Leita í fréttum mbl.is

Vilja að fjármálaráðuneyti og/eða ríkissjóður Evrópusambandsins verði settur á laggirnar

El Pais skrifar að í skjölum frönsku ríkisstjórnarinnar sé lagt til að sett verði á laggirnar fjármálaráðuneyti og/eða ríkissjóður landa Evrópusambandsins. Að þetta sé rökrænt framhald á myntbandalagi Evrópusambandsins og að þetta hafi alltaf vantað frá stofnun þess. Hert eftirlit vanti með fjármálum ESB-landanna og þar af leiðandi þegna þeirra; El Pais

Stutt yrði þá í skattheimtu erlends klíkuvalds í löndum ESB og samkeyrslu tölvuupplýsinga um alla ríkisborgara sambandsins. Eins og of fáir vita er öllum löndum ESB, nema Bretlandi og Danmörku, skylt að leggja niður sína eigin mynt og taka upp evru Evrópusambandsins. Mörg lönd Evrópusambandsins ramba nú á barmi ríkisgjaldþrots og geta ekki fjármagnað sig í þessari mynt sem þeim er skylt að innleiða og nota eingöngu. Ekki er vitað um afgerandi mikilvæga afstöðu Möltu-77 í þessu máli sambandsins. 
 
Tengt
 
Árið 1986 sagði forsætisráðherra Danmerkur við dönsku þjóðina að ekkert væri að óttast, Evrópusambandið yrði aldrei til. Hugmyndin væri andvana fædd. Danir gengu á sínum tíma í EF en ekki í ESB. Þarna árið 1986 var fyrirbærið einungis tollabandalag og hét EF1986, Evrópusambandið er steindautt
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Evrópusambandið er eins og grjótmulningsvél sem vinnur dag og nótt og valtar allt undir sem fyrir því verður.

Smáríkjunum sem flúðu ofbeldi Rússa var nokkur vorkun að hafa viljað þarna inn, en er ekki eitthvað alvarlegt að hjá frjálsu fólki sem sér þetta óbermi sem draumaland?

Ragnhildur Kolka, 11.1.2011 kl. 16:15

2 identicon

Hver andskotinn, alltaf batnar það!

Kjaftaskurinn (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 21:21

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gleðilegt nýtt ár Ragnhildur og takk fyrir það liðna. Já, það þurfti að ausa Austur-Evrópu svo henni yrði ekki drekkt á ný. Áhrifin frá síðasta misheppnaða Evrópusamruna eru ennþá svona sterk.

Kjaftx, þetta batnar bara. Auðvitað þurfa öll tollabandalög forseta, utanríkisráðherra og 300 sendiráð, fána, þjóðsöng, seðlabanka, mynt, þing, dómstóla, hæstarétt, yfirráð yfir landbúnaði, fiskveiðum, landhelgi, fyrirtækjalöggjöf, full yfirráð yfir allri viðskiptalöggjöf og full yfirráð yfir flestu.

Þingflokkur Samfylkingar Vinstri grænna gegn Íslandi krefst eftirfarandi:

  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands í peninga, vaxta og myntmálum
  • Að okkur verði skylt að leggja niður okkar eigin mynt
  • Að við megum aldrei aftur gefa út okkar eigin mynt
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir fiskveiðum og landbúnaði
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir viðskiptum
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir yfirráðarétti æðstu löggjafar
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir lagasmíðum
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir refsilöggjöf
  • Að við töpum næstum öllu fullveldi Íslands yfir löggjöf atvinnumarkaðar
  • Að við töpum næstum öllu fullveldi Íslands yfir viðskiptaeftirliti 
  • Að við töpum hluta af fullveldi Íslands í skattmálum
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir utanríkisstefnu
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir varnarmálum
  • Að við töpum stærstum hluta fullveldis Íslands í innflytjenda og flóttamannamálum
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir ríkisfjármálum og þar með fullveldi okkar í velferðarmálefnum 
Þetta er kallað að kíkja í pakkann hjá valdaklíku ríkisstjórnarinnar. En í reynd er þetta að kíkja niður til iðra helvítis fyrir smáþjóðir. 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2011 kl. 21:59

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Gunnar.

Ég las yfir færsluna sem þú vísar í " Evrópusambandið er stein dautt". Þar kemur svartur sannleikur ESB vel í ljós. Það er erfitt að segja að svart geti orðið svartara, en síðan þú skrifaðir þá færslu, vorið 2009, hefur ástandið í ESB versnað til muna. Lissabonsáttmálinn tók gildi í byrjun desember það ár, með öllu því valdi sem hann færir framkvæmdastjórninni. Evran hefur verið nær hruni núna í nokkurn tíma og vart séð að henni verði bjargað, til þess þarf kraftaverk. Við sjáum hvert landið af öðru innan ESB lenda í miklum efnahagslegum vandræðum og ekkert lát þar á. Og nú er farið að tala af fullri alvöru um sameiginlegt hagkerfi evrulanda. Sameiginlegt hagkerfi er í raun sameining þeirra landa í eitt þjóðríki.

Því verð ég að segja að frá vorinu 2009, þegar ástandið í ESB var svart, hefur það orðið enn svartara, hvernig sem það er nú hægt. En lengi getur vont versnað!

Gunnar Heiðarsson, 12.1.2011 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband