Leita í fréttum mbl.is

Hvort ætla menn að selja Reykjavík, Vestfirði eða Þingeyjarsýslur úr þjóðríkinu?

Þegar Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn kemur aftur, en þá til að taka sig af greiðsluþroti íslenska ríkisins, hvað ætla Icesave-þingmenn þá að bjóða sjóðnum? Reykjavík og Vestfirði, eða Þingeyjarsýslur og Bessastaði? Það mun koma að þessu.
 
Þetta er sú ráðgjöf sem Evrópusambandsríkið Grikkland fær hjá sjóðnum í dag. Selið land, seljið landsvæði til að bjarga lánauppáskriftum þingmanna. Írinn David McWilliams segir að Írland sé næst í röðinni. Það er líka gjaldþrota í evrulandi Evrópusambandsins. 

Nú er það aðeins forseti Íslands sem getur hindrað að svona framtíð renni upp hér á landi. En David McWilliams segir einnig að það ætti að biðja þjóðina um leyfi fyrir þessu fyrst. Fáum við leyfi til þess?

Treystið þið þessu fólki fyrir auðlindinni okkar, sjálfu Íslandi? Já-listinn sem kaus hug- og dugleysið er þessi. Athugið: Já-listar vorra tíma eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. En hér er hann, Icesave-flokkurinn gegn þjóðinni:

Atli Gíslason
Álfheiður Ingadóttir
Árni Johnsen
Árni Páll Árnason
Árni Þór Sigurðsson
Ásbjörn Óttarsson
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Bjarni Benediktsson
Björgvin G. Sigurðsson
Björn Valur Gíslason
Einar K. Guðfinnsson
Guðbjartur Hannesson
Helgi Hjörvar
Jóhanna Sigurðardóttir
Jón Bjarnason
Jón Gunnarsson
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Katrín Júlíusdóttir
Kristján L. Möller
Kristján Þór Júlíusson
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Magnús Orri Schram
Mörður Árnason
Oddný Harðardóttir
Ólafur Gunnarsson
Ólína Þorvarðardóttir
Ólöf Nordal
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Róbert Marshall
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigríður Inga Ingadóttir
Skúli Helgason
Steingrímur J. Sigfússon
Svanís Svavarsdóttir
Tryggvi Þór Herbertsson
Valgerður Bjarnadóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þráinn Bertelsson
Þuríður Backman
Ögmundur Jónasson
Össur Skarphéðinsson
 
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla rétt að vona að Þingeyjasýsla verði seld, mér hefur alltaf þótt Þingeyingar leiðinlegt fólk.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skiptum við ekki bara um kennitölu og flytjum lögheimilið á Kolbeinssker.

Ragnhildur Kolka, 17.2.2011 kl. 12:09

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Minnsta tjónið fyrir okkur væri að afhenda AGS Reykjavík. Ekki er þó víst að þeim hugnaðist sú gjöf, vilja sennilega fé landsvæði sem er nær fiskimiðunum, því auðvitað krefjast þeir fyrst að fá þau afhent!

Gunnar Heiðarsson, 17.2.2011 kl. 12:29

4 identicon

Geturðu gefið hlekk á McWilliams?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 14:30

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið. Krækjan er neðst í færslunni

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2011 kl. 14:33

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við getum bjargað vestfjörðunum og Vestmanna eyjum en það eru lög sem gefa þegnum að splitta sig frá ríkjum. Jafnvel gæti einn bóndi gert það. Það eru upplýsingar einhvernstaðar ekki svo langt síðan í Bloggi mínu. Bæði vestmannaeyjar og Vestfirðir væru upplagðir og fólk þarf bara að safna lista og síðan lýsa því yfir að þau séu annað land með heimastjórn.

Valdimar Samúelsson, 17.2.2011 kl. 16:30

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fyrst var það sameingin sveitafélaga

Svo var það sameining illra afla um að varpa skuldum fjárglæframanna yfir á almenning. 

Svo er það sameingin Evrópu

Svo er ekki neitt, nema eitt: ESB

Fimm þúsund mílur af sameiningu.

ég öskra !!

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2011 kl. 17:26

8 Smámynd: Birna Jensdóttir

Ég öskra með þér!!!

Birna Jensdóttir, 17.2.2011 kl. 18:21

9 identicon

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 21:02

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://ec.europa.eu/enlargement/candidate-countries/iceland/relation/index_da.htm

Til á mörgum tungumálum alls ekkert líkt umræðunni hér frá 1970, hér er allt sem skýrt í smátriðum.  Skýrir líka viltavestrið hér og siðspillta stjórnsýslu.

Júlíus Björnsson, 17.2.2011 kl. 21:41

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ein kona á Þingi dag hlakkaði svo mikið til að komast úr forræðishyggju hér yfir val freslið í EU.

Hún ætti að fara til sálfræðings að mínu mati.

Það vita allir innfæddir í  EU að menningarfleið EU er stofnanna foræðishyggja, stéttaskipting og lítil tækfæri fyrir almenning.  

Júlíus Björnsson, 17.2.2011 kl. 21:46

12 identicon

Líst vel á sjálfstæðar Vestmannaeyjar ;)

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband