Leita í fréttum mbl.is

Eru sum lönd ESB þegar orðin "hálf-nýlendur?"

Aðalritari samtaka evrópskra verkalýðsfélaga, John Monks, hefur krafist fundar með stjórnanda mynt & efnahagsmála ESB, Olle Rehn, samstundis. Ástæðan er grunur írskra sem annarra verkalýðsfélaga um að það hafi verið framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem stóð fyrir því að lágmarkslaun á Írlandi voru skyndilega lækkuð um 12 prósent með ákvörðun meirihluta ESB-væddrar ríkisstjórnar Írlands á þingi landsins, eða um 40 evrur á viku fyrir þá lægst launuðu í samfélagi Íra. Þetta er "dagur skammarinnar" sögðu írsk verkalýðsfélög fyrir jólin. 

Einn af helstu ráðherrum írsku ríkisstjórnarinnar sagði fyrir jól að það hafi verið framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem krafðist lækkunarinnar. Samskonar fréttir hafa borist frá Grikklandi og er vitnað í ströng skilyrði hins svo kallaða hjálparpakka sem á að bjarga myntbandalaginu frá upplausn.

John Monks aðvarar um að þessi þróun þýði að ESB-löndin fái stöðu innan Evrópusambandsins sem eins konar "hálf-nýlendur": EFN
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hvað skildu nú ESB aftaníossarnir íslensku segja og hvað skildi umboðslaus ESB lituð verkalýðsforysta ASÍ Elítunnar á Íslandi segja við þessum staðreyndum og uppákomum.

Hvað skildi Guðmundur ESB Gunnarsson segja í pistlum sínum þar sem hann fer yfirleitt hamförum og krefst tafarlausa ESB innlimunar landsins, allt í þágu verkalýðsins heldur hann, en reyndar skín það oftar en ekki í gegn, að það fyrst og fremst í þágu íslensku verkalýðs-elítunnar, til að hún komist í gylltu salina og að kjötkötlunum í Brussel. 

Skildi hann nú biðja um að ESB elítan og samninganefnd þeirra gæfi út svona tilskipun og skilyrði um tafarlausa launalækkun á íslenska rafiðnaðarmenn, bara til að ESB aðlögunarferlið fengi nú að halda áfram !  

Gunnlaugur I., 23.1.2011 kl. 13:46

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar og Gunnlaugur; til að sýna fulla sanngyrni, þá felur gengisfelling í sér raun-launalækkun, þó vanalega fái launamenn þá lækkun til baka síðar þegar viðsnúningur efnahagslífsins skilar þeim til baka, vanalega gott betur.

Þetta sýnir hinn vandann í hnotskurn, þ.e. hve erfitt er að framkvæma beinar launalækkanir, sem þá verður að gerast í staðinn; nema menn þiggi í annan stað meira atvinnuleysi og samdrátt.

Fyrir áhugasama desember skýrsla AGS um Írland: Desember 2010 skýrsla.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.1.2011 kl. 14:05

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég veit að það er rétt hjá þér Einar að gengisfelling eða fall gjalmiðilsins felur líka í sér launalækkun.

Þó ekki að öllu leyti því að innlendar framleiðsluvörur hækka sjaldnast í beinni línu við fall gjaldmiðilsins oftast heldur minna. Einnig eru ýmsir sem selja afurðir sínar í erlendum gjaldmiðli eins og íslenskir sjómenn að stórum hluta til, en fá greitt í íslenskum krónum sem beinlínis fá launahækkanir.

Auðvitað er gengisfall ekki góð í sjálfu sér en þó mun skárri og skilvirkari aðferð en að þurfa að standa frammi fyrir beinum launalækkunum ásamt miklu meira og útbreiddara atvinnuleysi og þ.a.l. enn meira tekjumissi ríkissjóðs.

Efnahagslífið á mun erfiðara með að aðlagast slíkum aðstæðum eins og dæmin sanna, fyrir þá sem búa við of hátt skráða og helfrosna Evru sem er í engu samræmi við þjóarframleiðsluna og framleiðni atvinnulífs- og vinnuafls !

Gunnlaugur I., 23.1.2011 kl. 15:02

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Grunnsannleikurinn er sá, að lífskjör þurfa að fylgja stöðu hagkerfisins hverju sinni - þ.e. hver þjóð hefur tilteknar tekjur sem hagkerfið útvegar. Það er engum greiði gerður með því að lifa um efni fram, ekki eintaklingum - ekki fyrirtækjum og ekki þjóðum heldur.

Slíkt endar alltaf með ósköpum sbr. fræg ummæli "if something doesn't add up then it wont".

Einfaldasta mælingin sést á stöðu hagkerfisins gagnvart útlöndum. Ef meðaltal 3. ára er neikvætt þegar búið er að gera grein fyrir öllum þáttum, þ.s. á ensku er callað "current account"; er hagkerfið að safna skuldum og þ.e. verið að grafa undan framtíðar lífskjörum - því skuldir er einungis hægt að greiða til baka, með því að neysla innan hagkerfisins sé dregin baka að nægilegu marki til að hagkerfið hafi afgang af tekjum. 

Þannig, mun skuldastaða landsmanna í dag af völdum uppsöfnunar skulda á fyrra áratug, valda því að út áratuginn og sennilega a.m.k. fram á miðjan þann næsta, verða lífskjör óhjákvæmilega lakari en ella - þ.s. þjóðin þarf að eyða minna en aflað er að nægilegu marki til að nægilegt tekjuborð sé á reikningi hagkerfisins við útlönd, svo hægt verði að greiða þessar skuldir niður.

Þannig, er það alltaf bjarnargreiði, að koma því þannig fyrir að ástand ofneyslu skapast samfellt yfir árabil, fyrirtæki og almenningur kaupa meir inn en aflað er.

Þegar hagkerfið hefur "current account" 0 þ.e. hvorki + né - þá er hagkerfið að skila hámarks lifskjörum, sem möguleg eru - þá á ég við að sem eru sjálfbær.

---------------

Ef verulegt tekjufall verður hjá hagkerfinu, þá minnkar innkoman og ef halli á ekki að skapast með tilheyrandi uppsöfnun skulda; þurfa lífskjör að lækka. Hvernig þ.e. akkúrat gert skiptir ekki megin máli, svo lengi sem sú leið sem farin er greið.

Gengisfall er mjög þægileg leið.

En, grunnpunkturinn er sá, að kjör eru ekki verjanleg undir nokkrum kringumstæðum, ef tekjur hagkerfisins skreppa umtalsvert saman. En, sú leið að lifa um efni fram, einungis er lán sem tekið er út í enn verri lífskjörum seinna.

Það skiptir ekki nokkru máli, hvort land er með eigin gjaldmiðil eða hluti af stærra gjaldmiðilssvæði - útkoman er alltaf sú að kjör skreppa saman.

Þetta snýst ekkert um mannvonsku, heldur einfaldlega það að grundvöllur tiltekinnar stöðu lífskjara, byggist á tekjum hagkerfisins hverju sinni.

Ef það tekjur þess veikast, þá óhjákvæmilega grefur það undan lífskjörum.

--------------

Þ.e. óskaplega mikið um ruglanda í umræðunni.

Írland er tilneytt til að lækka laun, vegna þess að þ.e. ekki möguleg hin aðferðin. En, samt sem áður, eru Írar í skárri málum ern Grikkir - Portúgalar og Spánverjar þ.s. skv. nýjustu tölum er kominn afgangur af vöruskiptum.

En, ástæða þess að meir þarf samt að skera niður lifskjör á Írlandi, eru skuldirnar. En, ekki er nóg að hafa einungis afgang, sá verður einnig að duga fyrir vöxtum og afborgunum.

Grimmur sannleikurinn, að þ.e. dýrt að skulda.

Hvernig Portúgalar - Grikkir og Spánverjar ætla að meika það veit ég ekki, en eftirfarandi er staða þeirra milliríkjaviðskipta:

"The IMF says Portugal’s current account deficit will still be 9.2pc of GDP this year (and 8.4pc in 2015, if it is possible to defy gravity for so long), Greece will be 7.7pc, and Spain 4.8pc. "

En, eina leiðin til að snúa því við er með stórfelldri lífskjara skerðingu, þ.s. ekki er sjáanlegt neins staðar á sjóndeildarhringnum nein skjót leið til mikils hagvaxtar hjá þeim.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.1.2011 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband