Leita í fréttum mbl.is

Mynt Evrópusambandsins skapar fátækt og sundrung. Restin af Brusselveldinu skapar ekkert.

Evrópsambandsfáni 
Lönd evrusvæðis 
Mynd; Evrusvæðið 
 
Í jaðarlöndum evrusvæð . . .  Nei, bíddu aðeins. Hvers vegna tala menn um jaðarlönd myntsvæðis Evrópusambandsins? Er eitthvað við hliðina á Þýskalandi sem kemur í veg fyrir að það falli í jaðarinn? Ekki mér vitanlega. Pólland er hinumegin og Sviss er í neðri kanti. Þýskaland er líka jaðarland myntsvæðisins.

The Irish economy blog (þið munið bréfið frá Dyflinni) bendir á að það er Evrópusambandið (og ekki AGS) undir forystu Olli Rehn sem skipað hefur svo fyrir að lágmarkslaun á Írlandi verði lækkuð. Þetta sést og heyrist hér, um það bil tvær mínútur inni í myndskeiðinu. Yfir þessu gleðst ESB trúuð yfirstjórn Alþýðusambands Íslands. 

Svona fer þegar lönd missa fullveldið. Þá verður viðkvæðið oftast, "því miður, við getum ekkert gert í þessu, þetta er alfarið í höndunum á Brussel. Sorry." 

Nýjasta hagspá Ernest & Young yfir evrusvæðið er komin út. Þar er Írland dæmt til dauða. Landið mun ekki ná hagvexti í gang til að geta glímt við hrikalegan taprekstur ríkissjóð, mikla skuldabyrði og þar af leiðandi ekkert aðgengi að alþjóðlegu lánsfé. Hagvöxtur á Írlandi verður aðeins 0,3 prósent að meðaltali á ári frá 2009 til 2014, eða á fimm árum. Hér má lesa dálítið um forsögu þessa máls: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
 
Mikill fjármagnsflótti er nú í gangi frá Írlandi, Spáni, Portúgal og Grikklandi. Heilir 107 miljarðar evrur flúðu þessi lönd á öðrum fjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum Bank for International Settlements hér
  
Myntbandalag Evrópusambandsins gerir lönd fátæk. 

  • Atvinnuleysi á Spáni verður í kringum 20 prósent öll næstu fjögur árin. Það er yfir 40 prósent hjá ungu fólki.
  • Atvinnuleysi á Írlandi verður í kringum 15 prósent næstu fjögur árin. 
  • Atvinnuleysi í Grikklandi verður í kringum 15 prósent næstu fjögur árin.
  • Atvinnuleysi í Portúgal verður í kringum 11 prósent næstu fjögur árin. 
  • Atvinnuleysi á öllu evrusvæðinu verður í kringum 10 prósent næstu fjögur árin.
Velkomin í Evrópusamband fátæktar. Þaðan flýr fjármagnið og fólkið til betri haga, eins hratt og komist verður. Bráðum hlýtur að koma nýr múr.  
 
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir

Þrátt fyrir alþjóðlega þekkingu þína á rekstri og búsetu erlendis er ég ekki viss um að minni þitt sé gott.

Grikkland hefur verið gjaldþrota síðan í lok seinni heimstyrjaldar.  En pólitíkusar í Evrópu hafa verið ansi duglegir við að klúðra málum löngu áður en menn sameinuðust undir eina Evrópu eða einn gjaldmiðil.  

Óstjórn í Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Írlandi og Portúgal lagast ekki á einni nóttu við það að ganga í EU eða vera á evrópska efnahagssvæðinu.  Hugarfarið breytist ekki.

Nægir að nefna Ítalíu sem var þegar ég kom þangað 1994 eins og að koma í tvö ríki.  Annarsvegar norður Ítalíu sem var eins og að koma til Þýskalands og svo suður ítalía sem var eins og þriðja heims ríki.   Ég gat keypt 1 líter af vodka á 300 kall.  Sama flaska kostaði þá í fríhöfninni 2400 kall ef ég man rétt.

Írland, Spánn og Portugal hafa farið í gegnum hæðir og lægðir i stjórnarfari og fátækt á síðustu öld.  Írland laðaði til sín stóru tæknifyrirtækin upp úr 1987 og breytti algerlega um áherslur sem leiddu til þess að stökkbreytingar urðu á írsku samfélagi. Það hefði aldrei verið hægt án þess að landið væri innan EU.

Portúgal var jaðarsvæði sem byggt var upp af Evrópusambandinu.  Þeim var nánast hent inn í 21 öldina með styrkjum frá EU.  Fyrir vikið eru þeir ekki lengur samkeppnisfærir við lönd eins og Rúmeníu og Pólland þar sem laun eru miklu lægri. 

Ég er alveg á því að pólitíkusar í portúgal vilja örugglega hafa eigin mynt til þess að gera það sem við Íslendingar erum að gera, skammtíma plástur á en eina efnahagsóstjórnina með því að skerða laun landsmanna um 50% í gegnum gengishrun. 

Það er eina ástæðan fyrir því að við höfum ekki brotlent - eina ástæða þess að efnahagslega óstjórn sem verið hefur hér á landi í 20 ár (110 ár ef út í það er farið) hefur ekki leitt til þess að við misstum sjálfstjórn er 50% lækkun launa  miðað við önnur lönd og 50% hækkun á nauðsynjavörum í leiðinni.  Já ég er alveg að sjá hvernig vera okkar utan EU hefur leitt til góðs.  Það sem þó hefur reddað okkur er EES samningurinn sem fært hefur landinu miklu meira en menn þorðu að vona.  Það voru margir á því að sá samningur hefði aldrei átt að fara í gegn á sínum tíma.  Hvað eru margir á því í dag??? 

Nú og hver er þá munurinn á okkur og Írum innan EU.  Eru laun okkar ekki búin að lækka miklu meira en Írar eru að boða hjá sér???   Eru vörur ekki búnar að hækka miklu meira en þær eiga nokkurntíma eftir að gera á Írlandi???

Varðandi umfjöllun þína um atvinnuleysi þá talar þú eins og öll ríki geti haft 3% atvinnuleysi.  Þú veist betur.  

Atvinnuleysi hefur alltaf verið mikið á okkar mælikvarða í löndum í kringum okkur.  Atvinnuleysi í Þýskalandi er t.d. hátt í 10% þrátt fyrir að vera stöndugasta evrópulandið. 

Ítalir, Spánverjar og Grikkir hafa verið með mjög hátt atvinnuleysi frá upphafi.

En ef við miðum við löndin sem eru næst okkur, sem eru ekki á hausnum nóta bene.  Svíþjóð, Danmörk og Finnland (sem þó á í erfiðleikum).  Þessi lönd eru kanski besti mælikvarði fyrir okkur því þetta eru lönd með svipaða velferðarhugsjón og við.  Svíar erum með 8% - Danir 4,3% og Finnar 8,5%

Ertu þá að segja að Danir-Svíar-Finnar gætu haft það miklu betra utan EU.  En Finnar voru á hausnum árið 1993 - Svíar gengu í gegnum Bankakrísu á svipuðum tíma og urðu hreinlega að ganga í Evrópusambandið. 

Ekki geturðu kennt Evrópusambandinu um slæmri stjórnun lands (eins og Írlands eða Bretlands) þegar það voru ríkisstjórnir þessara landa sem sköpuðu einstaklega undarlegt viðskiptaumhverfi.  Það sama og gerðist hér.  Á meðan heyrir maður ekki talað um að slíkt hafi gerst á t.d. Spáni en þar var bönkum einfaldlega bannað að lána með sama hætti og hér á landi og atvinnuleysi var hátt þar í gegnum alla uppsveifluna.    

Eini norski bankinn sem farið hefur á hausinn var í eigu Íslendinga.  

Það er alveg með ólíkindum að fólk sem búið hefur erlendis og notið hefur fjárhagslega góðs af því að búa erlendis, langt umfram það sem almenningur hefur gert með því að búa á Íslandi skuli leyfa sér að vera með svona áróður. 

Það eina sem er gott við íslensku krónuna er að hana hefur verið hægt að nota til að leiðrétta lélega efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda frá því 1900.  Væri landinu stjórnað á eðlilegan hátt væri þetta ekki svona.  Með því að geta ekki stólað á þetta tæki þá neyðast menn mögulega til þess að stjórna landinu sómasamlega.  Mögulega ekki.  En ég get þó búið við stöðugan gjaldmiðil á meðan.

Valgeir , 14.12.2010 kl. 09:29

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já ég veit Valgeir. Ég er eins og sovéskur andófsmaður. Þeir komu alltaf illa við hina hreintrúuðu Vesturlendinga sem höfðu ekki prófað paradísina innan frá.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2010 kl. 10:34

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Leyfi mér að banda lesendum á að  seðlabanki Evrópusambandsins (the euro system) hyggst sækjast eftir hlutafjáraukningu. Hann er að hlaupa þurr. Og kapítal-gírun bankans er komin í 24 x sem er meira en ráðlegt er fyrir viðskiptabanka sem vilja halda heilbrigði sínu. Þetta er svipuð gírun og var hjá Lehman's bræðra bankanum sem fór í þrot.

Skyldu aðframkomin evruríki vera hress með að hósta upp alvöru peningum sem þau eiga ekki, geta ekki tekið að láni og geta ekki prentað til þess að bjarga mynt sem fyrirfram er dauðadæmd og er þess utan að drepa þau.

Það verður spennandi að fylgjast með því þegar evrukerfið verður gjaldþrota sökum ótrú landanna á þessum gjaldmiðli sem engum gagnast. En það er einmitt hætta á að seðlabankinn fari í default (greiðslufall).  Hver á þá að koma og redda ECB upp í bedda? Mennirnir frá Mars?

Tralla lalla la. Þetta gengur allt eins og spáð var.   

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2010 kl. 10:51

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

.

Financial Times er einnig kominn með fréttina.  

The ECB’s technical insolvency

Jep, ECB er búinn með peningana. Það verður gaman að fylgjast með þessu. 

Nú er skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands miklu lægra en á ríkissjóð Spánar (Spánn 335 punktar á móti 268 á ríkissjóð Íslands). Sama sagan um ríkissjóð Svíþjóðar (32p) á móti ríkissjóð Þýskalands (53p). Markaðurinn álítur meiri líkur á greiðslufalli Þýskalands en Svíþjóðar sem er EKKI með í evru og svo á greiðslufalli Spánar en greiðslufalli Íslands.

Argentína er líka öll að koma til. 

Breska Telegraph segir að myntbandalag Evrópusambandsins vanti sárlega útfararstjóra. Evru líkið fer að skemmast: The eurozone is in bad need of an undertaker

1) Was EMU not dysfunctional from the first day?

2) Did it not inflict negative real interest rates on Club Med and Ireland in the boom years, driving them into distastrously pro-cyclical policies?

3) Did it not lock in chronic imbalances between North and South?

4) Has it not left victim states trapped in debt deflation or slumps which have gone too far to respond an austerity cure, and from which there seems to be no escape on terms acceptable to Germany?

5) Should we blame the current hapless leaders, or the guilty men of Maastricht who created this doomsday machine? If the project itself is rotten, surely what the eurozone needs most is an undertaker. 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2010 kl. 13:10

6 identicon

Evrópubandalagið teigði sig of langt, of skjótt ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 18:37

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki skrýtið að þessu sé oftar og oftar líkt við Titanic slysið.  Að mínu viti er þetta verra og á eftir að skaða fleiri náttúrlega. Engir björgunarbátar og engin nálæg skipt til bjargar. 

Mætti ég biðja dinnerbandið um hærra minn guð til þín?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2010 kl. 20:32

8 identicon

Den Norske Bank fór á hausinn 1994 og er enn að stórum hluta í eigu norska ríkisins og fleiri norskir bankar voru beilaðir út í kjölfarið. Ári seinna skullu á sænsk bankakrísa og skömmu síðar finsk.

Þýsku bankarnir amk Deutsche Bank eru að stórum hluta í eigu ríkisins, þannig að þeir eru krónískt solvent.

Kannski er best að bankar séu í eigu ríkisins.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband