Leita í fréttum mbl.is

Ofurmáni - ofurvél - ofurmenn

Kraftaverk árið 1969, þykir mér   

Í kvöld er Máninn okkar um það bil 55.000 kílómetrum nær Jörðu en hann er þegar hann er sem lengst frá okkur. Ég var úti að horfa á tunglið rétt í þessu og fannst það aðeins stærra en venjulega. Að minnsta kosti all nokkuð bjartara. 

Fyrir tæplega 42 árum sendu Bandaríkjamenn þessi þrjú þúsund fjörutíu og fimm tonn, sem sjást hér á myndskeiðinu fyrir ofan, þráðbeint upp í loftið. Förinni var heitið alla leið til Mánans. Líklega er þetta öflugasta vél sem hefur verið byggð hér á Jörðinni. Ég efast stórlega um að til séu menn í umferð í dag sem kunna að byggja svona gígantískar græjur. Og við skulum ekki minnast á fjárveitinguna til svona verkfæra. Allt þetta fyrir 42 árum síðan. Merkilegt. Hljóðið í endanum á myndskeiðinu er engu líkt. 

Hér er mynd af þeim sem fóru með tækinu til Mánans og komu svo svífandi all léttari heim aftur

Áhöfn Apollo 11

Apollo 11 Official Crew Portrait

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband