Leita í fréttum mbl.is

Írland í dag; hvar eru Lissabon-fjárfestingarnar? Hvar eru Lissabon-atvinnutækifærin?

We want the Lisbon jobs now!
We want the Lisbon jobs now! 
 
Alþýðuhreyfingin á Írlandi (Peoples Movement) stóð fyrir mótmælum gegn samtökum atvinnurekenda í vikunni. Skiltin sem meðlimirnir báru voru mörg hver frá síðustu en endurteknu kosningum um nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins - dulnefnd; Lissabon sáttmálinn

Þegar Írar kusu nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins, þá var ártalið 2008. En því miður; í háborg afskræmingar lýðræðisins, já í Evrópusambandinu, var þetta þjóðaratkvæði Íra ekki tekið gilt.   

Sjá viðtal við eina æðstu kerlingu (takk Kolbrún) þessa sambands hér að neðan. 

En nei. Írar voru pískaðir inn í kosningabúrin á ný því Brussel þurfti á jái að halda. Nei er ekki tekið gilt í ESB. Áður en allt þetta gerðist höfðu Frakkar og Hollendingar fellt frumritið í þjóðaratkvæðagreiðslu heima hjá sér. En svo var sáttmálinn wordaður & vínklaður upp á nýtt í ritvinnslu þeirra sem enginn kaus. Út úr því kom það sem ekki mátti kalla stjórnarskrá lengur, þ.e.a.s. út kom sminkuð marggóð sósíaldemókrataísk metrópólítönsk kerling með dulbúna stjórnarskrá í skjalatöskunni. Það þurfti jú að ljúga þessu í gegn hjá 27 þjóðum Evrópusambandsins. Eins gott var standa sig því stykki. Bjarga þurfti andlitum þeirra sem enginn kaus. Á ESB tungumáli var þetta framferði kallað að "bjarga Evrópu".  

Þessi steypa var svo sett aftur út í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi. Nú dugðu engin mjúk vettlingatök. Írska þjóðin var hrædd frá sans og viti til að segja já. Atvinnurekendur, þið vitið, sögðu að Írland myndi sökkva ef Írar kysu ekki rétt í þetta skiptið. ESB tók upp pumpuverkið og dældi stolnum peningum úr fölsuðum ársreikningum sambandsins inn í kosningabaráttuna á Írlandi. Mykjan lak og Írlandi var drekkt í þeim ósóma. Engin þjóð í öllu Evrópusambandinu var spurð álits á stjórnarskránni, nema Írar, tvisvar!  

Rauðvínshagfræðingurinn Egill hinn helgi Helgason hefur kannski tekið þetta mál fyrir hjá DDR-RÚV á Íslandi á sínum tíma. En ekki veit ég það, því þá bjó ég í ESB. Þið skuluð samt ráðfæra ykkur við þann mann allan og helst einhvern erlendan gest hans líka.  

Nú vilja Írar fá að sjá þessar fjárfestingar sem óði hattarinn í ESB lofaði þeim. Þeir vilja líka fá atvinnutækifærin sem þeim var lofað. En staðan hins allra írskra vega er sú að Írland siglir harðbyri í ríkisgjaldþrot. Hvorki meira né minna. Enginn vill fjárfesta á Írlandi. Í gær gáfu rússneskir ríkisfjárfestingarsjóðir út blátt bann við því að kaupa skuldabréf írska ríkisins. Þeir bönnuðu evrulandið Írland. Halló! Bankakerfi Íra er allt gjaldþrota og hvílir sem tröllskessa á herðum þjóðarinnar. Fasteignaverð eru fallin um 40-50 prósent og fólkið þarf að yfirgefa heimili sín. Skuldir fólks hafa ekki lækkað þó svo að laun fólks hafi lækkað í niðurskurði og mikilli verðhjöðnun.

Þær "erfiðu" eignir sem írska ríkið yfirtók úr bókum bankanna til að létta undir með þeim (NAMA), eru orðnar lítils virði. Þær voru lýstar  73 prósent ónýtar og vanskila í fyrradag. Atvinnuleysi á Írlandi er meira en tvöfalt hærra en á Íslandi, eða 14,1 prósent . En já, Írar hafa jú þessa svo kölluðu evru með gríska tákninu € prentað á alla seðla og myntir.  

Það átakanlega er að lánshæfnismatsfyrirtækið Moody's notar nú hrun Finnlands árin 1990-1993, löngu áður en það gekk í ESB, til að útskýra hvert Írland, Grikkland, Portúgal og Spánn stefna núna. En staða þessara ríkja er bara mörgum sinnum verri en staða Finnlands var þá, því Finnland hafði það sem skiptir þjóðir mestu máli; sína eigin mynt, sitt eigið gengi og vaxtavopn. Það hafði allt fullveldi þjóðarinnar - og notaði það!  

Blábjánaverk ESB er engu líkt. Árangur þess er einstaklega falleg sovésk þróun í öllu Evrópusambandinu. Evrópusambandið er nú orðið sterkasta sundrungarafl Evrópu. Enda er ekki langt að sækja fyrirmyndina. 
 
Þrátt fyrir björgunarsjóð Evrópusambandsins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins er skuldatryggingaálag á 5 ára ríkisbréf Írlands nú á skrifandi stundu 581 punktar - eða tæplega tvöfalt hærra en á skuldabréfum ríkissjóðs Íslands. Mynt Íslands er íslensk króna.
 
Það er meðal annars vegna krónunnar - okkar eigin myntar í fullvalda ríki - sem ríkissjóði Íslendinga bjóðast betri lánskjör en ríkissjóði Evru-Írlands standa til boða.
 
 
 
2008; Margot Wallström kerling 
 
  
Hér fyrir neðan fjallar BBC Hard Talk um stöðuna eins og hún var í síðastliðnum maí mánuði. Talað er við írska hagfræðinginn og fyrrum seðlabankamann, David McWilliams, sem áður hefur lagt til að Írland yfirgefi myntbandalagið og fari "íslensku leiðina". Einnig er talað við evrutrúarmanninn Thomas Mayer úr þýska stórbankanum Deutsche Bank, sem skuldar næstum alla landsframleiðslu Þýskalands. Svitna hér.
 
 Maí 2010 - hluti 1: skuldatryggingaálag Írlands var þá 200p en er núna 581p, eða tæplega þrefalt hærra en í maí. 
 
 
Maí 2010 - hluti 2: skuldatryggingaálag Írlands var þá 200p en er núna 581p, eða tæplega þrefalt hærra en í maí
 
 
Maí 2010 - hluti 3: skuldatryggingaálag Írlands var þá 200p en er núna 581p, eða tæplega þrefalt hærra en í maí 
 
Tengt efni
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Akellesarhæll Risans EU miðað við USA og Kína , Rússland, Indland  t.d. er skortur á lálauna labour [80% íbúa: launþega]  og hráefnum til langframa.  Þeim er mikið í mun samkvæmt fylgi stjórnlögum Lissabon stjórnlaga ávinningsins að byggja um mikið hernaðarveldi til að endurheimta forn yfirráð á Atlandhafi, sagt skapa virðingu og hagstæðari vöruskipta samninga í Risa samkeppninni. Allir vita um viðbrögð USA þegar Lissabon hanskanum var kastað. Rússar græða þegar upp er staðið á EU samdrættinum.

Júlíus Björnsson, 5.11.2010 kl. 03:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur takk Gunnar.

Fróðlegt væri að fá frá þér úttekt á stöðu þýska bankakerfisins.

Mér segist svo hugur að Þýski Bankinn sé ekki í svo góðum málum.

Þú veist að eina ráð þjóðarinnar gegn mútufé ESB, er upplýsingar, og þínar upplýsingar hafa reynst ómetanlegar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2010 kl. 16:54

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og kveðjur

Það kæmi mér ekki á óvart Ómar að sögur af bönkum Þýskalands séu ekki allar saggðar.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.11.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband