Leita í fréttum mbl.is

Úr Valhöll í kvalahöll

Síðast þegar við lentum í vitsmunalegum óstöðugleika var brugðist við. Sovét-Ísland kom því ekki. Sem betur fer. Þökk sé góðu fólki sem óx úr rótum hins vitsmunalega stöðugleika Íslandssögunnar; sem er nokkuð löng og var of lengi óþarflega ströng. Þessi rót er þarna ennþá. En sprotarnir eru of fáum sýnilegir í ölduróti rugludalla þeirra sem menn snæða skammtinn sinn úr um þessar mundir. Naked short sellers koma upp í hugann.

Stormurinn í fyrri nótt minnti okkur á þann vitsmunalega stöðugleika sem krafist var af Íslendingum í gegnum þykkt og þunnt í sögu þjóðarinnar. Ef vitsmunalegs stöðugleika hefði ekki notið við væri engin þjóð í dag. Stormar og fárviðri koma því miður alltaf aftur. Eilífðarlognið er og verður aldrei til. En stormar geta þó gefið ládauðu vatni súrefni. Gott er að muna það. 

Sumir eru að gera sér grillur vegna "efnahagslegs stöðugleika" og halda að hann sé eitthvað sem fæst á fernum niðri á esbelliheimilinu, sem er að geispa golunni til langframa í krónískum evrópskum útópíuleik í rugluhöllum Brusselveldisins. 

Ef steini er kastað í vatn þá koma hringir. Það myndast dýnamík í vatninu. Eins er með hagkerfi. Ef of stór hluti hagkerfisins er læstur í höndum ríkisins þá koma engir hringir þegar fé, viðleitni og kröftum er hent inn í það. Þetta þrennt hverfur þá bara og gerir engum gott. Aflið lekur út í ekki neitt. Það þarf fólk með vitsmunalegan stöðugleika til að brjóta svona vítahring.  

En tískufyrirbærinu efnahaglegum stöðugleika þurfa menn ekki að hafa neinar áhyggjur af. Nei. Það sem menn þurfa hins vegar að hafa virkilegar áhyggjur af er vitsmunalegur óstöðugleiki. Hann elur nefnilega af sér pólitískan óstöðugleika sem svo elur af sér efnahagslegan óstöðugleika og sem svo elur af sér fjármálalegan óstöðugleika. 

Það sem við sjáum í dag er þetta: Ríkisstjórn Íslands er vitskert (með skert vit). En af hverju er hún vitskert? Hún er klikkuð af því að hún er sjálf hinn vitsmunalegi óstöðugleiki holdinu klæddur. Þeir sem vilja fylgja straumum í rugludöllum ríkisstjórnarinnar ættu að skoða aftur í kistuna sína, og það strax.  

Listinn yfir vitsmunalegan óstöðugleika ríkisstjórnarinnar er langur. Efst á listanum er ESB sem svo elur af sér Icesave I, II, og III sem svo elur af sér kvalahöll og svo framvegis. Allur ömurleikapakkinn mun sjálfkrafa fylgja í kjölfarið hjá þeim yfirgefa Valhöll fyrir ískalda kvalahöll. 

Þetta er ekki mission impossible

Tengt efni
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heimurinn í dag er mjög líkur því sem og sögðu mér um tíman fyrir fyrri heimstyjöld. USA+ Kína keppni við EU [Rússar orkusala]. Þýkaland er nánast að missa alla varasjóði  í viðskiptum við USA.  

EU verður að styrkja evru gagnvart öllum þjónustu ríkum sinnar fullvinnslu. Til minnka neikvæðar innri tekjur.

Júlíus Björnsson, 10.2.2011 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband