Leita í fréttum mbl.is

Kostir evru að sýna sig í ESB

USSE
Efnahagslegt öryggi og lýð-ræði 
 
Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni spyr hvort einungis önnur hliðin eigi að vera sýnileg á ESB-málinu á Íslandi. Já-hliðin. Sjálfur er ég sannfærður um að þannig sé áætlun ríkisstjórnar embættismanna Evrópusambandsins á Íslandi. Ég bjó og starfaði í ESB í 25 ár og þekki starfsaðferðir Evrópusambandsins og heilaþveginna áhangenda þess. 

Paul Krugman Nóbelsverðlauna hagfræðingur lýsir starfsaðferðunum í Evrópusambandinu ágætlega í grein sinni í New York Times: [lausleg þýðing]
 
Þarna á tíunda áratug síðustu aldar [þegar myntbandalagið var í undirbúningi] sagði fólk mér sem þá var til staðar í aðalstöðvum bandalagsins, að starfsmönnum framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefði verið fyrirskipað að undirbúa skýrslur sem áttu að gera grein fyrir og sýna kostina og gallana við að hafa sameignlega mynt í löndum ESB - en þegar yfirmenn þessara skýrslugerðarmanna fengu að sjá uppkastið af skýrslum þessum, þá var fyrirskipunum um skýrslugerðina skyndilega breytt; skýrslurnar máttu nú aðeins að sýna kostina við sameiginlega mynt [ekki gallana]: 
Krækja
 
 
Svona hefur flest farið fram á þeim 25 árum sem ég var búsettur og starfandi sem atvinnurekandi og sjálfstæður í Evrópusambandinu. Þarna er andanum í Evrópuverkinu rétt lýst.  

Kostir evrunnar 
 
Grikkland er gangandi ríkisgjaldþrot. Það notar evru sem gjaldmiðil. Markaðurinn hefur algerlega lokað á allt bankakerfi landsins og á ríkissjóð Grikklands. Engir peningar fást. Þetta öryggisnet gegn hagsæld hjá Grikkjum fékkst með 28 ára aðild Grikklands að Evrópusambandinu. 

Írland er einnig orðið gangandi ríkisgjaldþrot. Það notar evru samkvæmt lögum Evrópusambandsins. Sama sagan hér: lokað er á allt bankakerfi og ríkissjóð landsins. Þessi árangur fékkst einungis með aðild Írlands að Evrópusambandinu og með upptöku evru í stað kartaflna áður fyrr. 

Hvorki bankakerfi Spánar né Portúgals geta fengið fé að láni á mörkuðum. Þau eru bæði evruríki. Lokað er því á bankakerfi þeirra og markaðurinn er einnig að loka á ríkisjóði landanna. Þetta góða gerist vegna þess að upptaka evru hefur veitt þeim svo mikið "efnahagslegt öryggi", eins og talsmaður Samfylkingarinnar á Íslandi, Baldur Þórhallsson prófessor við Háðskóla Íslands og varaþingmaður Samfylkingar, gerir grein fyrir hér í málgagni fáránleikans.
 
Fimm ríki Evrópusambandsins eru komin í meðferð hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og fleiri eru á leiðinni. Erlendar fjárfestingar í Evrópusambandinu má nú orðið telja í brauðmolum. Alþjóðlegir fjárfestar vilja ekki koma ekki inn í allt evruöryggið hjá Baldri. Mikið hljóta þeir að vera fákunnandi.  
 
Í Austurríki setti seðlabankinn gjaldeyrishöft á íbúa landsins því vegna vaxtamismunar hafa íbúar þessa Baldursörugga evruríkis dundað sér við að taka húsnæðislán í mynt annarra landa; Sviss og Japans. Nú hefur evran fallið (omg!) eða svissneski frankinn hækkað um meira en 30 prósent gagnvart evru. Allir vita hvernig japanska yenið hefur hegðað sér gagnvart skuldurum bankanna. Í undirbúningi er því aftaka seðlabankastjórnarinnar í Vín og bankastjórnar ECB i Frankensteinfürt yfir páskahátíðina. Rauðar skipalitaðar varir stýra aftökunni.

Svo hefur ný rannsókn verkalýðsfélaga í Svíþjóð leitt í ljós að aðild hinnar norrændu en nú samhæfðu velferðar Svíþjóðar að Evrópusambandinu hefur loksins gert Svíum kleift að reisa fangabúðir (verslanir) með og fyrir innflutt ESB-fólk sem ekki þarf að borga nein laun og sem einungis lifa á soðnu grasi og dúfum sem fangar þessir skjóta sér til matar með efnahagslegum öryggistækjum Baldurs Þórhallssonar, prófessors í efnahagslegu öryggi, þ.e.a.s með teygjubyssum.
 
Um það bil 80 af 500 milljón manns Evrópusambandsins lifa nú í skugga og á barmi fátæktar og hefur bæði fátækt og atvinnuleysi aldrei verið meiri og algengari í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hér spilar evran stórt hlutverk því hún hefur fjarlægt hagvöxt og velmegun úr hagkerfum evrulanda og sett þar inn í staðinn stöðnun, hnignun, visnun og eytt trú þegnanna á efnahagslegar framfarir og einnig eytt lýðræði, sjálfsákvörðunarrétti og gjörvileika þeirra þjóða sem búa undir oki þessarar pólitísku myntar embættismanna Brusselveldis Evrópu. Evran virkar!

Allir sjá að hér er um gríðarlega kosti ESB og myntbandalags þess að ræða. Vinstri grænir og Samfylkingin eru vissulega ekki blind fyrir þessum kostakjörum. Því hafa þau í sameiningu hafið ákaflega heiðarlega baráttu fyrir því að Íslandi sé komið án samþykkis heimskrar þjóðar í þessar öfundsverðu aðstæður; í kostina og öryggið innan Evrópusambandsins.
 
Af heiðarleika og hugsjónum er þetta fólk ríkisstjórnar okkar landsþekkt, því obbinn af þessari forystu lýðveldis okkar eru voru þekktir ákafir áhangendur kommúnisma Sovétríkjanna sem á aðeins 60 árum tókst að taka af lífi allt að 60 milljón manns - í þágu hugsjóna valdaklíku og mafíu. Því eru stjórnarhættir á Íslandi í dag eins og þeir eru.

Mætti ég svo í lokin spyrja að því hvar í landinu forysta Sjálfstæðisflokksins felur sig? Kannski inni í bankahólfi? Ekki kafna úr súrefnisskorti.
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott innlegg og góð greinargerð. það er ákveðin blinda í ríkisstjórninni sem verður ekki  hnikað.

Valdimar Samúelsson, 19.1.2011 kl. 09:42

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir. Von er að þý spyrjir hvar forysta XD er. Nú var fundað um staðgöngumæðrun...

Ívar Pálsson, 19.1.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband