Leita í fréttum mbl.is

Írland á engan Davíð Oddsson. Bréf frá Dyflinni.

Hér heima er okkur sagt að Davíð Oddsson hafi skaðað hagsmuni Íslands. Samt var hann einn fárra sem bæði sagði og gerði það sem best var fyrir Ísland. Svona manns er sárlega saknað í höfuðborg Írlands.
 
"Iceland is an obvious model for us. In a referendum, her voters have already rejected a proposal to pay back their banks’ creditors, who will take major losses." 
 
Munurinn á Íslandi og Írlandi er ekki einn bókstafur. Nei, hann er sá að Ísland er fullvalda ríki sem á sína eigin mynt. Það er Írland ekki. Það er ekki fullvalda. Það er berstrípað Evrópusambandsland án myntar og getur ekkert gert sér til sjálfshjálpar. Það á raunar fátt eftir, nema að pakka saman og loka. Því miður.  

Evrópusambandið kom til Dyflinnar í síðustu viku, tók fram fyrir hendur ríkisstjórnar landsins, handjárnaði Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, og stakk skuldum sem nema helmingi þjóðarframleiðslu Írlands ofaní þegar stórskuldugt heimilisbókhald allra landsmanna Írlands. Fyrir þetta ógagn er svo krafist óheyrilegra okurvaxta. Á mannamáli heitir þetta að láta írskan almenning bjarga Brussel frá því sem hlaut að koma að, eftir þriggja áratuga stansausa valdníðslu og pólitískum sem efnahaglegum undangreftri í Evrópu. Fátt skítapakk sögunnar kemst í hálfkvisti Brusselelítuna.   

Reiðin er þvílík að áköfustu Evrópusambands-aðdáendur Írlands eru aðframkomnir af sorg og reiði. Landinu þeirra hefur verið fórnað á altari myntarinnar evru, sem engum hefur gagnast, nema samskonar fjárglæframönnum og komu fjármálakerfi Íslands á kné. Munið ávalt að bankar okkar fóru á hausinn inni í miðju ESB. En Ísland var svo ljónheppið að það átti einn mann sem heitir Davíð Oddsson. Einn góðan, ásamt nokkrum öðrum - og svo Geir H. Haarde.

Brusselveldið og seðlabankinn á snjóþrúgunum frá Frankensteinfurt, gekk um á skítum fótabúnaði sínum í því sem hugsanlega er hægt er að líkja við stjórnaráðið okkar hér heima. Veldið frá Brussel skipaði ríkisstjórn Írlands fyrir verkum með offorsi, gekk svo burt frá öllu sem þeir sönnu drulluháleistar sem ég alltaf hef vitað að þeir væru. Evrópuelítan var komin til Dyflinnar til að bjarga sjálfri sér og myntinni ömurlegu. Til helvítis með smáþjóðina írksu. Við ráðum, þið þegið, þið eruð núll, eruð örsmátt ESB-ríki í okkar veldi. Við eigum ykkur.      

Munið þið ESB-lygina um:

Regluverkið mikla sem átti að vera svo til fyrirmyndar
Bakhjarlinn mikla
Þúsund ára myntina evru 
Að deila fullveldinu með öðrum væri svo gott
Finnsku leiðinni hennar Jóhönnu sem er lygi
Lánstraustið sem átti að aukast við það að sækja um ofaní drullupoll ESB
Vextirnir sem áttu að lækka - og hækka úr öllu samhengi við skynsemina 
Traustið sem átti að aukast við að sækja um 
Lýðræði sem átti að batna við að leggja það niður
 
Listinn er endalaus, en algerlega fullur af ósannindum, falsi og óheiðarleika

Aumingjaveldi ríkisstjórnar Íslands hér heima er ömurlegt. Þessi ríkisstjórn mun fara inn í Íslandssöguna sem örverpi og ónytjungar á launum við að eyðileggja hér sem mest á sem skemmstum tíma. Forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og sérstaklega fjármálaráðherra Íslands (sem pólitísk græðgi bar ofurliði á fimm sekúndum) eru að verða smæstu örverpi nútíma sögu lands okkar. Ekkert mun lagast hér á meðan þessi dragnót rekur um með völdin í forarpytti Samfylkingarinnar og stórkosningasvikara Íslands, mannsins í Vinstri grænum. 
 
Eins og hinn nú reiði ESB-aðdáandi, Barry Eichengreen prófessor við Berkeley í Kaliforníu, skrifaði í Handlesblatt í gær: "John Maynard Keynes, sem þekkti málið um stríðsskaðabætur ákaflega vel, sagði eftirfarandi; að vera leiðtogi krefst þess að sannleikurinn sé sagður miskunnarlaust." Það gerði Davíð Oddsson hér heima. Hann þyrftum við að hafa sem leiðtoga á Íslandi núna. Hans er sárlega saknað.   
 
"As John Maynard Keynes – who knew about matters like reparations – once said, leadership involves “ruthless truth telling.” In Europe today, recent events make clear, leadership is in short supply. | á þýsku: Handelsblatt | á ensku: Irish economy blog 
 
Hér er bréfið frá Dyflinni. Það er eftir hagfræðinginn og (fyrrum?) Evrópusambandsaðdáanda Kevin O'Rourke og birtist á Eurointelligence: Letter from Dublin (ath; vefþjónn Eurointelligence virðist vera niðri (orsök? krækja á blog Paul Krugmans?), því hef ég í leyfisleysi útbúið PDF skrá af bréfi Kevin O'Rourke frá Dyflinni - og viðhengt það sem skjal hér neðst í færslunni)
 
"nothing quite symbolised this State’s loss of sovereignty than the press conference at which the ECB man spoke along with two IMF men and a European Commission official. It was held in the Government press centre beneath the Taoiseach’s office. I am a xenophile and cosmopolitan by nature, but to see foreign technocrats take over the very heart of the apparatus of this State to tell the media how the State will be run into the foreseeable future caused a sickening feeling in the pit of my stomach.
 
 
Og svo er þetta hér til viðbótar. Bein tilvitnun úr borgaralega ESB-falsinu þann 12. janúar 2009.   
 
Allir erlendir álitsgjafar sem fjallað hafa um íslenska vandann - þeirra á meðal Willem Buiter og Richard Portes - hafa kallað eftir brottvikningu seðlabankastjóra. Brottvikning myndi senda fjármálamörkuðum heimsins merki um að Íslandi væri alvara með að koma sér aftur á beinu brautina.
 
Muhahah ha ha ha ha ha hah ha hah hah ha hha! Senda merki!! Ha ha haha ha
 
Verst er að smjörfjallið Willem Buiter er kominn með evru-hatt úr álþynnu og felur sig nú undir skrifborðunum í banka sínum. En hann segir að írska málið sé bara byrjunin á upphafi óperunnar um gjaldþrot ríkja Evrópusambandsins. Senda merki!! Ha ha haha ha
 
   
 

Buiter’s Bombshell

Despite the recent drama, we believe we have only seen the opening act, with the rest of the plot still evolving. Although we have not had a sovereign default in the AEs since the West German sovereign default in 1948, the risk of sovereign default is manifest today in Western Europe, especially in the EA periphery. We expect these concerns to extend soon beyond the EA to encompass Japan and the US.

Accessing external sources of funds will not mark the end of Ireland’s troubles. The reason is that, in our view, the consolidated Irish sovereign and Irish domestic financial system is de facto insolvent. The Irish sovereign cannot from its own resources ‘bail out’ the banks and make its own creditors whole. In addition, a fully-fledged bailout (permanent fiscal transfer) from EA partners or the ECB is most unlikely. Therefore, either the unsecured non-guaranteed creditors of the banks, and/or the creditors of the sovereign may eventually have to accept a restructuring with an NPV haircut, even if it is not a condition for accessing the EFSF or the EFSM at present . . 
 
Irish Economy Buiter’s Bombshell (PDF) 
 
Ekkert af þessu mun koma fram í ESB-DDR-RÚV. 
 
Fyrri færsla
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var sjálfur hlyntur Evrópubandalaginu á sínum tíma.  Og í upphafi leit ég svo á, að það voru bandaríkin sem stóðu að hruninu í Svíþjóð, til að geta fengið aðgang að Evrópska markaðinum innan frá.  Aftur á móti, þegar maður er hérna, þá sér maður hlutina í réttu ljósi ... Evrópubandalagið er leið til glötunar.  Og að afsala landinu fullveldi og sjálfstæði sínu, eins og Írar ... eru landráð ...

Svo tel ég að menn ættu að velta fyrir sér hverjir stæðu fyrir uppljóstrunum á þessum tímum.  Ég tel tæplega að Bandaríkjamenn séu að hlera sín eigin samtöl, í sínum eigin sendiráðum ...

... og þá er bara um eitt að ræða, og það er að þú hefur að öllum líkindum rétt fyrir þér um Evrópu og Brussel.  Hitt er svo aftur á móti annað mál, að Davíð tók of stórt upp í sig á sínum tíma.  Hann var góður, en var of lengi við stjórn ...

Og þá er bara eitt eftir "kaninn komi aftur ... fullir danskir, sænskir, hollendskir sjóliðar fari heim".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vert er að nefna að Wilhelm Buiter er aðalhagfræðingur glæpasamsteypunnar City Group, sem eðli málsins samkvæmt veðjar massíft á hrun evrunnar.  Verum heiðarlegir og gleymum ekki manipúleringum þessara glæpahringja á efnahag landa.  Hann er efnahagsterroristi par exellance. Económískur Hitman.

Í ljósi þessa vil ég minna á að aðalráðgjafi ríkistjórnarinnar og seðlabankans um langt skeið og jafnvel enn, er einmitt Anne Sibert, sem merkilegt nokk er eiginkona Wilhelm Buiter!

Surprice! Surprice!

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2010 kl. 21:31

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aftur í þessu sambandi má nefna náin tengsl Citygroup og Goldman Sachs, sem eru eins og eineggja tvíburar í glæpnum. City bjargaði Sachs á sínum tíma og lengi var talað um samruna.  Mestu efnahagsterroristar heims.

Rifjum svo upp hlut Goldman Sachs í yfirhylmingum og svindlibraski því sem setti Grikland á hausinn og er enn að murka lífð úr þeim. Það voru þeir sem kokkuðu bækurnar fyrir oligarkana þar og gerspillta stjórnmálaelítu.  Það eru þeir, sem hirða beilátin væntanlega.

Eru sumar orsakir kreppunnar eru svo stórar að við sjáum þær máske ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2010 kl. 21:49

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Spádómar" stórra fjármálastofnanna eru selffulfilling prophecy's. Þeir rætast fyrir það eitt að þeir eru gerðir. Það ættu allir að vita t.d. af áhrifum matsfyrirtækja á markaði, hvort sem það er til að blása þá upp eða skjóta þá niður. Það höfum við sannarlega fundið.

Markaðir standa og falla á ógrunduðum orðrómi.  Wilhelm Buitier spáði á sínum tíma um fall Íslensku bankanna. Og viti menn BANG! öllum línum var skellt í lás og "spádómurinn" rættist!  Þvílíkt innsæi! Var þetta kannski bara hagræðing undir stöðutöku? Hmmm?

Allavega þá fékk ríkistjórnin eiginkonu hans til að leiða ráðgjöf um viðbrögð, sem liggur náttúrlega beinast við er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2010 kl. 22:25

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er hárrétt hjá þér Gunnar. Ríkismiðlarnir hafa verið þögulir sem gröfin um það mikla havarí sem verið hefur í gangi á alþjóðamörkuðum með Evru, og skuldabréf Írl., Portúgals, Grikklands, Spánar, Ítalíu og jafnvel Belgíu.

Ef maður einhverntíma hefur efast um hlutleysi RÚV, þá er það fullsannað að fréttamati RÚV er stýrt af harðsvíruðum ESB sinnum, sem flytja ekki neikvæðar fréttir af ESB - RÚV er farið að minna þannig á Pravda.

Í dag hefur Trichet látið ECB fjárfesta í skuldabréfum Írlands og Portúgals - til að lengja gálgafrestinn eitthvað.

En, spennan hlýtur nú vera þann 7. des. vegna þess að þá greiðir írska þingið atkvæði um björgunarpakkann svokallaðar.

Þ.e. hárrétt hjá þér Gunnar, að sá björgunarpakki er skammarlegur - og þ.s. versta er, er einungis gálgafrestur.

Ríkisstj. Írl. er þarna að reynast eins slæm í samningum, eins og okkar núverandi reyndist í sambandi við Icesave. Fari því ver og miður.

Eins gott að þingið felli þetta, því annars gera kjósendur uppreisn við fyrsta tækifæri sem þeir fá, og þá kemba núverandi ráðherrar ekki sínar pólit. hærur.

Ég bendi á eigin grein: Hvernig er hægt að bjarga Evrunni frá hruni? Ath. þetta er ekki ef spurning lengur!

Seðlabanki Evrópu vinnur smá extra tíma fyrir Evruna. Vondandi, að pólitíkusarnir hafi vit á að nýta hann af skynsemi!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2010 kl. 00:24

6 identicon

Ég veit nú ekki hvernig maður á að blanda þessu saman við Oglíarkið, tel nú ekki rússnesku gyðingamafíuna hafa mikið þessa hluti að gera.

Stærsta orsæk hrunsins, er sú staðreynd að Bandaríkjamenn fara í stríð við Írak og Afghanistan.  Aldrei í mannkynsögunni hefur nokkrum mönnum dottið í hug, að fara í stríð við draug.  Allt í sambandi við aðdraganda stríðsins og stríðið sjálft er í besta falli óljóst, hrein klikkun er nær marki.

Bandaríkin eyða hér trilljónum dala í styrjöldina, fyrir utan það að á sama tíma kippa þeir undan fótunum á fleir stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum.  Flopp styrjöld við draug, miljóna króna sprengjur notaðar til að sprengja strákofa ...

Allir áttu von á stórfeldum endurbyggingum, olíuvirkjunum, gasleiðslum ... sem ekkert varð úr.  Og þegar bandaríkjaforseti var búin að eyða öllum þeim sparnaði sem ellilífeyrisþegar í bandaríkjunum áttu inni á reikningum sínum, þá voru tekin lán erlendis í formi húsnæðismála ... sem Íslenskar elítur, með gáfnafarið sitt stóra hermdu eftir og töldu alveg frábært.  Þessir heimsins gáfuðustu menn, sem fengu einkanir sínar gefins ... ullu hruninu fyrir Íslands hönd.  Forseti bandaríkjanna og hans elíta, olli hruninu fyrir Bandaríkin, og síðan er eins og ég held að Ísland hafi orðið fyrir hruninu vegna heimsku ... Ísland hefur á undanförnum 20 árum, hampað óþjóðalíð á sama tíma, og menn með einhvern snefil að viti hafa fengið að sitja á hakanum ... hvað evrópu varðar, veit ég ekki.

En maður verður að  líta á niðurstöður hrunsins, til að kanski gera sér grein fyrir hverjir hafi átt hlut að máli.  Sigurvegarar eru Arabar, Persar og Kínverjar.  Kínverja getum við strikað út, því að þeir hafa orðið ríkir fyrir tilstylli bandaríkjanna, sem hefur látið þá framleiða ódýrt fyrir sig, í stað Japans áður.

Ég get ekki séð neina sigurvegara í Evrópu, hvað stendur þeim annað til en pólitísk valdafíkn?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:48

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið.

Sumir eru farnir að gerast svo djarfir að spyrja til hvers ESB sé eiginlega
 

 
 
Ég verð seint þeyttur á þessari mynd frá 1996
 
Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996
 

Gunnar Rögnvaldsson, 3.12.2010 kl. 17:15

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þreyttur (en þó smá pínku þeyttur:) átti það að vera . . . eða hvað ?

Gunnar Rögnvaldsson, 3.12.2010 kl. 17:17

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

.

Ábending um ágætis helgarlesningu

1) Getur evrusvæðið lifað af ? Ný skýrsla.

Getur evrusvæðið lifað af? 

Krækja: Can the Euro Survive? 

2) Hversu líkleg eru yfirvofandi ríkisgjaldþrot evrulanda? Simon Johnson.

Hversu líkleg eru ríkisgjaldþrot evrulanda? Simon Johnson.

Krækja: Imminent Eurozone Default: How Likely?  

Gunnar Rögnvaldsson, 3.12.2010 kl. 18:01

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst athyglisvert að þetta virðist allt vera hugsað til að bjarga Breska pundinu í raun. Allavega ákafi breta að veita þessa "aðstoð".

Pundið mun hrynja ef Írar taka ekki við eiturpillunni.  Kannski er þetta allt saman einhver fletta og sýndarleikur til að kála pundinu og innlima Bretland í mynsamstarfið. Veit ekki. Bretar skulda 5falda þjóðarframleiðslu, svo við komumst nú ekki með tærnar þar sem þeir haffa hælana.

Málið er að það er líklegt að ekkert verði af þessu beiláti. Írska og Þýska þjóðin er hörð gegn þessu og enn á þetta eftir að fara í gegnum Írska þingið, sem er líklegt til að hafna snörunni. Einnig á Þýski hæstirétturinn (Constitutional court) eftir að úrskurða um málið og er ekki líklegur til mildi miðað við allt og allt.

Það er því ekkert gefið enn og líklegt að bankahrun verði málið með fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir pundið. Þetta vita spákaupmenn og fjárfestar. Því breyttist ekkert við yfirlýsingu um innspýtingu. Hún er bara örvæntingarfálm án nokkurra líkinda.

Bankar eru þegar að yfirgefa Írland og hvað sem Evrópufíklarnir segja hér, þá er það sama að segja um mörg erlend stórfyrirtæki.  Dell á leið til Póllands t.d.

Það er kannski sóknarfæri hér fyrir okkur. Annálað láglaunadvæðið. Kannski ættum við að bjóða skipbrotsmönnum írska titanicslyssins náttstað hér.

Hvað veit maður. Þetta er svo fucked up beyond recognition að það er allavega engin von á breytingu til batnaðar á meðan allt er í þessum óleysanlega hnút.

Það er samt alltf í bakhöfðinu að hér sé stærra samhengi á ferð en augað sér. Efnahagsstríð og landvinningar óprúttnustu og öflugustu aflanna í þessu samhengi. Afla sem heyra ekki undir nein lög né lönd, en eru þó undir hentifána Wallstreet og City of London.  Þeir hætta ekki fyrr en allt er í rúst.  Þeirra kapítalismi er sá sem Marx var að tala um. Þessi self destructive mekanismi, sem brýtur af sér öll lög og siðgæði og drepur allt um leið og sjálfan sig. Krabbamein er raunar afar lýsandi samlíking.

Ég er svatsýnn. Hinn pólitíski, sjálfmiðaði og gráðugi aðall er eins og þríhöfða þurs sem eki verður afhausaður. Það vaxa bara ný og ljótari höfuð við hverja afhausun, eins og við sjáum svo vel hér.

Evrópusambandið sekkur og kampavínsaðallinn kemst í bátana eins og í Titanic. Við þurfum á öllu okkar að halda til að fylgja ekki í kjölsoginu. Allavega er það engin lausn að munstra sig á 3ja farrými á þessari studu. Nema að við séum í sjálfsmorðshugleiðingum.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2010 kl. 00:25

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er um auðugan garð að gresja fyrir spekúlantana, þeir geta varla gert upp við sig hvort þeir eigi að veðja á fall pundsins eða evrunnar. Ég myndi halda að hvort tveggja væri vænleg "ávöxtun".  Svo er svo gott til þess að vita að það þarf ekki spámannlegt innsæi þar. Það þarf bara að spá og þá sér markaðurinn um rest. Win Win...og alt það.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2010 kl. 00:32

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svarið við gátunni felst svo alltaf í spurningunni: Cui Bono? Ef menn nenna að pæla í því.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2010 kl. 00:35

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gunnar! þú verður seint þreyttur á þessar ágætu mynd. Sama segi ég Hún er alveg einstök.

En þarf ekki að fara að uppfæra hana, mér sýnist lengdin á kveikiþræðinum  vera of löng fyrir núið.

Guðmundur Jónsson, 4.12.2010 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband