Leita í fréttum mbl.is

Frá síðasta samtali Ögmundar Jónassonar og Steingríms J. Sigfússonar við þjóðina

Þingmenn sækja umboð sitt til þjóðarinnar. Þessir gerðu það ekki 
 
Ögmundur Jónasson: já, þessi bróðurpartur Steingríms J. Sigfússonar sem í sameiningu áttu mjög sérstakt samtal við íslensku þjóðina í síðustu Alþingiskosningum. Þær kosningar eru herðarnar sem bera höfuð lýðræðis í lýðveldi okkar. Hærra verður ekki komist í skiptiborði þjóðarinnar. Ekkert númer er þar fyrir ofan. 

Í þessum kosningum sóttu ráðstjórnarbræðurnir Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon umboð sitt til kjósenda. Umboðið frá kjósendum var og er ennþá þetta: þeir lofuðu að sjá til þess lýðveldinu Íslandi yrði haldið utan við allt sem hét Evrópusambandið og umsókn þar inn. Að ekki kæmi til greina að sækja um inn í Evrópusambandið. Þessum áróðurs skilaboðum þeirra ráðstjórnarbræðra til kjósenda í kosningabaráttunni var tekið af mikilli ákefð á kjördegi Alþingiskosninganna. Og fyrir vikið fékk ráðstjórnarflokkur þeirra stóraukið kosningafylgi og mörg fleiri sæti á Alþingi. Flokkurinn komst í ríkisstjórn.

Nokkrum mánuðum seinna er þetta samtal ráðstjórnarbræðranna við þjóðina notað til að senda inn umsókn Íslands inn í Evrópusambandið. Og ekki nóg með það; í fullum gangi er líka aðlögun Íslands að lögum Evrópusambandsins. Algerlega í andstöðu við kjósendur Ögmundar J, Steingríms J og Vinstri grænna  og þorra þjóðarinnar allrar. 

Þessir tveir menn breyttu línum sínum á skiptiborði þjóðarinnar í símavændisstöð. Samtal þeirra við þjóðina var misnotað á hinn grófasta hátt. Með þessu og með orðum Ögmundar Jónassonar á Alþingi í dag sýnir hann þjóðinni virðingu sína. Þetta er hrein veruleikafirring.
 
Ekki nenni ég, eftir daginn í dag, að eyða orðum á fáráðlinginn sem liggur nú í forsætisráðherraembættinu. Tillögur hennar eru súrrealistískar. 
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar; æfinlega !

Þakka þér fyrir; afar táknræna - sem myndræna og skýra frásögu, hinnar raunverulegu atburðarásar - sem sjálfs niðurlæginu; þessarra vinstri skrumara.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 20:56

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Dittó !

Haraldur Baldursson, 26.1.2011 kl. 00:00

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já sama og takk fyrir gott innlegg ætíðlega. (nýyrði ?)

Valdimar Samúelsson, 26.1.2011 kl. 09:37

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður, betri, bestur Gunnar

Ragnhildur Kolka, 26.1.2011 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband