Leita í fréttum mbl.is

Þránuð hyggja: uppbygging valdabandalaga, til dæmis ESB

Þegar valdabandalög hrynja saman í upprunalegar rústir sínar, þá leiðir það yfirleitt til styrjalda.

Evrópa er alltaf með vissu millibili nokkuð samfelld rjúkandi rúst. Það er vel hægt að fyrirgefa mönnum sem spyrja þeirrar spurningar hvort upphafs staða Evrópu sé sú að vera meginland rjúkandi rústa. 

Þegar allt er komið í rjúkandi rúst, þá byrjar uppbyggingin góða. Svo koma áætlunargerðarmennirnir snjöllu. Þeir selja þeim sem eru í rústunum enn eina útópíuna um hvernig megi nú forðast það að allt sé sprengt í tætlur á ný. Mikil uppbygging valda- og áhrifatóla hefst. Þau stækka og stækka. Meiri áhrif. Meiri völd. En svo kemur hið óhjákvæmilega. Í ljós kom að farið hafði verið einni evrunni of langt. Einum til tveimur Lissabon sáttmálanum riðið of oft. Og einum björgunaraðgerðunum þrýst of strangt.   

Margir halda að það sé manninum eðlilegt að vera vakandi en ekki sofandi. En svo er ekki. Þegar þú fæðist gefur líkami þinn frá sér efni sem vekur þig eftir langan svefn í móðurkviði. Ef þetta væri ekki svona, þá myndir þú fæðast sofandi og lifa sofandi alla þína æfi. Sem sagt: upphafs staða mannsins er að vera sofandi. En svo vaknar hann. Þeir sem geta ekki sofið framleiða of mikið af vökuefnum. Þetta er ekki öfugt. 

Glaðvakandi Evrópa er ekkert sem menn ættu að óska sér. Hún er best á meðgöngutímanum. Hann hentar henni best. Hér ættu allir heilbrigðir menn að byrja að vera hræddir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband