Leita í fréttum mbl.is

Danskir lífeyrissjóðir vilja ekki snerta ríkisskuldir gjaldþrotinna evruríkja

Denmark's Biggest Pension Fund ATP Says It Won't Touch Peripheral EU Bonds 
"Þegar við fjárfestum í skuldabréfum þá gerum við þá kröfu til fjárfestinganna að enginn vafi sé á að við fáum peninga okkar greidda til baka. Við snertum ekki ríkisskuldabréf evruríkja á borð við Grikkland, Írland, Spán, Portúgal og svo framvegis. Við kaupum eingöngu ríkisskuldir af Þýskalandi og - en samt í minna mæli - af franska ríkinu."
 

Skuldatryggingaálag: 5 ára ríkisskuldabréf. Vika 1 2011

Evruríkið Grikkland---1031 punktar

Evruríkið Írland ------610 punktar

Evruríkið Portúgal-----496 punktar

Evruríkið Spánn--------346 punktar

Fullvalda Ísland-------259 punktar 

Danskir lífeyrissjóðir hafa sem sagt ekki komið auga á Evrópuvexti Össurar Skarphéðinssonar (því miður ráðherra) sem af þjóðkunnri fávisku, og þar að auki að eigin sögn, hefur ekki hundsvit á banka- og fjármálum samfélags þess sem hann utangátta er fulltrúi fyrir. Evrópuvexti þessa auglýsti maðurinn í hálfsíðu auglýsingu fyrir heimsku sinni í Morgunblaðinu, fyrir all nokkrum vikum og gjaldþrotnum evruríkjum síðan. 
 
Anders Dam forstjóri Jyske Bank heldur ræðu í evrópunefnd danska þingsins
 
Þegar fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, Andesb Fogh Rasmussen hélt því blákalt fram í Evrópunefnd danska þingsins að allir sæju að það kostaði að standa utan við evruna, þá sagðist bankastjóri Jyske Bank, Anders Christian Dam, ekki heita Allir. Hann benti þessum þáverandi forsætisráðherra á að þau ríki sem hafa sinn eigin gjaldmiðil eru alltaf álitin vera betri skuldarar en þau ríki sem eiga engan eigin gjaldmiðil, hafa ekkert peningavald lengur og ekkert vaxtavopn í verkfæratösku samfélagsins. Hvers vegna er þetta svona? Jú, vegna þess, sagð Anders Dam, að markaðurinn veit mjög vel hvað það er sem býr til greiðslugetu og þar með lánstraust ríkisjóða; það er atvinnustigið og atvinnan í landinu. Hún sér ríkissjóði fyrir öllum tekjum sínum. Ef þessi atvinna þornar upp vegna þess að myntin útilokar samkeppnishæfni hagkerfisins, þá verða of margir atvinnulausir og tekjur ríkissjóðs gufa hraðar upp en hagstofan nær að slá þurrafúa innviða samfélagsins inn í stóru töflurnar fyrir glataða landsframleiðslu hagkerfisins.

Þess vegna, mínar dömur og herrar, er betra en vera sænsk, norsk, íslensk og svissnesk ríkisskuld í dag en að vera ríkisskuld sem enginn vill og ekkert getur í gjaldþrotnum ríkjum gangslausustu myntar veraldar; evrunni og myntbandalagi Evrópusambandsins.
 
Uppskrift: Fyrst lýgur maður einu myntbandalagi að 16 löndum með aftansöng níundu rúgbrauðssymfóníu Evrópusambandsins. Svo sprengir seðlabanki Evrópusambandsins hagkerfi nokkurra landa myntsvæðisins í loft upp, með neikvæðum raunstýrivöxtum í heilan áratug. Svo neitar markaðurinn að fjármagna vandræði þessara ríkja. Þau eru því orðin reköld og verr sett en flest ríki veraldar. Svona er að missa fullveldið.
 
Lönd ársins 2011 í Evrópu verða Noregur og Sviss. Þau eru ekki í Evrópusambandinu - og verða það aldrei.
 
 
Tengt efni
Fyrri fræsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eg hef verið á Italíu í námi- var í íbúð hjá ríkum Ítala.

 Hann var gjörsamlega óður vegna þess að Ítalir tóku upp Evru og samband við lönd sem  settu allt verðlag í hæstu hæðir- enginn reði neinu- honum fannst Ítalir hafa misst ráð og rænu því landinu væri stjórnað af  EVropusinnuðum ræningjum. þeir gáfu ekki neitt- þetta er ekki góðgerðastofnun- þetta er stofnun rányrkju og kúgunar !!

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.1.2011 kl. 18:52

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlitið og Ítalíufrásögn, Erla.

Dóttir mín var skiptinemi í Diana í Texas. Þar voru rifflar í pickup'num sem hún fór í til skóla, því það voru krókódílar og skröltormar á jörðinni sem tilheyrði býlinu. Svo flutti hún, með viðkomu á Íslandi í vinnu hjá banka sem fór strax á hausinn, til París og missti þar dönsku barnaskólatrú sína á Evrópusambandið. Held jafnvel að hún sé farin að sakna skröltormanna.

Ítalskur skiptinemi bauð syni mínum í heimsókn heim til foreldra hennar á Ítalíu. Hann sat þar undir sama fyrirlestri og þú lýsir hér að ofna. Verðlag sprengt í loft upp, stöðnun og mikið atvinnuleysi.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2011 kl. 19:14

3 identicon

Veljið svo einhvern Spánverja af handahófi og þið fáið nákvæmlega sömu svör.

Björn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 20:30

4 identicon

Ég er ekki viss um að Dönsku lífeyrisjóðirnir hafi mikinn áhuga á íslenskum skuldabréfum heldur. Ég hef amk. ekki frétt af því.

Það er eitthvað með að það eru nánast engin íslensk ríkisskuldabréf á markaði erlendis, sem skýrir að einhverju leyti lágt skuldatryggingaálag. Skilst mér. Um þetta skrifaði einhver tveggja heila snillingur hjá MP-banka í Moggann um daginn.

Ekki þar fyrir, ég held að fjármálakerfið sé steikt báðum megin.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 01:37

5 identicon

Væntanlega mundur þessir sjóðir kaupa íslensk krónubréf, eða hvað?

Munrinn á Evru og íslenskri krónu að það er hægt að fara vítt um lönd og nota Evru en enginn vill nota krónu nema þeir sem eru neiddir til þess, Íslendingar. Evruna er hægt að skipta í næsta banka hvar sem er í heiminum.

Þið ættuð að hætta þessu rugli um Evruna og fara að hrofa á vandamál Íslendinga, Islenska hrun krónu sem búin er að kalla yfir íslenska launþega 17-23% kjarrýrnu, meira en bæði Grikki og Íra.

GEIN (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 08:21

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Björn og GEIN

Þið virðist ekki skilja þetta; Mynt Grikklands ER evra. Þetta er eina myntin sem stendur landinu til boða. Samkvæmt massa evruspekinga ætti gríska ríkið því að njóta góðs af því að deila mynt með Þýskalandi; ERGO; Grikkir nota sömu mynt og Þjóðverjar (að nafninu til en ekki í raun). Þetta ER eina myntin sem landið hefur. EN samt vill enginn lána gríska ríkinu peninga nema á okurvöxtum. Og ekki einu sinni í þeirri einu mynt sem gríska ríkið er aðili að. Halló!

Útboð ríkissjóðs Íslands af ríkisskuldabréfum hefur gengið mjög vel miðað við það sem gerðist hér 2008. Mjög og afar vel. Þeir fjárfestar sem kaupa bréf ríkissjóðs geta verið hverjir sem er, þau eru í viðskipum á OMX NAZ. Enginn veit hver á þau. 

Öll ríki vilja ALLTAF fjármagna sig í sinni eigin mynt því ríki sem skulda einungis í sinni eigin mynt munu ALDREI fara í greiðslufall (default) því þau ráða yfir myntinni sinni og geta brugðist við áföllum. Þetta geta evruríkin ekki. Þau ráða ekki yfir myntinni og geta nú sum hver ekki lengur fjármagnað sig á viðráðanlegum kjörum í sinni eigin mynt.

Ég póstaði hér fyrir ofan skuldatryggingaálag á 5 ára bréf ríkissjóðs Íslands. Þessi mælikvarði gildir þegar og ef ríkissjóður Íslands þarf eða ætlar að taka lán í erlendri mynt. Það er einmitt það sem ríkissjóður ætlar að gera á þessu ári og nota á peningana til að endurfjármagna eldri skuld í erlendri mynt (roll over foreign debt). Þegar þetta gerist þá nota fjárfestar þennan mælikvarða. Hann segir þeim núna að líkurnar á greiðslufalli ríkissjóðs Íslands eru miklu minni en hjá ríkissjóðum evrulandanna Grikklands, Írlands, Portúgal og Spánar. Þess vegna munu vaxtakjörin verða eftir því. Þess vegna þarf íslenska ríkið ekki að óttast snjóboltaáhrif frá skuldastöðu sinni, þ.e.a.s ef vaxtakjörin eru að verða ásættanleg og það gefur einmitt skuldatryggingaálagið til kynna hér og nú.  

Snemma á síðasta ári reyndi gríska ríkið að gefa út bréf í Bandaríkjadölum. En það tókst ekki vel.

Ríki sem geta ekki fjármagnað sig í sinni eigin mynt eru vægast sagt på skideren

Það er sem sagt miklu betra að vera bæði innlend og erlend íslensk ríkisskuld en ríkisskuld PIIGS-evrulanda sem hafa svona lélega mynt - sem því miður er og heitir evra. Hún er þeim gangslaus en þau geta ekkert gert sér til hjálpar annað en að deyja og drepast.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.1.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband