk poppmúsik er alveg jafn ömurleg og íslenzk dittó*. Thomas Helmig, Lis Sörensen, Pia Raug, Shubidua og hvad de allesammen hedder. Vorherre bevares!

En dönsku kökurnar eru góðar, það verð ég að segja. Og ekki allt of dýrar miðað við gæði.

*) Að undanskildum Bubba Morthens, sem er ágætur.

Che (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 22:49

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Che,  stafsetningarvilla MÍN er hér með leiðrétt 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2011 kl. 22:55

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég tók líka eftir þessu... einstaklega neyðarlegt.

Virðingarvert að vilja slá um sig með dönsku en hér hefði betur verið heima setið en af stað farið. Og eins og þú bendir á þá hefur einhver hönnuðurinn tekið ágæta upphæð fyrir að gera Hagkaup að athlægi... ekki svo að skilja mér sé sérlega annt um orðspor Hagkaupa.

Emil Örn Kristjánsson, 21.3.2011 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband