Leita í fréttum mbl.is

Er ESB að breytast í eitt allsherjar Austur-Þýskaland?

BIS Demographic impact on housing
Mynd; Spá Bank for International Settlments um þróun fasteignaverðs í öldrunarhagkerfum Evrópu hin næstu 40 ár; Ageing and asset prices
 
 
Beinagrindurnar á borði ríkisstjórnar Íslands 
 
Austur-Þýskaland kom örmagna og gjaldþrota undan fyrstu kynslóð áætlunarbúskapar Evrópu, ríkiskommúnismanum.

Austur-Þýskaland leit þá á Vestur-Þýskaland sem bjargvætt. Þar átti að finna gull og græna skóga.

En múrinn féll samt ekki austur á bóginn. Því miður. Hann féll mest vestur um og yfir. 

Eftir sem svarar til tæplega einnar billjónar Bandaríkjadala í sveitaómagahjálp frá hinu stóra og nú fyrrum ríka Vestur-Þýskalandi, er Austur-Þýskaland ennþá hryllingur. Eymd og volæði eru þar enn steypt djúpt niður í steypustyrktan jarðveg kommúnista sem byggðu þar ríki sitt á rústum vopnaðrar en misheppnaðrar fyrstu sameiningar Evrópu. Mynt Austur-Þýskalands er evra. 

Því næst þrammaði restin af Sovétríkjunum, nema Rússland, gjaldþrota yfir brostna múrinn - sem féll Vestur um og yfir - og inn í Evrópusambandið. Þetta voru gjaldþrota löndin tíu sem gengu í pakkann.  

Eftir 29 ár í öndunarvél Evrópusambandsins er Grikkland líka orðið ríkisgjaldþrota. Það er á gjörgæslu ESB og AGS. Aðeins á eftir að slökkva í kafbátnum. Þá sekkur hann. Mynt Grikklands er evra. Grikkir eru nú að kíkja í pakkann.

Fyrir dyrum stendur svo annað hvort fullkomið ríkisgjaldþrot Írlands eða gjaldþrot alls bankakerfis þeirra. Þar er aðeins um tvennt slæmt að velja. Mynt Írlands er evra.

Spánn er einnig orðið að eins konar Austur-Þýskalandi hinu vestra. Þar er 20,3 prósent Austur-Þýskalandslegt atvinnuleysi. Spánn mænir tárvotum augum til norðausturs eftir björgun. Mynt Spánverja er auðvitað evra. Spánn er í boðinu. Þeir eru að kíkja í pakkann sinn.

Velkomin í Austur-Þýska Evrusambandið. Velkomin í pakkhúsið.
 
Tengt
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þeir eru merkilegir kratarnir.

Það er sama þó borga eigi Icesave, ekki megi veiða makríl sem hefur aflað 15 milljarða hvað þá að ráða eigin löggjöf eða  þar að auka aðkosta milljörðum á ári í sjóði ESB. 

Þessu skulu þeir sameinast með illu eða góðu.

Jón Ásgeir Bjarnason, 1.9.2010 kl. 21:11

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Skemmtileg framsetning á dapurlegri mynd.

Til viðbótar við milljarðana sem Jón nefnir hér að ofan, þá held ég sérstaklega upp á að Ísland þyrfti að setja upp stofnanir til að hafa eftirlit með engu. T.d. styrkjum í sjávarútvegi.

Lesið þetta skjal. Mæli sérstaklega með 5. kafla. Til að fá tilfinningu fyrir ruglinu er gott að fara á blaðsíðu 126 og lesa UPPHÁTT spurningar 57 og 58 og svörin við þeim. Góða skemmtun.

Haraldur Hansson, 1.9.2010 kl. 23:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlit og innlegg

Þetta er stórkostulegt Haraldur

============================

Spurning númer 57: Ef veittur er stuðningur til að afskrá skip, gefið til kynna hve mikill árangur var af slíkum aðgerðum í heild síðustu tíu ár og gefið upp hvaða hluta flotans aðgerðum var beint að og hvert markmið aðgerðanna er sem hlutfall af veiðigetu næstu 5 ára.

svar: Engar niðurgreiðslur hafa verið veittar til að afskrá fiskiskip úr flotanum.

Spurning númer 58: Eru veittar einhverjar niðurgreiðslur til fjárfestinga í skipaflotanum? Ef svo er, vinsamlega skýrið í smáatriðum frá því hvers konar fjárfestingar eru studdar, hámarksgreiðslur á skip og hvers konar skipum aðgerðin beinist að.

svar: Engar niðurgreiðslur hafa verið veittar til fjárfestinga í fiskveiðiflotanum.

============================

ergo: ESB er clueless um mikilvægi sjávarútvegs á Íslandi og um hversu geigvænlega öflugur sjávarútvegur er sem atvinnugrein og arðsöm dráttartaug þjóðarbúsins. 

Þessar spurningar eiga við um lönd á borð við Þýskaland og Frakkland. Enda er Evrópusambandið hugsað þýsk frönsk hækja. Það næst besta eða næst versta sem hægt er að komast af með sem fyrrverandi af öllu fyrrverandi. 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2010 kl. 15:32

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugavert skjal, haraldur.

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.9.2010 kl. 15:34

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA er blokk, Kína er blokk og Evrópska Sameiningin er Blokk. EU kom sér á GDP toppinn og er nú að greiða fyrir það dýrum dómum. Hagur USA og Kína er að halda aftur að þeim sýndar-stærsta. EU er í dauða kippum, Rússar bíða með puttann á orkunni. Samdráttur í fullvinnslu leiddi til þess að tveimur súrál frumvinnslum  var lokað á Norður Ítalíu. Opinbera skýring var að vondu skuldnautar alþjóðabankanna hefðu ekki viljað borga nógu mikið fyrir orkuna. Allir vita um uppganginn í Asíu og ódýran launa kostnað þar. Ísland hinsvegar á leiðinn inn í EU fjárfesti í grunni sem er að skreppa saman í EU til langframa.     

Engin þjóð í heimi spáir opinberlega að mannfjöldi aukist að ráði, nema Íslendingar: greinilega ekki í samráði við Brussell.

Útvíkkun hæfs meirihluta EU var bæði til að stækka efnahagslögsögu og fjölga neytendum til að geta átt í vöruviðskiptum við Asíu. USA vann þá samkeppni eins og  allir muna.

Oftar en ekki er hin hliðin á málum sú einfalda. 

Makríll eða fiskur er algjört auka atriði í Miðstýringu EU. Fjárlög Íslands skipta heldur engu máli fyrir EU hvað varðar heildarefnahag EU.

Hinsvegar bíða erlendir spenntir eftir að semja um um svæðið kringum Norður pólinn eins og sjá má í EU barnatímum.  

Júlíus Björnsson, 2.9.2010 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband