Leita í fréttum mbl.is

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda

Þegar þú kýst flokk í Alþingiskosningum þá ertu að veita þeim flokki sem þú kýst umboð þitt. Með öðrum orðum: þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. Þetta er hornsteinn lýðræðis. Atkvæði þitt er það umboð sem þú veitir þingmönnum þess flokks sem þú kýst.

Vinstri grænir kynntu sig sem verandi andstæðingar Evrópusambandsins og andstæðingar þess að Ísland sækti um og hvað þá gengi í Evrópusambandið. Þetta umboð frá kjósendum fengu þeir með glæsibrag og urðu í krafti þessar stefnu meira að segja sigurvegarar kosninganna. Þá óskaði ég þeim til hamingju með kosningasigurinn og bað þá um að fara vel með valdið. Og ekki nóg með það. Þeir fengu þar að auki umboð frá mörgum nýjum kjósendum sem annars hefðu kosið Sjálfstæðisflokkinn, ef sá flokkur hefði þorað að kynna sig á sama hátt og Vinstri grænir gerðu fyrir kosningar; sem sterkir andstæðingar Evrópusambandsvæðingar Íslands. En því var ekki að heilsa, því turnspíra Sjálfstæðisflokksins vildi bæði hafa mjöl í munni og blása. Yfirstjórn þess flokks hóstaði, kúgaðist og valt út af. Hún hóstaði fram blátt andlit og uppskar meðvitundarleysi turnköfnunar.  

Næst þegar einhverjum á Alþingi dettur í hug að sækja um inngöngu í Bandaríkin, þá ættu þeir fyrst og fremst að sækja sterkan stuðning til þingflokks Vinstri grænna. Sá þingflokkur er nefnilega þekkur fyrir stórvirk kosningasvik. Stuðningur þeirra er vís ef í boði eru nokkrir ráðherrastólar.

Örverpi Íslandsögunnar stýra Vinstri grænum í fullkomnu umboðsleysi kjósenda. Þingflokkur Vinstri grænna er orðinn þjóðhættulegur og umboðslaus kosningasvikari. Ég sé enga ástæðu til að óska þeim til hamingju með þessi stórkostlegustu kosningasvik Íslandssögunnar. 

Öll umsókn Alþingis og ríkisstjórnarinnar inn í Evrópusambandið fer fram í ALGERU umboðsleysi þjóðarinnar.

Fyrri færsla

Þriðjungur spænskra sveitafélaga á leið í gjaldþrot. Greiðslustöðvanir hafnar.


mbl.is Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir og það á að fara í mál við VG fyrir opinber svik en var einmitt að skrifa um svipað í bloggi mínu.

Valdimar Samúelsson, 23.10.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: Elle_

Ég er sammála ykkur báðum varðandi VG.  Flokkurinn vinnur fyrir Samfylingarskrípið.  Og við kusum þau EKKI. 

Elle_, 23.10.2010 kl. 15:11

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Atkvæðagreiðsla stærsta hluta þessa þingflokks á hinu háa Alþingi um aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið var einkar eftirminnileg. Mér er ennþá óglatt. Þetta er eins og martröð. 

Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2010 kl. 23:23

4 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það er dálítið merkilegt að það er sama hvað heimurinn segir, stóllin togar í Steingrím eins og epoxylím.  Ekki nema hann sé bara ekki alveg heill Steingrímurinn.

1: Icesave óskapnaðurinn til þess að friða ESB.

2: Hvað kemur í ljós þegar makríllinn kemur í heimsókn?  Er málið betra hvað varðar aðra fiskveiðistjórn eins og hvalveiðar?

3: Evrópski seðlabankin búin að knésetja írska skattgreiðendur með því að þvinga þá til að taka á sig óbærilegar skuldir fyrrum einkabanka.  ...Allt fyrir hagsmuni fjármagnseigenda og banka í Þýskalandi.  (Og Goldman -Sachs).

4: Hroðalegt atvinnuleysi um víða Evrópu og brunalykt eftir afleiðingar evrunnar hér og þar um álfuna.

5:  Grikkir settir í skuldafangelsi auk þess að vera þvingaðir til að kaupa mikið af þýskum vopnabúnaði í staðin fyrir "hjálp" Þjóðverja. ..Nóg í smá stund þar til þeir fara á hausin.

6:  Áhrif ESB á annan grunnatvinnuveg, landbúnað.  Ekki einu sinni Afríkubúar geta ræktað lauk í samkeppni við ríkisniðurgreidda ESB framleiðslu.  ..Hvað þá Finnar.  Eiga íslendingar þá raunhæfan séns?

7:  ESB er elliheimili.  Asía er að taka við sem leiðandi markaður.  Allir samningar við þennan heimshluta útilokaðir nema frá ESB, eins og allt annað.  Reykjavík verður eins og Patreksfjörður er í dag. (Þó það sé fallegur bær).

8:  Sífellt fleiri dæmi um ólýðræðisleg vinnubrögð og spillingu innan Brussel.  Fínir skólar fyrir börn byrokratanna, allt bókhald í óreiðu og Barroso segist hafa lýðræðislegt umboð vegna þess að hann var kosin, ...í leynilegum kosningum!  ...o.s.frv.

9:  Áætlanir um stofnun Evrópuhers.  Vilja íslenskar mæður sjá börn sín í slíkri starfssemi.  Er ekki nóg að hafa verið á lista viljugra þjóða?

10;  Áætlanir um sentraliseraða skattheimtu til Brussel.  Sífellt aukning skattbyrði aðildarríkja.  Meira að segja núna á tímum ofboðlegs niðurskurðar.

11;  ....Þetta var bara það sem mér datt í hug svona þegar ég gat ekki komið mér í bólið! Og ekkert af þessu eru fullyrðingar án beinna staðreynda. 

 ......Þetta er hreint og beint hroðalegt að nokkur yfirvöld skuli búa yfir og ráðgera jafn svínsleg svikráð við eigið fólk!  ..Í fúlustu, lykvondustu alvöru.

Jón Ásgeir Bjarnason, 24.10.2010 kl. 03:38

5 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Já! ...

Og svo auðvitað fyrir utan aðal rugl dagsins!

Alþingi samþykkir viðræður og spekingarnir segja; Við verðum jú að sjá hvað er í pakkanum.

Okey, en hvað gerist?  Það er bara byrjað á fullu í að troða stellinu ofan í pakkan!  ..Alveg á fleygiferð ofan í ESB, Brussels ógeðispakkan.

..Og Steingrímur segir eins og maður án samvisku að það séu engin rök!  

Jón Ásgeir Bjarnason, 24.10.2010 kl. 03:48

6 identicon

Góður pistill frá þér eins og ævinlega. Að mér meðtalinni eru fjölmargir í mínu nánasta umhverfi sem kusu VG vegna yfirlýstrar stefnu þeirra um andstöðu við aðild að ESB. Ég þarf vart að taka fram að ekkert okkar mun nokkru sinni kjósa þá aftur. Kannski er Steingrímur búinn að fatta það og ætlar að reyna að ná fyrri kjósendum Samfylkingar í staðinn. Hver veit!

Dagga (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 09:32

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vg er ekki lengur marktækur flokkur. Flokkurinn hefur gert út á heiðarleika og skýra hugmyndafræði.  Það tókst sæmilega meðan flokkurinn var í stjórnarandstöðu. En vorið 2009 fengu bæði heiðarleikinn og hugmyndafræðin að fjúka fyrir völd. Það var ekki bara Steingrímur sem sveik kjósendur, svik hans hefðu aldrei gengið ef flokkurinn á bak við hann hefði haldið í prinsippin. Það gerði hann ekki og nú sjáum við hvernig Vg ætlar að afgreiða  ESB málið. Reykurinn liðast um loftið. 

Vg veit hvernig á að framleiða mikinn hávaða. Þeim stendur hinsvegar á sama hvernig málefnin snúa.

Það sama á við um vindhana.

Ragnhildur Kolka, 24.10.2010 kl. 10:30

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Steingrímur er eins og umskiptingurinn í barnaævintýri. Lítur eins út - en er eins og hann hafi skipt um persónuleika.

Röfl aðila þess efnis, að ríkisstjórnin hafi umboð meirihluta kjósenda er augljóst blaður - dæmigert Samfóa skrumskæling, eins og þú Gunnar útskýrir vel.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.10.2010 kl. 21:33

9 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ha ha, alltaf jafn gaman af ykkur esb andstæðingum, alveg sérstaklega honum Jóni hérna nokkrum Bjarnasyni.

Hann segir loksins í ellefta lið eftir að hafa rekið hverja endemis vitleysuna á fætur annarri:

11;  ....Þetta var bara það sem mér datt í hug svona þegar ég gat ekki komið mér í bólið! Og ekkert af þessu eru fullyrðingar án beinna staðreynda. 

Ekki nóg með að það var ekki neina einustu staðreynd að finna í þessari samsuðu, heldur var margt af þessu ekki einu sinni rétt og satt, sumt var meira segja beinlínis ósatt.

1 liður inniheldur engar staðreyndir.

2. liður er bara einhver froða, tómt mál að fara taka eitthvað á þeim lið.

3. Fyrri hlutinn er beinlínis ósannur. Allavega getum við öll verið sammála um að Íslenskur almenningur hefur farið tífalt verr út úr þessari kreppu en allar þjóðir í ESB. Við fórum frá því að vera nánast skuldlaus þjóð yfir í að vera ein sú skuldsettasta, ESB þjóðir bættu aðeins á sig í skuldum en voru skuldsettar fyrir. Kjaraskerðingin hér hefur verið langt umfram það sem hún var allstaðar annarstaðar(þar með talið Grikkland). Seinni hlutinn í þriðja liðnum er svo aftur bara einhver froða.

4. Svo hroðalegt er atvinnuleysið í ESB að það er hvergi staðar til sá heimshluti þar sem er minna atvinnuleysi en einmitt í ESB. Mig minnir að nýjustu tölurnar um atvinnuleysi sé 7-8% í ESB. Í Ameríku minnir mig að það sé einhverstaðar í 10%(í reynd um 13-14% í USA því Bandaríkjamenn telja ekki atvinnuleysa þá sem hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða meira, sem er stór hópur fólks þar sem þar hefur verið kreppa í 2 ár núna). Í Asíu er þetta reyndar ærið misjafnt, Indlandi fer þetta vel yfir 10%, kína(kommúnistaríki og því alltaf lítið atvinnuleysi) er það í kringum 5%(en hver svo sem veit, margir efast um hagtölur kínverja, sérstaklega hagvöxt og atvinnuleysi). 

5. Eins og áður sagði, skuldir íslendingar ruku upp um örugglega 400% eða meira, grikkir voru mjög skuldsettir fyrir, nú eru þessar tvær þjóðir nánast á sama báti hvað varðar skuldir, ríkishalla. Aðgerðirnar sem grikkir eru að fara í núna(niðurskurður, skattahækkanir og eftirlaunaaðgerðir) eru sambærilegar og við erum núna að fara að ráðast í nema að Grikkir ákváðu að láta laun opinberra starfsmanna standa í stað. Gengishrunið sem við gengum í gegnum jafnast hinsvegar á við það að Gríska ríkið myndi skera helming af öllum launum í landinu, líka í einkageiranum, það myndi hafa sömu kjaraskerðingu og gengishrunið okkar. Svo væru eftirlaunaskerðingarnar sem þeir eru að fara í taldar Eftirlaunabót á íslandi, hækkun á eftirlaunaldri frá 60 upp í 63 ár. Það má því öllum vera ljóst að við erum að taka miklu stærri skell á okkur en meira segja Grikkir, sem er sú ESB þjóð sem hefur farið verst út úr heimskreppunni. 

6. Þetta finnst mér skemmtilegustu rök ESB andstæðinga. Hin ofniðurgreiddi landbúnaður ESB, án þess að þið gerið ykkur grein fyrir að Íslenski, Norski og Svissneski landbúnaðurinn er MEIRA niðurgreiddur. ESB andstæðingar vilja bæði halda í rökin annarsvegar að ESB niðurgreiði alltof mikið í landbúnaði, þannig séu þessir vondu bjúrókratar að stráfella Afríkubúa í tonnatali og hinsvegar líka þau rök að íslenskir bændur verði allir komnir á hausinn eftir inngöngu í ESB því þá getum við ekki niðurgreitt landbúnaðinn okkar meira heldur en allar þjóðir í heiminum(sumsé, skítt með Afríku í þessum rökum).

7. Það er flott mál að Asía sé búinn að ræsa sig, stærri útflutningsmarkaður fyrir ESB.

8. Það eru enginn ólýðræðisleg vinnubrögð í ESB, ekki frekar en í Hæstarétti Íslands eða Seðlabankanum. Þetta er farsarugl í esb andstæðingum sem ratar aðeins inn hjá fólki sem veit ekkert um ESB. Um leið og evrópuþingmaður myndi stinga upp á að gera ESB að lýðræði(það er að segja federal ríki eins og USA), þá myndu þú og þínir líkir stökkva upp á lappirnar og kalla kommúnismi og fasismi. ESB andstæðingar vilja tala um skort á lýðræði í ESB því fólki finnst vænt um lýðræði því það er falleg hugsjón sem við öll byggum kerfi okkar á, en þessir sömu menn vilja ekki gera ESB að lýðræði, jafnvel þó þeir halda því fram. Það væri svona eins og við myndum fara að keppast við að gera Sameinuðu Þjóðirnar að lýðræði, með Kínverja og Indland með helminginn af atkvæðunum. 

9. Það er enginn evrópu her í pípunum.

10. Veit ekki með þess skattheimtu, dróstu þetta ekki bara úr rassinum á þér eins og allt annað hérna?  

Svakalegar staðreyndir sem þú komst með hérna, ekki satt. Þetta er málflutningur Heimsýnarmanna í hnotskurn. 

Jón Gunnar Bjarkan, 30.10.2010 kl. 10:06

10 Smámynd: Birnuson

Listar eins og sá, sem Jón Ásgeir birtir hér, sannfæra engan nema þann sem þegar hallast frá Evrópusambandinu. Bæði fylgismenn og andstæðingar aðildar verða að gera sér grein fyrir að sá hópur er langstærstur, sem er á báðum áttum í þessum efnum. Rök með eða móti verða því að vera miklu skýrari en þetta og studd traustum heimildum.

Birnuson, 31.10.2010 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband