Leita í fréttum mbl.is

Evrulöndin hafa engan starfhæfan lánveitanda til þrautavarna

Kæru Íslendingar. Þið hafið mátt þola margt á síðustu tveim árum. Þess vegna ætla ég að bjóða ykkur upp á sorglegt skemmtiatriði. Svo kallaða tragi-kómedíu. 

Þið munið eflaust ennþá smá brot úr trúboði íslenskra Evrópusambandssinna - og erlendra gesta þeirra - sem hófst fyrir alvöru árið 2007 þegar illa reknir bankar þeirra og tengdra römbuðu á barmi gjaldþrots vegna þess að þeir höfðu stundað peningabræðslu. Búnir með peningana. 

* * * Bloggsíða Brad DeLong * * *

Europe Needs a Functional Lender of Last Resort

The Eurozone does not have an effective lender of last resort. The individual Eurozone countries do not have their own central banks. The ECB lacks the political authority to print as many Euros as are needed.

 

Suppose you abolished the US Federal government. So you needed all 50 State governments to agree before the Fed could act as lender of last resort to one of those State governments. And suppose some of those US State governments had as much debt as Greece, or were bailing out their banks like Ireland. Think all 50 State governments would agree on anything? I don't...

Krækja


 
Þá var allt illt en ekkert gott hér á landi Davíð Oddssyni að kenna. Þá spunnu ESB-sinnar lygavefinn um þennan svo kallaða lánveitanda til þrautavarna. Hann, þessi lánveitandi, átti að bjarga einkaspilavítum nokkurra uppáhalds manna Samfylkingarinnar og hirðar hennar í fræðimannasamfélagi duglausra peningamanna & Co. 

Þegar fram á árið 2008 var komið predikuðu þessir menn - og allur ESB-kórinn í kringum þá líka - að krónan okkar væri ónýt og Seðlabanki Íslands gæti ekki verið lánveitandi til þrautavarna. Því fyrir það fyrsta sæti Davíð Oddsson í seðlabankanum, og svo væri krónan ennþá meira ónýt en hún var daginn áður og alla daga síðan. Þetta tal gegn gjaldmiðli lands okkar ómaði einnig hátt um sali alþingis Íslendinga, því þá svifust menn einskis í tilraunum sínum til að hræða skelkaða þjóð inn í fangið á Evrópusambandinu, sem þá átti evru-mynt en sem núna tveim árum síðar er gjaldþrota. 

Spilavítismenn bankanna höfðu séð hvernig peningafossinn hafði dunið á evrulöndum sem þá þóttust vera í skjóli myntbandalags ESB (skjaldborg). Núna eru þessi ríki hálf og heil ríkisgjaldþrota því sá sami markaður sem vildi ekki lána dópsölum Samfylkingarinnar í bönkum og fjármálastofnunum hérlendis, hefur nú skyndilega séð í gegnum þá staðreynd að evran er einmitt ónýtur gjaldmiðill og það sem enn verra er, allt hið undirliggjandi á bak við evru-myntina reyndist vera rusl, gormar, gungur og druslur. 

Svo. Núna eru það ekki bara bankakerfi evrulandanna sem eru á skallanum. Nei, það eru ríkissjóðir þeirra líka. Og þar með skattgreiðendur þeirra einnig. Allt bankakerfi evrulandanna er gjaldþrotið - Þýskalands líka - komið í fangið á skattgreiðendum sem hafa ekki efni á að borga skuldir þær sem evran skaffaði þeim fyrir tilstilli hins ömurlega og gagnslausa seðlabanka sem nefndur er ECB (European Country Buster)

Og hér komum við að rúsínunni í evru-endanum; Evrusvæðið hefur engan lánveitanda til þrautavarna. Þess vegna munu mörg ríki myntsvæðisins fara í ríkisgjaldþrot á næstu árum. Ha ha ha ha. 

Þetta áttu menn að vita. Hugsandi menn áttu að vita það að ef ég færi á morgun og fjarlægði ríkisstjórn Bandaríkjanna úr sjálfum Bandaríkjunum og fjárlög hennar einnig, þá myndu öll 50 dollara fylki Bandaríkjanna samstundis breytast í eitt stórt evrusvað. Þetta gildir um öll ríkjasambönd með sameiginlega mynt. Ef fylkisríkisstjórnir 50 ríkja þyrftu að koma sér saman í hvert einasta skipti sem sameiginlegur seðlabanki þeirra prentaði svo mikið sem einn seðil í viðbót, þá yrðu þau öll 50 samstundis gjaldþrota: þeim myndi þrjóta gjaldið. Immed.
 
Þess vegna verða Samfylkingar-öfgamenn Íslands að hætta að ljúga að íslensku þjóðinni. Forsætisráðherrann, og utanríkisráðherrann verða að hætta að ljúga að Íslendingum. Það er enginn ESB-pakki til sem hægt er að kíkja í. Þetta er heldur ekki spurning um að "skoða kosti og galla" þess að ganga í Evrópusambandið. Þetta, þegar til kastanna kemur, er hins vegar sú hrikalega ógnvekjandi spurning um hvort Íslendingar vilji í raun og veru leggja niður landið sitt Ísland og lýðveldið okkar - og verða hérað í Bandaríkjum Evrópu. 

Ef Bandaríki Evrópu verða ekki til á innan við næstu 10 árum, þá verður ekkert Evrópusamband til að ganga í. Svo einfalt er það. Ráðamenn: Hættið að ljúga að þjóðinni.
 
Kannski er ekki sanngjarnt af mér að halda því fram að þið séuð að ljúga. Líklegra er að þið séuð bara svo heimsk og vanhæf að þið höfðuð aldrei hugmynd um hvernig málin standa og hafa alltaf staðið í myntbandalagi Evrópusambandsins. Grein Nóbelsverðlaunahagfræðingsins Paul's Krugman gæti hjálpað hér og aukið við skilninga ykkar. Greinin birtist í New York Times á dögunum: einum múarsmelli í burtu
 
En þetta er of seint. Fyrir Evrópu skiptir ekkert máli lengur. Það er alveg sama á hvora hliðina skepnan veltur, því ESB verður hvort sem er samfélagsleg, efnahagsleg og demógrafískt armageddon næstu mörg hundruð árin. Eltían í Evrópusambandi Brussels hefur eyðilagt Evrópu eina ferðina enn. Hint: Spyrjið þá sem þekkja útsæðislíkan bænda (farmers seed model). Yfirfærið það svo á homo sapiens. Bændur vita þetta þó svo að ríkisstjórnin viti þetta ekki. Þeir þekkja demógrafíu ræktunar. Restina - efnahags- og myntmálin - getið þið bráðum spurt börnin á götunni um.
 
Vilt þú leggja niður íslenska lýðveldið með því að ganga í Bandaríki Evrópu (áður ESB) og verða hérað í því stórríki? Vilt þú það í raun og veru? Þetta er ekki leikur. It's on!
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður að vanda Gunnar. Vonandi lesa sem flestir tragi-kómedíu þína.

Jón Baldur Lorange, 16.1.2011 kl. 14:30

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlitið Jón Baldur og ég óska þér gleðilegt nýtt árið, 2011. 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.1.2011 kl. 21:57

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þakka þennan fræðandi og góða pistil/kveðja inn í nóttina

Haraldur Haraldsson, 17.1.2011 kl. 02:23

4 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Takk fyrir upplýsandi fræðslu. Eins og Jón Baldur vona ég að sem flestir lesi bloggið þitt, deili því oft skrifum þínum inn á facebook.

Anna Björg Hjartardóttir, 17.1.2011 kl. 19:02

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir góðar kveðjur, Haraldur og Anna Björg og ég þakka ykkur innlitið. 

Gunnar Rögnvaldsson, 18.1.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband