Laugardagur, 5. febrúar 2011
Iceasave málið er ekki leikur
Halda sumir í raun og veru að Iceasave málið sé eins konar fótboltaleikur sem hægt er að nota sér til pólitísks framdráttar? Icesave III. Sterkur leikur Bjarna skrifar Egill Jóhannsson og skrif hans sem og nokkurra annarra undra mig mikið.
Mig langar að benda á að hér er ekki um leik að ræða. Þetta er ekki hinn venjulegi stjórnmálaleikur narrhusa.
Að taka 10-50% af landsframleiðslunni og sturta henni niður í klósettið er ekki leikur. Það fæst nákvæmlega ekkert fyrir þessa peninga og því mun tapið á þessum glataða hluta landsframleiðslunnar þýða svipað óþolandi högg fyrir þjóðarbú og þjóðríki okkar og ríkisábyrgðar lántökur brennuvarga fyrir bensíni myndu gera. Að borga fyrir að láta brenna sig niður. Það er það sem Icesave stendur fyrir.
Að formaður Sjálfstæðisflokksins krefjist þess að almenningur taki á sig tapið frá fjárhættuspili fremstu glæframanna landsins er svo ósvífið að mig skortir orð. Og þar að auki leggst hann sjálfviljugur og ótilneyddur undir brennuvagninn og sleikir stígvél ökumannanna Steingríms J. Sigfússonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar.
Það getur vel verið að sumir líti á þetta sem leik. En fyrir hinn almenna borgara sem þarf að sætta sig við að ríkisfjármunir margfalt stærri en þeir sem veittir eru í ALLT heilbrigðiskerfið á Íslandi, skuli bara svona allt í einu og sí svona vera tiltækir til pólitískra bleyjukaupa fáráðlinga og sem ekki munu bjarga neinu, er mér algerlega óskiljanlegt. Þetta er fullkomlega súrrealistískt.
Þess utan lætur formaðurinn xD sér detta í hug að óútfylltur víxill með undirskrift íslenskra skattgreiðenda muni stuðla að einhverju góðu fyrir samfélagið í heild. Þessi maður er hættulegur.
Hvað hefur íslenskur almenningur gert til að eiga svona vesalinga á opinberri framfærslu skilið?
Fyrri færsla
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
- Fallbyssur Trumps í tollamálum
- Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlan...
- Já, Pólverjar verða að vakta landamærin upp að Þýskalandi. Þa...
- Á Ísraelsríki þá líka að leggja kosningar af?
- Njótið: Evrópa loksins home alone
- Þorgerður Katrín styður Pútín
- Á landmassa Gamla heimsins gilda ekki úthafslögmál
- Trump kom til dyra þegar sjálfstæður og fullvalda Starmer kom...
- .... og Marco Rubio vill ekki hitta Kæju Kallas úr miðstjórn ESB
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 78
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 1095
- Frá upphafi: 1400897
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 692
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þú ert harðorður Gunnar.
Er ekki tími til kominn að þið hægri menn, sem eruð ennþá hægri menn, áttið ykkur á, að AGS mótar stefnuna hér á Íslandi. Allt sem þið gagnrýnið félaga Steingrím og hans fólk fyrir, er eitthvað sem kallast að framfylgja stefnu AGS.
Og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi líka gera slíkt hið sama.
Þarf ekki að fara hugsa hlutina upp á nýtt, nýjan valkost þvert á vinstri og hægri, svona framtíð versus fortíð???
Eða sérð þú einhverja leið til að koma á heilbrigðum kapítalisma í því auðræði sem ríkir hér á Vesturlöndum???
Hverra hagsmunir eru alltaf í forgang???
Er ekki hægt að ná sátt milli markaðssinna og samfélagssinna, um siðlegt þjóðfélag rekið áfram af drifkrafti einstaklingsins???
Held að það sé spurning 21. aldarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2011 kl. 23:56
Egill er að fjalla um hagsmuni Sjálfstæðisflokksins og sitjandi formanns. Hann fellur því miður í þá gryfju og átti ég ekki von á því frá honum.
Þetta mál verður að hefja upp fyrir mikilvægi leitar Bjarna Ben eða flokksins að sjálfum sér. Það geta þessir aðilar gert annar staðar og helst fjarri ákvarðanatökum er varða öryggi og framtíð barnanna okkar.
Staðreyndin er sú að það er vel hægt að endurfjármagna Landsvirkjun, Orkuveituna ect. án aðkomu ESB stofnanna eins og Evrópska Fjárfestingabankans. Þau einkafyrirtæki sem eru stöndug hafa verið að fá endurfjármögnun, önnur ekki. Þannig er lífið.
Þetta eru ólögmætar kröfur, skuldir einkafyrirtækis í öðrum löndum sem Íslendingar hafa ekki fengið neinn arð af. Óvissuþættirnir eru þeir sömu og fylgja hverju öðru gengistryggðu bílaláni að viðbættri óvissu um endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans og forgangsröðun krafna í búið.
Bjarni Ben sagði um daginn að gengisáhættan væri lítil þar sem að krónan þyrfti að falla 25% svo að forsendubrestur yrði fyrir hans útreikningum.
25% gengisfelling er lítið mál og er ég hneykslaður á kjarki þessa vikapilts til að láta eins og hér sé engin áhætta á ferðinni.
Hagsmunirnir að taka á okkur ólögvarðar kröfur? Þeir eru fyrst og fremst til í huga þess er leitar um þessar mundir að skjótteknum auði í formi lánafyrirgreiðslu hjá erlendum aðilum, beinlínis út á veðhæfi Íslenska ríkisins.
Gunnar Waage, 6.2.2011 kl. 00:06
Þessar spurningar myndu fara vel á innheimtuseðlunum Ómar. En ég er ekki viss um að þeir sem þú kallar "samfélagssinna" munu tíma að eyða bleki í að prenta þennan boðskap á innheimtuseðla frá ríkisskattstjóra.
Þú ættir frekar að spyrja að því hvort komi á undan; "markaðssinnar" eða "samfélagssinnar". Án markaðssinna er ekki um neitt samfélag handa "samfélagssinum" að ræða Ómar minn. Got that?
Gunnar Rögnvaldsson, 6.2.2011 kl. 00:09
Ómar, Þú segir;
"AGS mótar stefnuna hér á Íslandi"
Þetta er rangt en er þó það sem að Steingrímur heldur fram. Staðreyndin er sú að Íslenska ríkisstjórnin semur fjárlögin og setur sér skuldastýringráform, skýlir sér síðan á bak við AGS og kennir um.
Stjórnin hefur gengið mun harðar fram en AGS fer fram á. AGS greiða heldur ekki atkvæði um Icesave.
Gunnar Waage, 6.2.2011 kl. 00:09
.
Þú hittir naglann svo rækilega á höfuðið hér að lengra kemst hann ekki.
Rétt hjá þér nafni minn Waage.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.2.2011 kl. 00:12
Blessaður Gunnar.
Samfélagið kom fyrst, mannfræðirannssóknir hjá steinaldarþjóðflokkum sýna að markaðsskipti á gæðum eru óþekkt.
Samfélagið kom á þeim reglum sem leyfði mörkuðum að þróast, og öflugustu markaðirnir hafa alltaf verið þar sem öflugt ríkisvald hefur tryggt umgjörð þeirra og viðgang.
Hins vegar hefur ríkisvald sjaldnast haldist öflugt, ef það hefur ekki skilið gangverk markaðarins. Hefur getað risið vegna rána og rupla, en slík gæði eru lítt endurnýjanleg.
En þetta með innheimtuseðilinn er eitthvað sem þið markaðsmenn hafið gleymt í dag, en Churchil ræddi um við kollega ykkar í Bretlandi á sínum tíma, hann benti á hvað hefði orðið um þá í Rússlandi.
Þar sem er ekki félagslegt réttlæti, þar er alltaf ólga.
Og ólga er kostnaður Gunnar, take it or leave it.
Og Gunnar Waage, ef þú trúir því eitt augnablik að aðgerðaráætlun AGS móti hér ekki stefnuna, þá ert þú tækur að trúa á málefnalegan rökstuðning Bjarna.
Þú hlýtur að átta þig á rökfræði samsvörunarinnar.
Steingrímur Joð er fjármálaráðherra á Íslandi. AGS er mun víðar með aðgerðaráætlun, niðurstaðan alltaf sú sama, og var líka sú sama í Suðaustur Asíu kreppunni, og Suður Ameríku kreppunni.
Hvað segir sú samsvörun þér????
Þeir sem ná ekki að rífa sig uppúr hjólförum local hugsunar, þeir munu ekki móta framtíðina.
Ástandið í dag er niðurstaða ákvarðana hagsmunahópa, þeirra hagsmunahópa sem ráða. Þaðan er hið ískalda hagsmunamat ættað.
Og sundruð hjörð andstöðunnar breytir því engu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2011 kl. 00:41
Ómar,
Það að vísa til "local" hugsunar, virðist vera einhverskonar aðferð til þess að vísa málum í ekkert. Sama gildir um vísun til Global viðhorfa einhverskonar. Verandi sjálfur einhver sem hefur starfað töluvert erlendis, þá man ég ekki eftir því hugtaki af þeim vettvangi.
Varðandi "Suðaustur Asíu kreppunni, og Suður Ameríku" kreppunna, þá er hér farið um vítt og breytt, hvaða samsvörun ertu að vísa til nákvæmlega?
Í Suðurameríku eru nokkur lönd og hafa þar verið all nokkrar kreppur, hver annari ólík.
Þannig að örlítið betur afmarkað viðfangsefni væri vel þegið.
Gunnar Waage, 6.2.2011 kl. 01:08
.
Já, en varla ertu að mælast til þess að við förum aftur á steinaldarstig Ómar?
Steinaldarsamfélagið var í jafnvægi því þar voru allir voru jafnir því allir þurftu að eyða öllum sínum vökutíma í það sama; að afla fæðu.
Ertu viss um að þú viljir engan hagvöxt næstu 15.000 árin? Er það samfélag Ómar. Um hvað stendur það félag saman um? Stöðnun?
Hvað kom hagvexti af stað eftir 15.000 ára jafnvægi og núll vöxt steinaldarsamfélagsins? Og hvað fékk hagvöxt og alþjóðaviðskipti síðar meir til að stöðvast öldum saman? Það var frelsið Ómar, og svo skortur á því sama.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.2.2011 kl. 02:06
Heill og sæll Gunnar; og aðrir gestir, þínir !
Gunnar !
Það er einmitt; fyrir drifkrafta, sem þig - Ómar Geirsson og Gunnar Waage, að nokkur neisti skuli enn vera til staðar, í mínum ranni, til áframhaldandi baráttu, gegn skaðræðis öflunum, sem eru jú, þau,, hér innan lands, sem eru okkur skeinuhættari, en nokkur, ytra.
Beztu þakkir; fyrir þínar brýningar - sem þeirra Ómars og Gunnars, nafna þíns.
Og; með kveðjum góðum, úr Árnesþingi,. sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 02:23
Beztu kveðjur sömuleiðis heim í Árnesþing Óskar !!
Gunnar Waage, 6.2.2011 kl. 02:29
Blessaður Gunnar.
Þú ert betri að lesa en ég ef þú færð út 15.000 ára stöðnun úr orðum mínum. Vegna fyrri orða þinna bar ég einfaldlega að benda þér á hvort kom á undan, eggið eða hænan, en sannað er samt að hvorugt getur án hins verið, ekki ennþá.
Og ég ætla að vera manna síðastur að rífast um gildi frelsis, en það voru reglur sem skópu frelsið. Þú ert hvergi í samanlagðri veraldarsögunni, og það ætti að segja þér eitthvað um orsök og afleiðingu, með markað án miðstýrðs valds.
Það þarf einhver að löghelda reglurnar, sjá um að þeim sé framfylgt og koma í veg fyrir að "aðrir" ræni þá sem notið hafa velmegun markaðarins.
Og niðurjörfaðir markaðir án frelsis hafa gengið, vankantar þeirra hafa fyrst og fremst komið í ljós við samanburð við þá sem njóta ákveðins frelsis.
Og það sem þú kallar skortur á frelsi og hefur iðulega kennt við sósíalisma eða samfélags eitthvað, er hlutur sem tilkominn var löngu áður Marx gamli skrifaði kommúnistaávarp sitt. Ofstjórnun miðstýrð valds hefur verið vandamál frá því að elstu menn muna, og það minni er allavega ritað til í 5.000 ár eða svo.
Vanstjórnun hefur líka verið vandamál í allan þann tíma, það er þetta gullna jafnvægi sem hefur verið höfuðverkurinn, það er að ná þeim skilyrðum að markaðurinn nái að blómstra öllum til hagsældar.
Markaðsmenn sem þekkja söguna, skilja þetta með þörfina á reglum og "vernd", hafa alltaf borgað sína innheimtuseðla með glöðu geði. Glaða geðið hefur aðeins horfið þegar þeim finnst hann of hár án tilefnis. Ótal sögur eru til um kaupmenn og verslunarmenn sem hafa samþykkt tímabundnar auknar álögur til að styrkja stöðu hins ytra valds. Karþagó er til dæmis mjög gott dæmi um þar sem ráð verslunarmanna hækkaði skatta, fyrst til að efla varnir borgarinnar, síðan til að greiða ICEsave skatt Rómverja, en um leið náðu þeir að láta verslun sína og viðskipti blómstra.
Þegar varnir Vesturlanda gegn uppreisn og ólgum voru byggðar upp (köllum það velferðarkerfi í dag), þá voru það kaupmenn og iðnrekendur sem stýrðu þeirri uppbyggingu. Það er til dæmis þjóðsaga að Skandinavísku kratarnir hafi byggt upp norrænu velferðarþjóðfélögin í andstöðu við þá sem stýrðu auðsköpuninni. Þar var sátt, og hún rofnaði ekki fyrr en ofsköttun sjöunda og áttunda áratugarins varð meiri en ávinningurinn af "verndinni".
Samfélagið er lífræn heild og þar gegnir hver þáttur sínu hlutverki. Líka þeir "ómerkilegu". Dæmisagan um líkamann þar sem helstu líffærin rifust um hvert þeirra væri mikilvægast ætti að vera markaðs og samfélagssinnum lærdómur. Fremst í þrasinu fóru heilinn og hjartað en öll þessi höfuðlíffæri voru sammála um að botnlanginn væri ómerkilegastur því hann væri í raun óþarfur. Þá varð botnlanginn leiður á þessu, og sprakk, og þar með leystist deilan sjálfkrafa.
Fákeppni auðræðis er sama ógn við markaðssinna og samfélagssinna. Og það getur eitthvað sprungið sem leggur þjóðfélög okkar að velli. Í því ljósi er þrasið milli þessara megindrifkrafta brosleg en um leið svo skelfilega tilgangslaus.
Menn eiga að þekkja sinn sameiginlega óvin.
Og finna jafnvægi sem skapar þeim lífvænlega framtíð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2011 kl. 09:02
Blessaður Gunnar Waage, þegar margt er sagt í ekki oflöngu máli þá er treyst á sameiginleg minni, nú ef þau eru ekki til staðar, þá er sjálfsagt að útskýra.
Þetta með local er tilvísun í andstöðuna við núverandi ráðamenn sem hjá mörgum er flokkstengd, væru þeirra menn við stjórnvölin þá væru hlutverkaskipti, þá væru þeir að verja en hinir að gagnrýna.
Og samsvörun er að benda á sama ferlið sem hefur fylgt AGS í öðrum löndum, bæði í núverandi kreppu, sem og í fyrri kreppum. Skattahækkanir og niðurskurður til að fá jafnvægi í ríkisfjármál er sú leið sem hefur verð farin í öllum löndum sem hafa þurft á fjárhagsaðstoð hans að halda.
Kreppan sem kennd er við Suðaustur Asíu var um 1990, þar varð ástandið verst í Thailandi og Indónesíu, en mun fleiri lönd lentu i erfiðleikum og fengu aðstoð AGS. Til dæmis voru það mistök sjóðsins í Suður Kóreu sem voru upphafið af gagnrýni Stiglitz á meðölum sem áttu ekki við sjúkdóminn.
Kreppan í Suður Ameríku kom aðeins seinna, en risaríki álfunnar, Mexico, Brasilía og Argentína, ásamt helftinni af öðrum ríkjum álfunnar þurftu á aðstoð sjóðsins að halda. Vissulega voru aðstæðurnar í þessum löndum mismunandi en meginlínurnar voru þær sömu.
Ég hef oft nefnt gott dæmi um þennan local hugsunarhátt, að sjá ekki samhengi hlutanna vegna staðbundinna aðstæðna.
Þegar ég var á Garði fyrir margt löngu, þá hlustaði ég á krakka gagnrýna spillingu og klíkumyndun í Reykjavík, kenndu íhaldinu um. Það væri vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri spilltur. Já, og ekki eru bölvaðir framsóknarmennirnir betri, sögðu Norðlendingar og sögðu margar sögur um hvernig kaupfélögin ættu allt, og framsóknarmenn réðu síðan öllu í stjórn bæjarfélaganna, með tilheyrandi spillingu og klíkuskap. Þeir sem mæltu þessa gagnrýni, voru allaballar eða róttæklingar, og líka íhaldsdrengir.
Það fyndna var að ég hafði til skamms tíma hugsað það sama um mitt bæjarfélag, þar var spilling og klíkumyndun allsráðandi og flokksaðild nauðsynleg jafnvel fyrir aukavinnu unglinganna.
Og þar hafði Alþýðubandalagið farið með völd í um 50 ár.
Hverjir höfðu rétt fyrir sér, þeir sem tengdu spillingu og klíkuskap við framsókn, við íhaldið, eða við kommana???
Svarið er augljóslega að vald spillir og löng valdaseta ákveðins flokks skapar alltaf skilyrði fyrir spillingu og klíkur. Gjörsamlega óháð nafni þeirra eða staðsetningu í litrófi stjórnmálanna.
Og þeir sem hugsuðu local gátu aldrei séð þetta samhengi.
Steingrímur Joð er ekki fjármálaráðherra Grikklands eða Lettlands, Ukraínu eða Ungverjalands. Hvað þá að hann hafi stýrt málum í Thailandi eða Argentínu eða einkavinavæðingunni í Suður Afríku eða á Filippseyjum.
Því miður því þá værum við kannski laus við hin söguleg svik vinstrimanna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2011 kl. 09:25
Hafa þessir menn ekki hugleitt hvað fordæmisgildi gjörningsins er ef ríkið fellst, án ábyrgðar, á að greiða eina krónu af þessari upphæð?
Það þýðir nefnilega að fjárglæframenn þurfa hér eftir ekki að taka ábyrgð á glæfrum sínum og áhættusæknin og gamblið verður eftir því. Ekki bara hjá bönkum, heldur verður þetta hér eftir notað sem aflátsbréf fyrir alla skylda glæpamenn í réttarsölum heimsins.
Þetta snýst ekki um það hvort við ráðum við þessa upphæð eða ekki. Hún er ekki okkar skuld. Þetta er lagalegt prinsippmál. Bara það að málsaðili geti neitað að fara með mál fyrir dómstóla er eins vitfirrt og það getur verið. Að hægt verði að sniðganga lagalegt ferli af því að eiinhverjum finnst það óheppilegt er svo gegggjað að maður nær ekki utan um það.
Bjarna er umhugað um að míga í bomsurnar sínar en hugsar ekkert um afleiðingarnar til framtíðar. Ef þetta gengur í gegn, þá hafa glæponarnir sigrað og munu hafa frítt spil við að hneppa heilu þjóðirnar í ánauð. Þetta er diplómatapassi upp á frítt spil. Næsta kreppa er því skammt undan og verður margfalt verri.
Það má ekki borga þetta, jafnvel þótt það kosti ekki nema krónu. Hér er það prinsippið sem skiptir öllu. Ef Bjarni skilur það ekki, þá er hann gersamlega tómur í hausnum, eða þá að hann hefur séð sóknarfæri fyrir einverja vafasama hagsmuni í hans eigin braski.
Þetta er ekki þrátt þriggja þjóða um einhverjar krónur og aura. Þetta er fordæmið að breyttu landslagi í alþjóðafjármálum. Mjög örlagríkri og vondri.
Skildi "yfirmaður hans" David Rockefeller hafa sent honum tölvupóst?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2011 kl. 14:41
Ómar,
Þetta er alt gott og gilt en eftir stendur það sem ég sagði upphaflega að það er á endanum pólitísk ákvörðun alþingis hvort gengið sé að Icesave 3, það sama á við um AGS.
Það er og hefur allan tíman verið í okkar valdi að hætta samskiptum okkar við sjóðinn, engu að síður hafa Bjarni Ben og félagar, í samvinnu við stjórnarmeirihlutann, staðið fast á áframhaldandi lántökum og samvinnu við sjóðinn.
Þarna er komin hluti af ástæðunni fyrir því að þessi stjórn er ekki löngu farin niður, nefnilega að Bjarni, ásamt sínum tryggustu klofningsmönnum, er AGS maður í húð og hár.
Málflutningur Bjarna Ben hefur frá byrjun verið sérhannaður til þess að slá ryki í augu fólks í þessari umræðu. Fólk hefur hrifist af fagurgalanum og ljóðrænni yfirlýsingagleði en ekki hlustað eftir smáa letrinu hjá honum, nefnilega yfirlýsingum hans er varða áframhald á samstarfi við sjóðinn.
Gunnar Waage, 6.2.2011 kl. 14:57
Þetta mál á að fella í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Gunnar Waage, 6.2.2011 kl. 14:59
Athyglisverð lesning þetta hér og ég þekki mig svoldið í viðbrögðum Gunnars R og Gunnars W við skrifum Ómars, en er nú farin að skilja hann betur en ég gerði í byrjun og er næstum undantekningalaust sammála honum, og það merkilega er að það eru þið líka Gunnar R. og Gunnar W. í grunnatriðunum, þessari lögleysu í því að samþykkja Icesave yfir höfuð og hvernig þetta er svo ávísun á nýja útrás eða öllu heldur viðurkenning á að útrásin var ekki svo galin eftir allt saman, bara sukka og sólunda, lýðurinn fær reikninginn alltaf hvort sem er.
Svo þetta um að það sé ekki AGS sem stýrir efnahagsstefnunni á landinu í dag, heldur stjórnin, hver sópar ?, kústurinn eða sá sem heldur á honum ?, eða öllu heldur "árinni kennir illur ræðari" skiftir engu máli í raun, því með þessari "aðstoð" AGS er einnig verið að færa fé almennings til sukkaranna og í þá hít sem þeir skópu.
Um steinaldarmenn og markaðsöfl, læt ég vera að kommentera á af augljósum ástæðum, þetta snýst heldur ekki um að mæla hver er með stærsta xxxxxx, eða hver er flinkastur að rökræða strákar, heldur að koma því út sem við eru sammála um og vitum að er að gerast með þessu hróplega ranglæti sem væntanlegur Icesave samningur er ef af verður, og ef að er gáð, AGS er að hluta til einnig.
Elskið friðinn milli sanherja, takið höndum saman og "hristið" hina.
Góðar stundir
KH
Kristján Hilmarsson, 6.2.2011 kl. 18:33
Mikið sammála því Gunnar, auðvitað er það okkur í sjálfsvald sett, en kjarninn er sá að það er tvískinnungur að hjóla í Steingrím, en vilja á sama tíma samstarf við AGS.
Það er nú það eina sem ég var að benda á, það dugar ekki að skipta um handbendi, og ég tel að línurnar hafi skýrst.
Og þar sem ég sé bandalag þvert á flokkslínur, þá var ég svona að spá í hvort ekki væri hægt að sætta ólík sjónarmið í baráttunni gegn glæpaklíkunni sem fer um heiminn eins og engisprettufaraldur, í nafni frjáls markaðar í dag, en sósíal eitthvað í gær. En markmiðið það sama, að níðast á venjulegu fólki.
Og þar sem nafni þinn Rögnvaldsson er hugsuður mikill, þá er alltílagi að byrja að gróðursetja markmið í huga hans.
Það sárvantar nýja hugsun fyrir 21. öldina. Alla síðustu öld voru það hugsuðir 19. aldar sem mótuðu aldarandann, sú 20. var tóm.
Og nítjánda öldin dugar ekki á vanda dagsins í dag, eða morgundagsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2011 kl. 18:36
Ég minni á að AGS er framkvæmda-aðili fyrir Parísar-klúbbinn. Um þetta má finna smávegis hér:
http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1136436/
Lesið athugasemdirnar !
http://altice.blogcentral.is/
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 19:01
Blessaður Kristján.
Var ekki búinn að lesa þig þegar ég henti síðasta innslagi inn. En hér er allt með frið og spekt, ég er aðeins að hugsa um framtíð drengja minna með því að virkja hugsun Gunnars. Er svo innilega sammála honum um gildi frjálsra viðskipta, að það hálfa væri nóg. Og ekki gengur hnífurinn á milli okkar í ICEsave, og hér hef ég fengið mörg rök um fáráð AGS, og um gildi þess að örva hagkerfi á krepputímum, ekki skera þau niður.
Engin vandamál þar á ferðinni.
Og allt sem kom frá nafna hans Waage núna síðast var eins og mælt úr mínu nefi eða munn réttar sagt.
Og hér á þessari síðu er hamrað á grunngildum, vil enda þetta spjall á fleygum orðum.
"Það má ekki borga þetta, jafnvel þótt það kosti ekki nema krónu."
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.2.2011 kl. 19:06
Amagerbankinn farinn á hausinn??
Þetta hlýtur að vera snemmbær 1. apríl frétt. Þetta á ekki að geta gerst í samtryggðri útópíu ESB. Jesúsmaría...er þetta þá allt plat sem Johanna og Eiríkur Bergmann Neanderthals hafa verið að segja okkur??
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2011 kl. 21:16
Hvað gera Danir nú? Borgar ríkið innistæðurnar?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2011 kl. 21:17
IMF
Copyright © 2006, European Central Bank, Frankfurt am Main, Germany. This information may be obtained free of charge through the ECB's website.
Íslenskir tossar höldum okkur við raunveruleikan, Viðskiptajöfnuður Íslands og EU var 30 % óhagstæður fyrir EU 2003. Útflutningur til EU var um 70 % heildar útflutningi. Við Aðildar umsókn 2009 útvíkkunar fulltrúar Kommissionarinnar í Brussel að útflutningur sé kominn niður í 60 % til EU en búið sé leiðrétta gengi krónu.
Þetta geta aldir sem þekkja hefðbundnar Alþjóðaviðskiptahefðir sett í yfirstéttar samhengi.
Icesave er hlut af langtíma markmiðum UK og EU að tryggja sér fullvinnslukvóta héðan og vaxtatekjur.
Vaxtatekjur fást af hagstæðum fjárfestingum hingað til.
Milliríkja Samningar segja skýrt að AGS kemur inn þegar ágreiningur rís [um viðskiptajöfnuðinn] milli 3 aðila Ríkis og Meðlima-Ríkja. Eftir Lissabon getur hann líka komið inn gagnvart Meðlima-Ríki og Brussel komissioninni.
Þetta kemur miklu betur fyrir Markaðasetningu Evru og Punds líka. Menn geta alveg séð að : EU ræðst á Íslands í TV: kemur ekki vel út. Þetta er gamli tíminn. Úrelt tactic.
AGS er IMF : Alþjóðlegur viðskiptajöfnunnargengissjóður. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er hluti af siðspillingu hér: villandi áróðursþýðingum:
Alþjóðsamfélagið veit allt um sérfræðinga hér segja eitt í dag og annað morgun.
Ísland tók hér upp 100% subPrime veðlánagrunn um 2000. Hér skilur enginn hvað þetta þýðir. Hér hljóta að fávitar eða föðurlandsvikarar ríkjum. Veðlán eru grunnur allra efnahags og fjármála utan Íslends. Endureisn á sama grunni skilar því sama.
Júlíus Björnsson, 7.2.2011 kl. 05:33
EU lítur á Ísland sem þjónust ríki við samkeppni grunn alvöru Meðlima Ríkja. Hefur enga trú á viðskiptavitinu hér. Hennar hagur er skera niður yfirbyggingu hér til að lækka verð á útflutning hér sem mest.
Fullvinsla stendur undir auðlegasköttum í EU, og hér líka innan skamms. Þegar eðlilegt EU hlutfall er komið á tekjuskiptingu. 30 millar á Íslandi max.
Júlíus Björnsson, 7.2.2011 kl. 05:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.