Mánudagur, 29. nóvember 2010
Björgun Írlands, engin jákvæð áhrif; Grikkland og Írland fallin, næst falla Portúgal, Spánn, Belgía, Ítalía, Frakkland
Mynd: Bloomberg. Spánn í evrufangelsi: GSPG10YR
Róaði ekki-björgun Írlands á okurvöxtum alþjóðlega fjárfesta og hagsmunaaðila? Nei ekki hið minnsta.
- Grikkland er fallið
- Írland er fallið
- Evran fellur
- Traustið fellur
- Evrusvæðið fellur
- Myntbandalag ESB virkar ekki
Nú er afar slæmt að vera land í fangageymslum myntbandalags Evrópusambandsins. Ávöxtunarkrafan á 10 ára Portúgölsk (7,02%), Spænsk (5,36%) og Ítölsk (4,58%) ríkisskuldabréf hækkaði bara í dag og verðfall varð á þessum ríkisskuldabréfum á mörkuðum. Og evran fellur áfram.
Nú þarf enn stærri snjóþrúgur þegar gengið er um á eggjaskurn myntbandalagsins. Eru þær að verða uppseldar í þessum trollhlera-stærðum. Næstu stærð fyrir ofan verður ekkert grín að hafa á fótum bankastjórnar seðlabanka Evrópusambandsins, þegar hún þarf að læðast um á næfurþunnu peningagólfi myntbandalagsins. Hún skelfur í angist.
Paul Krugman í dag
Ireland really cant afford to pay these debts.
Heres a credit line!
No, really, we just cant afford to pay.
Heres a credit line!
It really is like watching a car wreck.
Krækja: Not Waving But Drowning
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Gunnar,
eins og oft áður verð ég að kvarta yfir framsetningu efnis á síðu þinni. Hún er hræðileg, og hræðilega oft (alltaf!?) tekin úr öllu samhengi.
Nú ert þú, eins og reyndar oft áður, að tala um að Evran haldi áfram að falla. Hvar varstu þegar hún styrktist? Hvernig líður þér þegar hún styrkist?
Má vel vera að evran sé allt of hátt skráð. Þá er bara eðlilegt að hún finni sinn rétta veg innan alþjóðlegra myntkerfa. Stundum of hátt skráð, stundum of lágt skráð.
Bestu kveðjur frá hagfræðingi með áratugareynslu í ESB, sem vonar að enginn taki mark á þínum áróðri.
Valgeir
Valgeir (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 18:19
Sæll Valgeir
Hér eru nokkrar yfirskriftir dagsins (ég ritstýrði þeim ekki)
WORLD FOREX: Euro Falls Below $1.31 On Contagion Fears
Euro falls as Irish bailout deal is struck
Euro Falls Against Dollar as Irish Deal Fails to Stem Concern
Eins og þú veist þá bundu menn vonir við að (þvinguð) björgun Írlands í gær myndi sýna sig í styrkingu evru og ríkisskuldabréfamarkaðs. En hvorugt þessa gerðist.
Má bjóða þér að lesa ónýtir gjaldmiðlar Valgeir? Þá var ég í ESB. Ég var líka í ESB þegar það varð til þrátt fyrir að Evrópusambandið væri steindautt. Ég var líka í ESB þegar þetta var skrifað; Hindrar evra atvinnusköpun ? Og að sama skapi var ég í ESB þegar þetta gerðist: Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt
Hér eru einnig smá gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB
En hvar hefur þú verið Valgeir?
Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2010 kl. 18:47
Sæll Gunnar,
fyrir hvert línurit sem þú sýnir (og sannar!) niðursveiflu get ég sýnt þér tvö línurit með uppsveiflu. Fyrir hverja 55 hagfræðinga sem halda einhverju fram get ég komið fram með a.m.k. 110 hagfræðinga sem halda öðru fram. Fyrirsagnir dagblaða í dag eru ekki fyrirsagnir dagblaða á morgun. Þetta er voða einfaldur leikur. Sannleikurinn er ekki til (nema eftir á séð).
Þinn málflutingur líkist frekar trúboði en góðu innleggi í umræðuna. Þessi mikilvæga umræða á ekki einungis að stjórnast af tilfinningum (þó hún geri það á Íslandi) heldur líka góðum rökum.
Valgeir (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 19:11
Ég ráðlegg þér að hætta að lesa bloggsíðu mína Valgeir. Tilfinningarnar þínar hafa greinilega borið þig af braut.
En eyru mín eru opin, eins og þú sérð. Láttu okkur heyra.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2010 kl. 19:40
Ísland er fallið, Bandaríkin eru fallin, Sovét féll í hitteðfyrra eða árið þar áður, Jón féll í gær og Gvendur fellur sjálfsagt á morgun. Það er búið að spá evrunni dauða, langlífis, falls og riss, og allt þar á milli -- en áfram skröltir hún þó, eins og þjóðskáldið sagði. Það er nú samt alltaf hressandi að sjá ESB-andskota, sem samt eru þvílíkir masókistar að hanga innan ESB ár á ár ofan frekar en leita skjóls hér í sælunni hér fyrir utan, ausa úr skálum visku sinnar og spádómsgáfu yfir okkur sem erum svo vitlaus að híma í kuldanum. Vona nú samt að hann verði ekki sannspár, því að ef evran fellur þá getum við Íslendingar pakkað saman og flutt til -- kannski Jeman. Okkar viðskipti eru nefnilega nær öll við ESB-löndin og því hafa örlög þeirra víst úrslitaáhrif á okkur. Ef engin pungar út evrum fyrir þorskinn okkar eða álið þá náum við víst ekki að greiða fyrir jeppana eða flatskjána. En við þurfum svo sem ekkert að örvænta, hann Gunnar okkar alsjáandi og Jón Valur dómsdagspámaður hafa ekki spáð rétt fram að þessu. Þeir munu örugglega halda áfaram að ausa í okkur úr viskubrunnum um að ef evran fellur ekki á morgun þá geri hún það örugglega hinndaginn og daginn eftir lendir vonandi geimskip á Snæfellsjökli sem ber okkur öll til himna. Trúi því og treysti -- a.m.k. þar til annað kemur í ljós.
Pétur (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 20:24
Valgeir, mér finnst ú jafn sanfærandi og evan gelískur apologisti.
Rök þín gegn málflutningi Gunnars eru engin. Engin málefnaleg leiðrétting, aðeins þaður um afstæðni sannleikans og það að þú hafir reynslu sem hagfræðingur í EU! Hvað á það að þýða í samhenginu?
Segðu mér annars eitt... finnst þér freistandi eða fýsilegt fyrir Ísland að leggja í þessa Bjarmalandsför eins og horfurnar eru? Ef svo er...nefndu eins og þrjár rökstuddar ástæður fyrir því.
Gunnar er bara hér í hlutverki dregsins í ævintýrinu, sem bendir á að keisarinn er berrassaður. Ekki nóg með það. Hann er með niðurfallsýki og sull. Það er lágmark að þú notir menntun þína og reynslu í að leiðrétta hann ef þú telur hann fara með rangt mál.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2010 kl. 20:41
Nú getur gengi gjaldmiðla bæði fallið og risið Pétur. Það er eðli þeirra. En daginn eftir björgun evru ríkisins Írlands var það von manna að hún myndi styrkjast því hún hefur fallið undanfarið. En í staðinn hélt hún áfram að falla. Það sama gerðu ríkiskuldabréf Spánar og Portúgals. Menn vonuðu að komist væri fyrir smit innan evrusvæðis. En það gerðist ekki.
Hvernig veistu það Pétur? Hefur þú rannsakað málið?
Þetta er nú ekki allur sannleikurinn Pétur minn. Fyrst fer sá útflutningur sem fer með skipum inn í norska landhelgi. Svo siglir skipið áfram til Rotterdam, oft og iðulega. Útflutningurinn fór því til Noregs, ekki satt?
En öllu gamni sleppt. Í Rotterdam eða í álíka höfnum er útflutningnum skipað upp og hann sendur áfram til ákvörðunarstaðar, eða til þess staðar þar sem notkun vörunnar á að fara fram. Íbúar Rotterdam neyta ekki alls þess sem kemur í höfn þeirra frekar en Lundúnabúar borða alla farþega sem millilenda í Heathrow.
Fyrsta skrefið var að fá pöntun. Hún er það mikilvægasta. Hún gæti hafa verið frá Nýja Sjálandi. Greiðslan gæti hafa farið fram Bandaríkjadölum, svissneskum frönkum eða norskum krónum (ákaflega vinsæll gjaldmiðill). En frá Íslandi séð (hagstofunni) er ákvörðunarstaður vörunnar í Rotterdam ef varan fer fyrst þangað með skipi og annað ekki gefið upp. Þaðan fer hún ef til vill í transit eða jafnvel í gegnum alþjóðlegan broker eða heildsala.
Svo er það rafmagnssalan. Hún fer ekki neitt. En greiðslan fyrir hana kemur í Bandaríkjadölum.
Svo er það hugbúnaðarframleiðslan, hún er seld í gegnum símalínu eða gervihnött út um allt.
Svo er það þjónustan og svo framvegis.
Það er sem sagt 100% þvættingur að 70% af útflutningi Íslands fari til megin-lands Evrópu.
Utanríkisviðskipti okkar eru ekki öll við ESB þótt því sé gjarnan haldið fram. Og þrátt fyrir stóru höfnina í Rotterdam í Hollandi.
Ég ráðlegg þér að lesa síðu 9 og 10 í riti Hagstofunnar um einmitt utanríkisviðskipti Íslands; Utanríkisverslun með vörur 2009. Þar segir:
=======================
Hagtíðindi: 2010:1 31. mars 2010 Utanríkisverslun með vörur 2009 - Hagstofa Íslands
Utanríkisverslun eftir markaðssvæðum og löndum.
1) Íslendingar fluttu út mest til Hollands en innflutningur var mestur frá Noregi.
2) Í utanríkisverslun er almenn regla að útflutningsland er endanlegt neysluland vöru. Ef endanlegt neysluland vöru er ekki þekkt þegar útflutningurinn á sér stað verður útflutningslandið viðskiptalandið. Varðandi álútflutning til Hollands er vitað að verulegur hluti hans er fluttur áfram til annarra ríkja og í því tilviki er Holland viðskiptalandið en ekki endanlegt neysluland vörunnar. Hafa skal hliðsjón af þessari staðreynd þegar tölur um útflutning til Hollands eru skoðaðar.
=======================
Athugið líka að þjónustuviðskipti eru annað en vöruviðskipti.
ÞAÐ MIKILVÆGASTA Í VIÐSKIPTUM ER AÐ FÁ PANTANIR! Halló?
Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2010 kl. 20:47
Úps, Gunnar minn. Fyrirgefðu. Draslið er sjálfsagt alltsaman flutt áfram til Kína!
Að öllu gamni slepttu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 30% íslensks útflutnings flutt til Hollands ári 2009 og um 83% til EES landa. Ég hef auðvitað engar tölur um það, en skynsemin segir mér þó að 90% af því sem flutt er til Hollands verði eftir þar í landi eða sé flutt áfram til nágrannalandanna, sem skynsemin segir mér líka að séu í ESB. Svo, halló, plís haltu þig á jörðinni ef þú ætlar að láta taka þig alvarlega. Mun sterkari rök væru a.m.k. að benda á að 20% af þessum viðskiptum við EES löndin eru við Noreg og Bretland, sem ekki hafa evru. Held reyndar að sú staðreynd að Bretar og Norðmenn hafa ákveðið að lána morðfjár til Írlands til að verja evruna sýni nú að ráðamenn þessara viðskiptalanda okkar sjá hag sínum best borgið í varðveislu evrunnar. Það gildir auðvitað um Ísland einnig -- hvort sem við viljum enda í þeim klúbb eða ekki.
Pétur (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 21:27
Sæll Jón Steinar, ég færði engin rök fyrir málflutningi mínum, það er rétt hjá þér. Ég taldi það óþarft. Og þrátt fyrir menntun mína (ég setti þetta komment bara inn, því Gunnar telur 25 ára búsetu í ESB sem "reynslu"), þekki ég ekki töfralausnina fyrir Ísland. Ég er ekki ESB sinni og ég krítisera jafnt á báða bóga.
Gunnar heldur því fram að hann hafi opin eyru. En hann heyrir samt í raun bara allt sem sagt er neikvætt um ESB. Það er hans vandamál. Og það er erfitt og væri mjög tímafrekt að leiðrétta hann (ég er jú í fullri vinnu dagsdaglega).
Ég er því í hlutverki drengsins í ævintýrinu sem bendir á mögulega ranga túlkun Gunnars á klæðnaði keisarans. Að vera "nakinn" getur nefnilega verið mjög þægilegt, oftast og yfirleitt.
Valgeir (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 21:33
Þakka ykkur öllum
Eftir sem áður sendur sú óhagganlega staðreynd að:
Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2010 kl. 21:55
Fyndnast af þessu öllu að í Hádegismóum er það helst talið íslensku hagkerfi og krónunni til ágætis að Ísland féll öllum örum löndum glæsilegar og krónan hefur fallið um helming á síðustu árum. Það er merki um frábæra hagstjórn og sveigjanleika krónunnar. Fall evru um 10% og lán til Írlands er aftur á mót skelfilegt. Einkennilegt ...
Pétur (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 22:13
Já Pétur, tíminn er gagnlegt fyrirbæri. Ef tímans nyti ekki við þá myndu allir hlutir gerast samtímis alls staðar.
Um daginn í dag
Það athyglisverða við tölurnar á skuldabréfamarkaðinum í dag er þessi hrikalega og skyndilega hækkun á ávöxtunarkröfunni á 10 ára ríkisskuldabréfum Ítalíu og Spánar. Markaðurinn virðist nú byrjaður að reikna fram hjá og líta alveg fram hjá að þessi lönd eru í myntbandalagi Evrópusambandsins, og í raun miklu verr stödd en önnur ríki utan þess, því þessi lönd hafa engan gjaldmiðil sem þau ráða sjálf yfir. Þau eru hjálparvana.
Markaðurinn er að skilja áhættuna við að lána þessum ríkjum peninga og hann er að skilja að engin vörn er í myntinni evru. Spánn og Ítalía eiga á hættu að lenda í ríkisgjaldþroti eins og önnur skuldsett ríki. Þessi nýja hugsun markaðarins segir: það er miklu meiri áhætta að lána þessum ríkjum peninga en við héldum áður. Við krefjumst hærri áhættuþóknunar. Þetta mun gera allt miklu verra fyrir þessi lönd.
Frá og með nú munu alþjóðlegir lánsfjármarkaðir smá saman loka alveg á lán til ríkisjóða þessa landa, nema að kraftaverk gerist.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2010 kl. 22:41
Ég fæ bara ekki nóg af þessum Nigel Farage, sem líka hefur skoðun á Evrunni
http://www.youtube.com/watch?v=qbsupMslI6Y&NR=1
Haraldur Baldursson, 29.11.2010 kl. 22:43
Kærar þakkir fyrir þetta Haraldur.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2010 kl. 22:52
pregó
Haraldur Baldursson, 29.11.2010 kl. 22:54
Já þetta er ljóta ruglið þessi pistill, sammála þér þar Valgeir.
Sérstaklega skemmileg þótti mér þessi mynd neðst í málsgreininni. Nú er félagi minn kominn til danmerkur og þénar þar 600.000 krónur íslenskar við að járnabinda, og hann er ómenntaður. Er það ástæðan fyrir því að það er landflótti á Íslandi, vegna þess að við þénum svo miklu meira en aðrir í Vestur Evrópu.
Íslendingar hafa tekið á sig um það bil 50% launalækkun án þess að það komi íslendinskum efnahag nánast ekkert til góða annað en þegar gengið fellur hjá stórum þjóðum.
1. Á íslandi er ekki framleitt fjölbreytt vöruúrval þar sem að ef gengið fellur þá geta neytendur snúið sér yfir í innlendar ódýarri vörur sem varðveitir kaupmáttinn en skapar líka vinnu. Því við framleiðum ekki bíla, sígarettur, ostaskera, verkfæri, bensín og svo framvegis.
2. Annað en hjá stórum þjóðum, þá eru stór hluti skulda ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila í erlendri mynt, þannig að þegar gengið hrynur, jú þá batnar vöruskiptajöfnuðurinn til að greiða skuldirinar, vandinn er auðvitað sá að skuldirnar rísa upp úr öllu valdi.
3. Aðalútflutningsafurðir íslendinga, fiskur og ál, eru takmarkaðar. Það er ekkert hægt að veiða meiri fisk eða framleiða meira ál bara vegna þess að gengið fellur(ekki nema að byggja fleiri virkjanir og þá gæti þess vegna gengið aftur verið komið á flug).
Kreppan okkar er einhvern veginn svona:
1. Mörg hundruð prósenta aukning atvinnuleysi.
2. Margra tuga prósenta hækkun á ríkisskuldum.
3. Margra tuga prósenta lækkun á kaupmætti.
4. Fimmfalda stýrivexti miðað við á evrusvæðinu.
5. Gríðarlegan samdrátt á þjóðarframleiðslu.
6. Algjörlegan flótta alþjóðlegra fjárfesta(ekki verið minni erlend fjárfesting hér í marga áratugi).
7. Mikinn landflótta of menntuðu fólki(kemur í hausinn á okkur seinna).
8. Alveg ótrúlega aukningu á skuldabyrði heimila(merkilega reyndar í sögu sögu vesturlandaþjóða).
9. Mjög mikinn fjárlagahalla.
10. Mikla stjórmálakreppu.
11. Gjaldeyrishöft.
Gleymum því að margar ESB þjóðir hafa alla þessa hluti á hreinu. En meira segja verstu evruríkin eru ekki að fara í gegnum neitt sambærilegt. Til dæmis liðir 3, 4, 6, 8 og 11 á ekki við neitt einasta evruríki.
Var það svo ekki Stefán Ólafsson sem sýndi fram á að hagvöxtur á Íslandi hafi verið fyrir neðan meðaltal Vestur Evrópu síðastliðnu 20 ár, hvað þá austur Evrópu. Hagvöxtur í ESB hefur svo verið töluvert meiri en í USA síðastliðinn 20 ár, en alveg síðan Reagan tók við völdum hefur meira segja kjör almennra borgara vestanhafs farið niður á við seinustu 20 ár.
Jón Gunnar Bjarkan, 29.11.2010 kl. 23:41
Svo er Krugmann með ágætan samanburð á Spáni og USA hér
http://www.nytimes.com/2010/11/29/opinion/29krugman.html?_r=2&src=me&ref=homepage
Haraldur Baldursson, 30.11.2010 kl. 08:19
Krugmann er reyndar að líta framhjá einu grundvallaratriði í þessari greiningu sinni þegar hann segir:
"But problems were developing under the surface. During the boom, prices and wages rose more rapidly in Spain than in the rest of Europe, helping to feed a large trade deficit. And when the bubble burst, Spanish industry was left with costs that made it uncompetitive with other nations. "
Þetta er auðvitað rétt að verðlag og laun hafa risið meira á Spáni(og reyndar Grikklandi líka) miðað við önnur evruríki, en það er verið að líta hér framhjá því að hagvöxtur hefur verið meiri á Spáni og Grikklandi og almenn lífskilyrði hafa batnað mun hraðar á Spáni og Grikklandi en í öðrum evruríkjum fyrir kreppu. Svo það er fullkomlega eðlilegt að verðlag og launakostnaður rísi þar hraðar heldur en í til dæmis Frakklandi.
Í öðru lagi þá talar hann eins og að Evrópski Seðlabankinn sé á einhverskonar fastgengisstefnu og að gengið muni aldrei breytast. Hver er að segja að gengi evrunnar muni ekki lækka, eins og Krugmann telur að henti Spánverja, ef Spánverjar lenda í vandræðum. Evrópski seðlabankinn getur alveg eins lækkað gengið eins og Federal Reserve. Það er hinsvegar til marks um það hve mikla trú alþjóðlegir fjárfestar hafa á evrunni, þrátt fyrir dómsdagsspá ykkar Evru andstæðinga, að gengi á evrunni sé svona hátt.
Svo má auðvitað nefna að Krugmann er að bera saman USA og Spán en ekki USA og Evrusvæðið. Talar hann til dæmis á þennan hátt um Kaliforníu, að þeir séu fastir í dollaranum þar sem þeir geta ekki fellt gengið?
Jón Gunnar Bjarkan, 30.11.2010 kl. 16:15
Þetta er svolítið eins og ef menn væru alltaf að bera evrusvæðið við verst stöddu ríkin í bandaríkjunum og þannig segja að Kalifornía geti ekki fellt sitt gengi eða ráðið stýrivöxtum, nú þurfi Kalifornía að fara í grimmilegar launalækkanir sem muni taka mörg ár með miklu atvinnuleysi en evrusvæðið getur lækka og hækkað gengið eftir vild.
Jón Gunnar Bjarkan, 30.11.2010 kl. 16:21
Haraldur. Farage er sko ekki fysjað saman. Í maí síðastliðnum lenti hann í slæmu flugslysi, sem ótrúlegt er að nokkur hafi lifað af. (Margir segja þetta grunsamleegt slys á margan hátt og eru samsæriskenningar á lofti...eðlilega)
Nú er hann mættur aftur, tvíefldur. Hann er talsmaður lýðræðis í EU og hvítur hrafn sem slíkur. Lýðrðæði er eitthvað sem aldrei var gert ráð fyrir í EU, frá stofnun og hann fer því óendanlega mikið í taugarnar á lénsherrum búrókarasíunnar í Brussel.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 17:47
Lýðræði í ESB ríkjum er öllu meira heldur en á Íslandi.
Ég get ekki haldið aftur af hlátri þegar ESB andstæðingum er tíðrætt um hina "ólýðræðislega kjörnu" embættismenn ESB. Fólk sem pælir ekkert í Evrópumálum væri líkast til að halda að þessir embættismenn hljóti stöðu sína í ríkislottói eða bjúrakrata bingó. Þessir ólýðræðiskjörnu fulltrúar eru kosnir ýmst af lýðræðiskjörnum forsætisráðherrum ESB ríkjanna eða af lýðræðiskjörnum þingmönnum ESB.
Á það allt í einu að heita eitthvað ólýðræðislegt? Hver talar nokkurn tímann um að USA sé ekki lýðræði þar sem Hillary Clinton og Robert Gates eru ekki "lýðræðislega" kjörin, eða seðlabankastjóri bandaríkjanna eða hæstarétta dómarar? Talaði einhver um að lýðræði á Íslandi væri á hallandi fæti þegar Gylfi Magnússon og hvað hún heitir, Ragna Árnadóttir, voru ólýðræðislega kjörin, það er að segja skipuð í embætti?
Á það að heita ólýðræðislegt að þegar Írar kusu nei við lissabon, að þá var farið í að kanna hvað þeir voru ósáttir við, þau atriði sett í sérlausnir fyrir Íra og svo kosið aftur? Menn halda nú varla að bara vegna þess að Írar kusu nei þá myndi ESB aldrei taka neinum breytingum aftur, ef fjárlögum er hafnað á alþingi, þýðir það aldrei aftur verði lagt fram fjárlagafrumvarp? Haldið þið til dæmis að heimsýn muni bara leggjast á bakið ef íslendingar kjósa að ganga í ESB. Mesta lagi tveimur árum eftir að við værum gengin inn myndu þeir fara að æpa á að nú þurfi þjóðin að fá að kjósa um að ganga úr ESB.
Nú er það alveg rétt Jón Steinar að ESB var aldrei stofnað með það fyrir augum að það yrði fullkomið lýðræði. Og afhverju er það? Það er einmitt til að vernda hagsmuni smærri ríkja gagnvart stærri ríkjunum. Það er til dæmis alveg fullkomlega ólýðræðislegt í sjálfu sér að lönd eins og Malta og Kýpur fái sitthvoran commissioner alveg eins og Þýskaland. En þetta er nú svona sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar ákváðu að smíða ESB. Það eru aðeins eitilharðir ESB sinnar, svokallaðir federalistar, sem vilja gera ESB að fullkomnu lýðræði. ESB andstæðingar tala mjög um að það þurfi að bæta lýðræðið í ESB en um leið og ESB þingmenn minnast á tillögur í þá áttina þá æpa sömu menn kommúnismi eða fasismi eftir því hvort þeir eru hægri eða vinstri menn.
Að ESB sé ólýðræðislegt er því bara eitthvað frasarugl sem ESB andstæðingar vilja hafa frammí pólitískri umræðu, vegna þess að öllum líkar vel við lýðræði en engum líkar vel við bjúrókrata. Svona hefur ESB andstæðingum tekist að varpa sér yfir í einhverja lýðræðisvinahreyfingu í Evrópumálum sem er auðvitað ekkert nema blekkingaleikur og Nigel Farage er alveg fullkomið dæmi um það. Meira lýðskrum, blekkingar og algert rugl yfir höfuð hef ég nú bara aldrei heyrt upp úr nokkrum öðrum manni en einmitt honum.
Og hann fer ekki í taugarnar á "lénsherrum búrókrasíunnar" vegna þess að hann er "hvítur hrafn" lýðræðis. (Ég gæti svarið það, ef Hitler myndi koma á sjónarsviðið með sama lýðskrumið um ESB þá væru ESB andstæðingar að hylla hann sem hvítan hrafn). Hann fer í taugarnar á mönnum vegna þess að hann er algjör dóni(miklu verri en Steingrímur var í stjórnarandstöðu) sem heldur upp stanslausum popúlista áróðri og kyndir undir með allskyns rugli sem er varla svaravert og auðvitað er það gjörsamlega óþolandi að hafa slíkt fífl inn á evrópuþinginu, ímyndaðu þér ef að slíkur hálfviti myndi kjósast inn á bandaríkjaþing og myndi ekki gera neitt annað en tala landið niður og kasta skít fram í kollega sína. Algert fífl þessi maður.
Jón Gunnar Bjarkan, 1.12.2010 kl. 04:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.