Leita í fréttum mbl.is

Nýtt frá Evru-Víetnam styrjöldinni fyrir botni Brussels

Armageddon bankinn 
 
Skyndilegt gjaldþrot Armageddon bankans (Amagerbanken) í Danmörku hefur breytt miklu hvað varðar áhættumat fjárfesta í banka- og ríkisfjármálageira evrusvæðis. Starfsmenn danska ríkisins, Fjármálalegs stöðugleika, hafa hér framið stærstu fjármálalegu mistök í sögu Danmerkur segja sérfróðir. Þeir pumpuðu fyrst 1,2 miljörðum DKK í bankann fyrir 16 mánuðum. Svo komu þeir þrjá mánuði í gjaldþrot og pumpuðu 13,5 miljörðum DKK í þennan banka sem Financial Times nefnir Armageddonbanka. Þeir sáu ekki einu sinni þrjá mánuði fram í tímann. Eignasafnið gufaði bara upp. Fyrir þessa upphæð hefði danska ríkið getað byggt nýtt sjúkrahús og bætt heilbrigðiskerfi landsins sem áratugum saman hefur verið að þrotum komið; FT | Børsen

Lántökukostnaður Portúgal 10 ára ríkisbréf 18 feb 2011
Portúgal
 
"Portúgal er að drukkna" (í evrum) segir ónefndur en greinilega nokkuð greindur starfsmaður Evru-Brussles við Reuters. Það sjá allir því lántökukostnaður portúgalska evruríkisins á Össurarlegum-okurvöxtum er orðinn ósjálfbær snjóblotahnoðari án enda fyrir fjármálastöðu ríkissjóðs landsins. Portúgal mun ekki halda út lengur en til loka mars mánaðar segir Brusselmaðurinn. Það verður þá þriðja evruríkið sem er að þrotum komið vegna þátttöku í myntbandalagi Evrópusambandsins, og sjötta ESB-landið sem fer á gjörgæslu Alþjóða Gjaldeyrissjoðsins og gjaldþrotasjóðs Evrulanda. Portúgal hefur ekkert annað gert af sér en að vera óþýskt land Suður-Evrópu sem tók upp evru. 

Írland 
 
Stærsta bankarán Írlands var framið af bönkunum sjálfum og í miðju regluverki Evrópusambandsins. Írland er þess vegna því sem næst ríkisgjaldþrota. Það álpaðist til að taka upp evru og var af eigin ríkisstjórn, Brussel og meðfæddum erfðagöllum myntbandalagsins, þvingað til að ábyrgjast skuldir bankaræningja: Bankarán

Þessar fréttir fást ekki á RÚV.

DDRÚV - skömm Íslands
 
Fréttastofa Ríkisútvarpsins sem heitir DDRÚV er rauð þjóðarskömm. Bjarga ætti menningararfi samtímasögu Íslands úr klóm þess. DDR-hönnunardeild fréttastofu þessarar stofnunar á sér varla tilverurétt lengur. 
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrsta efnisgreinin er sértaklega áhugaverð í ljósi þess að hér uppi á Íslandi sitja Jóhanna og steingrímur við að reikna sér framtíðartekjur úr eignasafni Landsbankans.

Ef út í það er farið erum menn eiginlega farnir að sækja innblástur að góðum ríkisrekstri til Enron.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 02:31

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Elsku Gunnar, á fréttastofu DDRÚV veit enginn neitt um fjármál. Þeir eru líka allt of uppteknir við að segja fréttir af upplausn bræðrasamtaka sinna í Miðausturlöndum. Þeir vita allt um Hamas og Islam-vexti en ESB-eru dagdraumar þeirra.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2011 kl. 07:36

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Hans. Ég fæ geigvænlegan hroll. Sama var uppi þegar Roskilde Bank fór í gjaldþrot. Eignasafnið rotnaði hraðar en fjármálaeftirlitið náði að skrá hjá sér. Allt lenti á skattgreiðendum only. Í Armageddon bankanum lendir gjaldþrotið á skattgreiðendum og fjárfestum. Tap skattgreiðenda er gífurlegt. Allir embættismenn ríkisins og eftirlitsstofnana þess standa hér með rauð eyru og höfuðið fast inni í póstkassanum. 

Já Vilhjálmur ég hef tekið eftir þessu. Frétta og áróðursdeild RÚV er hreint ótrúlegt fyrirbæri. Nánast mafíuleg klíkustofnun sem pressar peninga út úr fólki í gegnum skatta. Þeir starfa eins og liðinu þar sýnist. Hvers vegna er þetta liðið?

Gunnar Rögnvaldsson, 19.2.2011 kl. 10:20

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel þetta allt í samræmi við Regluverk EU,  sameiginlegur grunnur hljómar vel. En fækka eignar aðilum  til að ná fram stærri einingum minnkar kostnað og þar með vsk eða upphæð reikninga til útreikning rauntekna.Tekju skortur stjórnsýslanna samfara lánakjörum til að framkalla veð-bólgu tryggir vinsældir stjórnmálmanna,  og ef allir gera þetta þá get ég gert þetta líka.

Spurning er hvort ekki hafi verið plottað líka um það fækka líka í aðilum í fjármálgeirum.   

Allir alvöru fjármálmenn þekkja eðli Mammons.

Það er búið vara í gangi gífurlegt rauntekju keppni nánast stríð innan EU og utan gagnvart USA og Kína. Rússa má ekki styggja.

Ef Ríkin væru sjálfbær en ekki eignalega samþætt, allir eiga eignir í öllum ríkjum, eignir erlendis má sjá í CIA factbook, þá væri allt komið í  kaldakol í EU nú þegar. Þetta sjónarmið kom fram strax í upphafi fæðingar fjórða Ríkisins um 1957.

Menn hljóta að vera með Samfo greind ef þeir geta ekki séð að Lagaleg markmið EU gera það kleyft að segja fyrir um enda upphafsins: þökk Lissabon. Ný-Ísland er nánast staðreynd.  Nýfundnaland er gott dæmi um hvernig hlutirnir verða hér.  

Eitt er alveg ljóst í stöðunni að þegar Ísland er samþykkt 2009 á nýju gengi til þjónustu við EU grunninn, þá eru  allar samþættingar lánafyrirgreiðslur af hálfu Brussel lokið. 

Ísland fær engar fjárfestingar hingað nema hafa neytendur til að tryggja þær til eilífðar.  Hér má en lækka kostnaði af í Íslandi í þágu heildar hagsmuna EU. EFTA er líka algjörlega óþarft eftir inngöngu og utanríkisþjónusta og stærstu hluti stjórnsýslunnar,  allt þetta og meira  telja aðilar sig í Brussel vera að greiða niður hér í dag.  Þeir geta markaðssett orkuna og hráefnin, því þeir hafa greindina og neytendurna.

http://www.moodys.com/researchdocumentcontentpage.aspx?docid=PBC_79004

Lánshæfi sem allir ábyrgir ættu að kunna utan að.

Ég lærði nú á sínum tíma að greiná áróður í textum. Hinsvegar er líka hægt að greiða hann í hljóðum og myndum. Rúv er áróðurstæki stjósýslunnar hér sem virðist öll manipuleruð af útþennslu herdeild EU. 

Ísland og Norðulönd áttu aldrei að leggja hér 100 % síukerfi í grunnmótun.  Þetta kalla t.d. Þjóðverjar og Frakka veikleika, og gera út á hann.   ASí var að standa sig einna best  mótunarlega séð fyrir um 30 til 20 árum og heldur því áfram í hag. Við erum að súpa seyðið af því að gefa skít í mennta kerfi til dæmis Frakka og Þjóðverja, lánakerfi og lífeyrissjóðskerfi.

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband