Leita í fréttum mbl.is

Lánasafn Landsbankans. Er það undirmálslánasúpa? Eða MBO?

 
Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands, nú útfluttur til N-KórEU - nánar á AMX 
 
Þið munið öll eftir skothelt-öruggu eignavafningunum sem allir sögðu að væru svo öruggir. Þeir voru framleiddir í bönkum. Af mönnum í bönkum sem voru sérfræðingar í að meta áhættu. Stjórnmálamenn blástimpluðu svo áhættumat bankanna og þar með vöruna sjálfa. Síðan var varningur þessi seldur á fjármálamörkuðum um allan heim. Bíddu, þetta er ekki búið. Hvað gerðist svo? Jú, í ljós kom að áhættumatið var ekki til staðar og varningur þessi breytti eignasöfnum manna og fjármálastofnana í stærsta fjármálahrun sem riðið hefur yfir heiminn allar götur frá 1914. Það var sem sagt áhættumatið sem var ónýtt. Sama gilti um áhættustýringuna. Hún reyndist vera þorp í Rússlandi. Sem sagt: algert hrun. CMO, DCO og MBO (mortgage backed securities) sem til dæmis komu Roskilde bankanum fyrir kattarnef og síðan Amagerbankanum á hausinn í gegnum viðskiptavini bankanna og fjármálalegum sullveikisormum þeirra í eignasafni bankanna. 

Margt bendir til þess að ferlið sem kom af stað þeim ófyrirsjáanlega atburði sem fékk borgarísjakann til að snúa sér í sjónum haustið 2008 - og sem átti alls ekki að geta gerst - sé að mjakast af stað á ný. Það sést hugsanlega á því að "the credit quality cycle" er kominn á nýjan stað í hringrásinni og það "default event" sem þá leysist úr læðingi er byrjað að grína framan í þá sem eru í áhættustarfsemi og spilavítisrekstri eins og þeim sem ríkisstjórn Íslands er komin út í nú. Mannamál: sveifla kredit-gæða á fjármálamörkuðum er við það að snúa sér á ný til hins óhagstæðara; hin sjálfgefna þróun atburða (stórslysa) á fjármálamarkaði sem fylgir í kjölfarið á því, er komin í vont skap á ný. Monstrið er vaknað á ný. 
 
Ríkisstjórn Íslands er mönnuð mörgum og fullkomnum fáráðlingum. Munu þeir fullkomna verk útrásarvíkinganna og koma Íslandi endanlega fyrir kattarnef? Mér virðist það.
 
Tengt (krækja á grein Gavyn Davies í FT, skyldulesning) 
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband