Föstudagur, 1. október 2010
Lilja Norðurlanda
Það var athyglisvert viðtal við Lilju Mósesdóttur þingmann í sjónvarpi. Af hverju fannst mér það athyglisvert? Jú þar kom fram eitt sem stóð út úr; hið svo kallaða norræna velferðarsamfélag. Hitt stóð mest norður og niður.
Mér fannst lýsing Lilju á ríkisstjórninni góð, hana þekkir hún vel. En hún virðist hins vegar ekki þekkja hið svo kallaða norræna velferðarsamfélag sérlega vel. Ef hún gerði það þá gæti hún alls ekki mælt með því sem hvorki þjóðhagfræðingur og nú sem þingmaður í hópi grænkommúnista sem berjast fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið og þar með afnámi fullveldis okkar í ríkisfjármálum (kassinn), peningamálum, utanríkismálum og niðurlagningu flestra annarra vopna fullvalda þjóða.
Þrír af hverjum fjórum kjósendum í Danmörku eru á framfærslu hins opinbera (75% kjósenda). Annað hvort eru þeir opinberir starfsmenn eða þá að efnahagsleg tilvera þeirra er depóneruð í ríkiskassann, að fullu leyti eða að hluta til. Þessi kassi er smá saman að verða gjaldþrota sökum heimsmets í skattpíningu á þegnana.
Um 800 þúsund Danir gera ekki neitt. Þessir fá ekki atvinnu og mörgum þeirra var hent út af vinnumarkaði á undaförnum 30 árum. Svo eru þar líka ein milljón ellilífeyrisþegar ofaní þessa 800 þúsund sem gera ekki neitt. Svo koma blessuð börnin sem svo allt of fáir vilja eignast í þessu norrænda velferðarsamfélagi, svo koma ofaní þetta allir námsmenn. Hverjir vinna þá fyrir danska samfélaginu? Jú, um það bil 1,3 milljón manns af 5,4 miljón þegnum danska ríkisins. Allir sjá að þetta getur ekki gengið upp. En það er bara ekki hægt að komast aftur út úr þessari norrænu dópsölu danskra stjórnmálamanna.
Hagvöxtur í Danmörku var sá fimmti lélegasti í OECD á síðustu 10 árum. Á næstu 15 árum verður hann sá næst lélegasti segir OECD.
Danmörk hrapar neðar og neðar á skala OECD yfir ríkustu þjóðir heimsins. Mikið neðar og hratt.
Á síðustu 33 árum hefur atvinnuleysi í Danmörku bara farið undir 5 prósent í fjögur til fimm ár af þrjátíu og þremur árum. Þetta þýðir að atvinnuástand hefur verðir hörmulegt næstum öll síðustu 33 norrænu árin. Sama eða svipað er að segja um Svíþjóð og Finnland.
Á síðustu 25 árum hefur húsnæðismarkaður Danmerkur hrunið tvisvar. Verðfallið var allt að 40%. Dönsku norrænu helvítisárin frá 1986-1994 buðu dönskum heimilum stundum upp á 1400 nauðungaruppboð yfir dönskum heimilum í hverjum mánuði. Þetta var svona eða svipað árum saman. Engum datt í hug að litla putta yrði lyft fólki til aðstoðar, enda var það ekki gert. Aldrei. Íslendingar þeir sem verið er setja á nauðungaruppboð og í gjaldþrot núna ættu því að vera norrænt þakklátir, það er svona sem norræn velferðarsamfélög virka, öðru hvoru.
Í svona samfélagi þar sem 75 prósent kjósenda eru á framfærslu hins opinbera mun virkt lýðræði aldrei þrífast. Hvern mun kjósa undan sér kassann? Mjög fáir. Það er því skiljanlegt að Danir sjálfir kalli Danmörku stundum fyrir DDR-Light. Þeir eru dópistar á framfæri dópsölu danska ríkisins. Dópsölumennirnir eru stjórnmálamenn hins norræna velferðarsamfélags. Og þeir vita það.
Danska skattakerfið er svo flókið að enginn skilur það. Enginn launþegi getur sjálfur reiknað út sinn skatt. Réttarfarsleg niðurstaða skattamála er háð því hvar í landinu málin koma fyrir dóm, því túlkun réttarins á skattalöggjöfinni er háð stað og stund. Hún er svo flókin að enginn einn maður kann löggjöfina alla. Þeir sem eru ríkastir hafa einir efni á skattaráðgjöfum sem þrífast sem stafsstétt eins og mý á mykjuskán. Þetta eru glerísetningarmenn rúðubrjóta ríkisins. Þeir gera samfélagið fátækara því þeir eru hámenntaðir sérfræðingar sem búa ekki til neina velmegun. Þeir eru dæmi um endalaus sníkjudýr sem þrífast svo vel á rúðubrotum norræna ríkisins. Hina litlu og oft fátæku menn í skattréttinum trampar ríkið bara í duftið. Þeir koma aldrei aftur. Þeir hafa ekki efni á því.
Svo er stór hluti hins norræna velferðarsamfélags Danmerkur að breytast í auðn, eða það sem Danir sjálfir kalla "Undir-Danmörku". Þetta er að gerast því engin byggðastefna er í landinu og ESB þáttaka Danmerkur hefur rústað dönskum landbúnaði fyrir fullt og allt. En danskur landbúnaður hefur alltaf haft afar mikilvæga samfélagslega þýðingu fyrir alla landsbyggðina og nú er hann að deyja. Landsbyggðin deyr með honum. En Lilja Mósesdóttir heldur kannski eins og margir Íslendingar halda að Danmörk sé ráðhústorgið og strikið með Hennes Martröð. Allt Norður Jótland, öll vesturströnd Jótlands, allt Suður-Jótland, Lolland, Suður-Fjón og Suður-Sjáland eru að breytast í samfélagslega auðn í faðmi Evrópusambandsins.
Í alþjóðlegum skoðanakönnunum segjast Danir vera mjög ánægðir með líf sitt. Það er ofur skiljanlegt því í samfélagi þar sem það skiptir engu máli hvor þú ert á kassanum eða í atvinnu, þar vita allir innst inni að þeir hafa náð eins langt og hægt er að komast. Því er best að vera bara ánægður með það. Svona eru DDR-Light ríki þangað til þau fara á hausinn. Velmegunin sem býr til velferðina handa almenningi hverfur auðvitað að lokum.
Þetta er auðvitað allt saman mjög heppilegt fyrir norræna stjórnmálamenn. Að koma kjósendum á ævilanga dópneyslu hins opinbera. Sjónarmið vinstri afla á Íslandi eru því ofur skiljanleg. Þeir vilja auka dópsölu ríkisins. Stækka og byggja við, því þá eru þeir kosnir aftur og aftur. En þetta er því miður leiðin til fátæktar og ánauðar fyrir allan almenning.
Að lokum: Það er ekki lengur til neitt sem heitir "norrænt velferðarsamfélag". Það dó inni í Evrópusambandinu sem græni kommúnistaflokkur Íslands og geðdeild Samfylkingarinnar eru nú að troða Íslandi inn í. Ef menn vilja norrænt velferðarsamfélag þá er hægt að finna það í sögubókum eða í Noregi. En það krefst mikillar olíu og hún mun aldrei finnast á vakt kommúnistaflokks Lilju.
Jú það var eitt í viðbót í vitalinu við Lilju Mósesdóttur sem stóð upp úr. Hún er orðin að næstum ekki neinu. Og hún veit það. Hún er að verða einskonar Björgvin Sigurðsson, prúðuleikari Samfylkingarinnar sem sat fast á meðan hann, að eigin sögn, gat ekki gengt embætti sínu sem bankamálaráðherra sökum eign aumingjaskapar. Hann fékk engar upplýsingar, sagði hann. Hann var sniðgenginn af hinum. Af hverju sagði hann þá ekki af sér strax? Af hverju segir Lilja ekki af sér strax? Hvað er að? Ég myndi gera það.
En ég er íhaldsmaður
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:41 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 1390766
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Blessaður Gunnar.
Þetta er beitt færsla hjá þér, og ég held að Lilju væri hollt að lesa hana.
Það er ekki nóg að setja sér háleit markmið, ef framkvæmdin er þannig að smán saman vinnur veruleikinn á þessum markmiðum, og þau verða að engu.
Með fullri virðingu fyrir ykkur hægri mönnum, þá hefur ykkur ekki tekist betur til en það, að þið settuð Vesturlönd á hausinn. Og sköpuðu jarðveg fyrir upplausn og byltingar. Blóðsúthellingar ef fram fer sem horfir ef skuldum auðmanna verði komið á blásaklausan almenning.
Ég hef lesið ýmislegt eftir Lilju, og ég les skrif þín af athygli. Persónulega tel ég að ef hægt væri að tengja þau saman, þá værum við komin með leiðina út úr ógöngunum, en það er vissulega aðeins mitt mat.
Allavega byggir enginn upp norrænt velferðarsamfélag með þeim aðferðum sem þú bendir svo réttilega á að hafa endað í ógöngum. Og það byggir heldur enginn upp samfélag sem markað er af blóðugum stéttarátökum. Það var niðurstaða Churchills eftir langa og viðburðarríka ævi. Og hann var ljóngáfaður mælskumaður.
Ég held því að þið Lilja hefðuð gott af því að kynna ykkur forsendur hvors annars og sjá hvort öðru hvoru ykkar tækist ekki að kveða Lilju, sem væri þess verð að vera lesin.
Lilju sem snilldin fellst ekki í gagnrýni á "hina", heldur mótun hugmyndafræði sem gengur í mannlegu samfélagi en ekki aðeins á pappírnum.
Núna er lag Gunnar því almenningur er aftur farinn að kalla á hugmyndir, ekki útburð og úrburðarvæl líkt og íslenskir stjórnmálamenn bjóða upp á í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 09:23
Blessaður Gunnar
Mér hefur nú fundist Sjálfstæðisflokkurinn vera hálfgerður kommúnistaflokkur, með stöðug ríkisafskipti og Stalínískar stórframkvæmdir. Ég er einsog þú veist sammála þér um "Norræna velferðarsamfélagið". Við þekkjum það báðir af eigin raun.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 13:32
Réttum 7 vikum áður en bankakerfi Íslands hrynur til grunna var eftirfarandi sagt á íslensku
Þann 5. ágúst 2008 sagði bankamálaráðherra Íslands, yfirmaður Fjármálaeftirlitsins, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar og endur frambjóðandi Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, eftirfarandi um bankakerfi Íslands:
"Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma".
Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2010 kl. 21:51
Er þetta virkilega vinstri og hægri? Er þetta ekki spurning um common sense, siðferði, dugnað, frelsi og alls konar?
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 22:45
Ekki alls konar Björn. "Alls konar" er ekki nothæft í neitt.
Nei, þetta er ekki bara vinstri og hægri. Inn í þetta blandast upp-og-niður; þ.e. ESB málið og það gerir alla áttavillta. En ESB málið er stærsti friðarspillir og ömurleika-generator samfélagsins. Það stoppar alla þá lækningarvinnu sem er svo nauðsynleg núna. ESB málið er rótin að öllu því ömurlega sem er að gerast. Það hindrar lækninguna eftir áföllin og leggur lok á varnir samfélagsins. Það eyðileggur Ísland.
Út með ESB umsóknina
Út með AGS
Út með ríkisstjórnina
Sendið alla Samfylkinguna á ruslahaugana og Steingrím J. Sigfússon þar með.
Svo þarf að stokka VG upp og koma þeim í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum. Svo þarf að fara í gömlu vinnufötin aftur.
Kosningar!
Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2010 kl. 22:59
Hvaða Sjálfstæðisflokki?
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.